Viðskipti innlent

Launavísitala hefur hækkað um 7,7 prósent síðastliðið ár

Atli Ísleifsson skrifar
Launavísitala í ágúst 2015 er 524,7 stig.
Launavísitala í ágúst 2015 er 524,7 stig. Vísir/Valli
Launavísitala í ágúst 2015 er 524,7 stig og hækkaði um 0,3 prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,7 prósent.

Í frétt á vef Hagstofunnar segir að vísitala kaupmáttar launa í ágúst 2015 sé 124,5 stig og hafi lækkað um 0,2 prósent frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,4 prósent.

„Í vísitölunni gætir áhrifa úrskurðar gerðardóms um launahækkanir fyrir félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og 18 stéttarfélögum í Bandalagi háskólamanna,“ segir í fréttinni.

Nánar má lesa um málið á vef Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×