Viðskipti innlent

LOGOS hagnaðist um 616 milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
LOGOS er með skrifstofu í Reykjavík og í London.
LOGOS er með skrifstofu í Reykjavík og í London.
LOGOS slf., sem rekur lögfræðiskrifstofuna Logos í Reykjavík og dótturfélagið LOGOS Legal Services Limited í Bretlandi, hagnaðist um 616 milljónir króna á síðasta ári. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 2,2 milljörðum og lækkuðu um 200 milljónir milli ára. Rekstrartekjur móðurfélagsins námu 1,7 milljörðum.

Eigið fé félagsins í árslok nam 678 milljónum króna. Eignir samstæðunnar námu 1,3 milljörðum. Laun og launatengd gjöld samstæðunnar námu 922 milljónum króna og voru meðaltal stöðugilda á árinu 71,8. Laun framkvæmdastjóra námu 12,6 milljónir króna á árinu og hækkuðu um 1,4 milljón milli ára. Ekki voru greidd stjórnarlaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×