Viðskipti erlent

Tsipras: „Grikkland og gríska þjóðin eru samheiti yfir mótspyrnu og virðuleik“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tsipras var alveg svona ánægður með að gríska þjóðin skyldi styðja Syriza áfram.
Tsipras var alveg svona ánægður með að gríska þjóðin skyldi styðja Syriza áfram. vísir/epa
Alexis Tsipras segir að Syriza-flokkur hans hafi algert umboð til að stýra landinu eftir að hafa unnið sínar aðrar kosningar á níu mánaða tímabili. Þetta kemur fram á vef BBC.

Kosnignar voru í Grikklandi í gær og hlaut Syriza-flokkurinn 35,5 prósent atkvæða. Það þýðir að flokkurinn tapar fjórum þingsætum en er samt sem áður með 145 sæti af þeim 300 sem í boði eru. Næsta víst er að Syriza og Sjálfstæðir Grikkir muni mynda ríkisstjórn.

„Gríska þjóðin á klárlega rétt á því að halda áfram að berjast fyrir landið, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi,“ sagði Tsipras á fundi í Aþenu eftir að úrslitin voru ljós. „Það er svo í Evrópu í dag að Grikkland og gríska þjóðin eru orðin samheiti yfir mótspyrnu og virðuleik.“

Meðal þeirra áskoranna sem Tsipras og flokkur hans stendur frammi fyrir er að halda erlendum kröfuhöfum landsins sáttum. Landið þarf að uppfylla skilyrði nýjasta neyðarláns landsins sem hljóðaði upp á 86 milljarða evra. Áætlanirnar fela í sér aukna skattheimtu og sölu á ríkiseignum og hafa mætt talsverðri andstöðu innan Syriza. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×