Samþykkir Alþingi kjarakröfur aldraðra? Björgvin Guðmundsson skrifar 22. september 2015 07:00 Alþingi kom saman 8. september. Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja. Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings. Formsatriðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni, þingsetningarræða forseta Íslands, ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra að kvöldi þingsetningardags. Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á Alþingi. Þar er allt fast í forminu. Kerfið er sterkt. Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu. Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir Alþingi sig ekki! Þó álit almennings á Alþingi sé í lágmarki gerir Alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar. Ef til vill hreyfa þingmenn sig, þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0! Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn! Ríkisstjórnin vill láta rúmar 10 þúsund krónur næsta árHvað er til ráða? Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraða og öryrkja? Getur Alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa því, að svo sé. Alþingi hefur nú tekið frumvarp til fjárlaga til umræðu. Samkvæmt því ætlar ríkisstjórnin að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 9,4% en ekki fyrr en á næsta ári! Af þessu er ljóst, að ráðamenn þjóðarinnar skilja ekki vanda og kjör lífeyrisþega. Þeir gera sér það ekki ljóst, að hópur þeirra hefur ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir vita ekki eða vilja ekki vita það, að hópur aldraðra og öryrkja á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Landssamband eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík óskar eftir því, að lífeyrir hækki jafnmikið og lágmarkslaun, þ.e. í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Lífeyrir á að hækka um 31 þúsund krónur á mánuði frá 1. maí sl. eins og lágmarkslaun verkafólks hækkuðu. Það er 14,5% hækkun. 9,4% hækkun á mánuði frá næstu áramótum er ekki inni í myndinni að okkar mati. Sú hækkun er alltof lítil og óásættanleg. Og kemur alltof seint til framkvæmda. Auk þess fer helmingur af þessari hungurlús í skatt svo aðeins rúmar 10 þúsund kr. verða eftir. Ráðherrar og þingmenn vilja ekki skilja vanda eldri borgara. Þeir telja alltaf að lífeyrisþegar geti beðið. Þeim liggi ekkert á! Annað er í forgangi hjá þingmönnum. Brot á stjórnarskránniVandamál aldraðra eru margvísleg. Erfiðust er staðan hjá þeim, sem búa einir, hafa einungis tekjur TR eða einnig lítinn lífeyrissjóð. Þeir hafa innan við 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Ef þeir eiga ekki skuldlaust eða skuldlítið húsnæði komast þeir tæplega af. Margar ekkjur á efri árum eru í þessari stöðu. Margir ekklar eiga það einnig erfitt. Þetta eldra fólk verður ef til vill að endurnýja einhver tæki hjá sér og á mjög erfitt með það, getur ekki endurnýjað bíl og tæpast rekið bíl. Erfitt getur verið að leysa út lyf og að leita læknis. Ég tel, að það sé brot á 76. grein stjórnarskrárinnar að veita þessu fólki svo slæm kjör en samkvæmt þessari grein á ríkið að veita ellilífeyrisþegum aðstoð ef þarf. Hér þarf svo sannarlega aðstoð. Annað er mannréttindabrot. Samfylkingin vill 300 þúsund á mánuði fyrir aldraðaSamfylkingin hefur lagt fram frumvarp um að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund á mánuði á næstu 3 árum? Það er jákvætt. Það er líka jákvætt, að frumvarpið gerir ráð fyrir, að lífeyrir hækki strax með gildistöku 1. maí sl. En hins vegar flaskar Samfylkingin á prósentunni sem lífeyrir á að hækka um. Samfylkingin virðist taka upp prósentuna frá fjármálaráðuneytinu.Hún leggur til að lífeyrir hækki um 8,9%. En lágmarkslaun ( lágmarkstekjutrygging) verkafólks hækkar um 31.000 kr. eða um 14,5% á mánuði? Aldraðir og öryrkjar eiga að fá nákvæmlega sömu hækkun og launþegar. Það er mín skoðun og það er skoðun þings Landssambands eldri borgara og kjaranefndar FEB. Þetta er algert lágmark fyrir lífeyrisþega. Alþingi og við öll verðum að hafa manndóm til þess að búa öldruðum góð kjör og meta það, sem eldri kynslóðin hefur gert fyrir þjóðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi kom saman 8. september. Ekkert gerðist þar strax í málefnum aldraðra og öryrkja. Engin samþykkt var gerð um málið í upphafi þings. Formsatriðin höfðu forgang: Messa í Dómkirkjunni, þingsetningarræða forseta Íslands, ávarp forseta þingsins og ræða forsætisráðherra að kvöldi þingsetningardags. Á meðan á þessum formsatriðum stendur er ekki von að þingið megi vera að því að hugsa um eldri borgara og öryrkja! Ekkert breytist á Alþingi. Þar er allt fast í forminu. Kerfið er sterkt. Það er alveg sama hvað þörfin er brýn í þjóðfélaginu. Þó hópur eldri borgara eigi ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins hreyfir Alþingi sig ekki! Þó álit almennings á Alþingi sé í lágmarki gerir Alþingi ekkert til þess að breyta um starfsaðferðir og bregðast við óskum þjóðarinnar. Ef til vill hreyfa þingmenn sig, þegar fylgi gömlu flokkanna er komið niður í 0! Þeir telja greinilega ekki komið hættuástand enn! Ríkisstjórnin vill láta rúmar 10 þúsund krónur næsta árHvað er til ráða? Hvað er unnt að gera til þess að bæta kjör aldraða og öryrkja? Getur Alþingi gert eitthvað? Ég vil enn trúa því, að svo sé. Alþingi hefur nú tekið frumvarp til fjárlaga til umræðu. Samkvæmt því ætlar ríkisstjórnin að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 9,4% en ekki fyrr en á næsta ári! Af þessu er ljóst, að ráðamenn þjóðarinnar skilja ekki vanda og kjör lífeyrisþega. Þeir gera sér það ekki ljóst, að hópur þeirra hefur ekki nóg fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir vita ekki eða vilja ekki vita það, að hópur aldraðra og öryrkja á ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Landssamband eldri borgara og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík óskar eftir því, að lífeyrir hækki jafnmikið og lágmarkslaun, þ.e. í 300 þúsund á mánuði á 3 árum. Lífeyrir á að hækka um 31 þúsund krónur á mánuði frá 1. maí sl. eins og lágmarkslaun verkafólks hækkuðu. Það er 14,5% hækkun. 9,4% hækkun á mánuði frá næstu áramótum er ekki inni í myndinni að okkar mati. Sú hækkun er alltof lítil og óásættanleg. Og kemur alltof seint til framkvæmda. Auk þess fer helmingur af þessari hungurlús í skatt svo aðeins rúmar 10 þúsund kr. verða eftir. Ráðherrar og þingmenn vilja ekki skilja vanda eldri borgara. Þeir telja alltaf að lífeyrisþegar geti beðið. Þeim liggi ekkert á! Annað er í forgangi hjá þingmönnum. Brot á stjórnarskránniVandamál aldraðra eru margvísleg. Erfiðust er staðan hjá þeim, sem búa einir, hafa einungis tekjur TR eða einnig lítinn lífeyrissjóð. Þeir hafa innan við 200 þúsund krónur á mánuði eftir skatt. Ef þeir eiga ekki skuldlaust eða skuldlítið húsnæði komast þeir tæplega af. Margar ekkjur á efri árum eru í þessari stöðu. Margir ekklar eiga það einnig erfitt. Þetta eldra fólk verður ef til vill að endurnýja einhver tæki hjá sér og á mjög erfitt með það, getur ekki endurnýjað bíl og tæpast rekið bíl. Erfitt getur verið að leysa út lyf og að leita læknis. Ég tel, að það sé brot á 76. grein stjórnarskrárinnar að veita þessu fólki svo slæm kjör en samkvæmt þessari grein á ríkið að veita ellilífeyrisþegum aðstoð ef þarf. Hér þarf svo sannarlega aðstoð. Annað er mannréttindabrot. Samfylkingin vill 300 þúsund á mánuði fyrir aldraðaSamfylkingin hefur lagt fram frumvarp um að lífeyrir aldraðra og öryrkja hækki í 300 þúsund á mánuði á næstu 3 árum? Það er jákvætt. Það er líka jákvætt, að frumvarpið gerir ráð fyrir, að lífeyrir hækki strax með gildistöku 1. maí sl. En hins vegar flaskar Samfylkingin á prósentunni sem lífeyrir á að hækka um. Samfylkingin virðist taka upp prósentuna frá fjármálaráðuneytinu.Hún leggur til að lífeyrir hækki um 8,9%. En lágmarkslaun ( lágmarkstekjutrygging) verkafólks hækkar um 31.000 kr. eða um 14,5% á mánuði? Aldraðir og öryrkjar eiga að fá nákvæmlega sömu hækkun og launþegar. Það er mín skoðun og það er skoðun þings Landssambands eldri borgara og kjaranefndar FEB. Þetta er algert lágmark fyrir lífeyrisþega. Alþingi og við öll verðum að hafa manndóm til þess að búa öldruðum góð kjör og meta það, sem eldri kynslóðin hefur gert fyrir þjóðina.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun