Taldi systkini sín hafa leynt fjórum milljörðum sem fundust í dánarbúi föður þeirra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2015 12:43 Viðbótareignir komu í ljós eftir að dánarbú mannsins var gert upp í ágúst 2007. Vísir/Valli Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erfingi manns sem lést í maí 2007 fái ekki meiri eignir úr dánarbúi föður síns en hann hafði samið um við þrjú hálfsystkini sín í maí 2010. Var þar um að ræða samning um viðbótareignir föðurins sem komu í ljós mánuði eftir að dánarbú hans var gert upp. Um gríðarlega háa fjármuni var að ræða, eða um fjóra milljarða króna. Höfðaði maðurinn málið þar sem hann taldi systkini sín hafa leynt sig viðbótareignunum og skipt þeim á milli sín án hans aðkomu árið 2007.215 milljónir upphaflega í búinu Forsaga málsins er sú að maðurinn sem lést sat í óskiptu óbúi eftir að eiginkona hans dó árið 2002. Átti hann þrjú börn með henni og einn son fyrir. Eftir að faðir þeirra lést stóðu systkinin saman að beiðni um leyfi til einkaskipta á dánarbúinu og var það gert upp í ágúst 2007. Samkvæmt þeim gögnum var hrein eign búsins rúmlega 215 milljónir og fékk sonurinn sinn hluta af því samkvæmt erfðalögum, tæpar 27 milljónir króna. Mánuði síðar var haft samband við systkini hans af hálfu Kaupþings í Lúxemborg og þeim tilkynnt að faðir þeirra hafi átt umtalsverða fjármuni í eignastýringu hjá bankanum, eða alls um fjóra milljarða. Væri bankinn því að deila peningunum niður í þrjú eignasöfn samkvæmt fyrirmælum föður þeirra en hvert eignasafn var í nafni eins þeirra.Vissu ekki af milljörðunum fjórum Í dómi héraðsdóms er haft eftir systkinunum þremur að þau hafi ekki haft hugmynd um þessa fjármuni sem faðir þeirra átti úti í Lúxemborg. Í kjölfarið á því að þau voru upplýst um féð hafi þau meðal annars leitað ráðlegginga hjá starfsfólki bankans varðandi hvernig færi ætti með málið þar sem búið var að gera upp dánarbúið. Þegar bankinn féll í október 2008 hafi hins vegar ekki legið fyrir hvernig fara ætti með féð en það var fryst í um níu mánuði í kjölfar hrunsins. Banque Havilland tók svo við eignum og starfsemi Kaupþings í Lúxemborg í júlí 2009. Skriður komst þá á málið og síðla árs 2009 hafi systkinunum verið tjáð af héraðsdómslögmanni að milljarðarnir fjórir teldust til dánarbús föður þeirra. Ráðlagði hann systkinunum að taka upp skipti búsins og leggja það fyrir skattayfirvöld til endurákvörðunar skatts hjá föður þeirra og dánarbúinu. Systkinin fóru að ráðum lögmannsins og viettu honum jafnframt umboð til að afla allra upplýsinga um viðbótareignir föður þeirra sem og að fara með málið til sýslumanns og skattstjóra. Þá hafi lögmanninum einnig verið falið, ásamt öðrum lögmanni, að upplýsa hálfbróðurinn um milljarðana fjóra sem komið hafi í ljós rúmum tveimur árum áður.Fékk 315 milljónir greiddar inn á bankareikning Erfðafjárskýrsla vegna fjárins var staðfest af sýslumanni í febrúar 2010. Þar kom fram að til skipta í dánarbúinu stæðu um 3,7 milljarðar eftir að skattar og gjöld höfðu verið greidd af upphaflegu fjárhæðinni. Hálfbróðirinn átti að fá rúmar 465 milljónir af þeirri upphæð, eða sem samsvarar 12,5 prósentum af fjárhæðinni í búinu. Í maí 2010 gerðu systkinin fjögur hins vegar með sér „samkomulag um skiptingu viðbótareigna dánarbúsins.“ Sagði meðal annars í samkomulaginu að aðilar væru „sammála um að ekki liggur fyrir hvað raunverulegt verðmæti skuldabréfaeignar og einingabréfa í fjárfestingasjóðum er miðað við innlausn svo fljótt sem auðið er eða hversu fljótt slík innlausn er möguleg. Að öllu framansögðu hafa undirritaðir erfingjar komist að samkomulagi um að við skiptin skuli greiða A [hálfbróðurnum] með afhendingu á innistæðubréfi í Banque de Havilland samtals að fjárhæð íslenskar krónur 315.000.000 inn á bankareikning sem hann tilnefnir í Banque de Havilland innan svo fljótt sem auðið er eftir undirritun samkomulags þessa.“ Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur töldu sannað að systkinin hefðu leynt hálfbróður sínum upplýsingum um milljarðana fjóra. Þvert á móti hefði komið fram í „framburði tveggja vitna sem höfðu veitt málsaðilum sérfræðilega aðstoð, meðal annars í samskiptum við skattyfirvöld og sýslumann í tengslum við framangreind atvik á árunum 2009 og 2010, væri sýnt að áfrýjandi hafi fyrir gerð samkomulagsins 2. maí 2010 haft fullnægjandi aðgang að upplýsingum um eignir dánarbús E, sem ekki komu til einkaskipta á árinu 2007, hvar þessar eignir hafi verið varðveittar eftir lát E og tilkall sitt til arfs af þeim.“ Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erfingi manns sem lést í maí 2007 fái ekki meiri eignir úr dánarbúi föður síns en hann hafði samið um við þrjú hálfsystkini sín í maí 2010. Var þar um að ræða samning um viðbótareignir föðurins sem komu í ljós mánuði eftir að dánarbú hans var gert upp. Um gríðarlega háa fjármuni var að ræða, eða um fjóra milljarða króna. Höfðaði maðurinn málið þar sem hann taldi systkini sín hafa leynt sig viðbótareignunum og skipt þeim á milli sín án hans aðkomu árið 2007.215 milljónir upphaflega í búinu Forsaga málsins er sú að maðurinn sem lést sat í óskiptu óbúi eftir að eiginkona hans dó árið 2002. Átti hann þrjú börn með henni og einn son fyrir. Eftir að faðir þeirra lést stóðu systkinin saman að beiðni um leyfi til einkaskipta á dánarbúinu og var það gert upp í ágúst 2007. Samkvæmt þeim gögnum var hrein eign búsins rúmlega 215 milljónir og fékk sonurinn sinn hluta af því samkvæmt erfðalögum, tæpar 27 milljónir króna. Mánuði síðar var haft samband við systkini hans af hálfu Kaupþings í Lúxemborg og þeim tilkynnt að faðir þeirra hafi átt umtalsverða fjármuni í eignastýringu hjá bankanum, eða alls um fjóra milljarða. Væri bankinn því að deila peningunum niður í þrjú eignasöfn samkvæmt fyrirmælum föður þeirra en hvert eignasafn var í nafni eins þeirra.Vissu ekki af milljörðunum fjórum Í dómi héraðsdóms er haft eftir systkinunum þremur að þau hafi ekki haft hugmynd um þessa fjármuni sem faðir þeirra átti úti í Lúxemborg. Í kjölfarið á því að þau voru upplýst um féð hafi þau meðal annars leitað ráðlegginga hjá starfsfólki bankans varðandi hvernig færi ætti með málið þar sem búið var að gera upp dánarbúið. Þegar bankinn féll í október 2008 hafi hins vegar ekki legið fyrir hvernig fara ætti með féð en það var fryst í um níu mánuði í kjölfar hrunsins. Banque Havilland tók svo við eignum og starfsemi Kaupþings í Lúxemborg í júlí 2009. Skriður komst þá á málið og síðla árs 2009 hafi systkinunum verið tjáð af héraðsdómslögmanni að milljarðarnir fjórir teldust til dánarbús föður þeirra. Ráðlagði hann systkinunum að taka upp skipti búsins og leggja það fyrir skattayfirvöld til endurákvörðunar skatts hjá föður þeirra og dánarbúinu. Systkinin fóru að ráðum lögmannsins og viettu honum jafnframt umboð til að afla allra upplýsinga um viðbótareignir föður þeirra sem og að fara með málið til sýslumanns og skattstjóra. Þá hafi lögmanninum einnig verið falið, ásamt öðrum lögmanni, að upplýsa hálfbróðurinn um milljarðana fjóra sem komið hafi í ljós rúmum tveimur árum áður.Fékk 315 milljónir greiddar inn á bankareikning Erfðafjárskýrsla vegna fjárins var staðfest af sýslumanni í febrúar 2010. Þar kom fram að til skipta í dánarbúinu stæðu um 3,7 milljarðar eftir að skattar og gjöld höfðu verið greidd af upphaflegu fjárhæðinni. Hálfbróðirinn átti að fá rúmar 465 milljónir af þeirri upphæð, eða sem samsvarar 12,5 prósentum af fjárhæðinni í búinu. Í maí 2010 gerðu systkinin fjögur hins vegar með sér „samkomulag um skiptingu viðbótareigna dánarbúsins.“ Sagði meðal annars í samkomulaginu að aðilar væru „sammála um að ekki liggur fyrir hvað raunverulegt verðmæti skuldabréfaeignar og einingabréfa í fjárfestingasjóðum er miðað við innlausn svo fljótt sem auðið er eða hversu fljótt slík innlausn er möguleg. Að öllu framansögðu hafa undirritaðir erfingjar komist að samkomulagi um að við skiptin skuli greiða A [hálfbróðurnum] með afhendingu á innistæðubréfi í Banque de Havilland samtals að fjárhæð íslenskar krónur 315.000.000 inn á bankareikning sem hann tilnefnir í Banque de Havilland innan svo fljótt sem auðið er eftir undirritun samkomulags þessa.“ Hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur töldu sannað að systkinin hefðu leynt hálfbróður sínum upplýsingum um milljarðana fjóra. Þvert á móti hefði komið fram í „framburði tveggja vitna sem höfðu veitt málsaðilum sérfræðilega aðstoð, meðal annars í samskiptum við skattyfirvöld og sýslumann í tengslum við framangreind atvik á árunum 2009 og 2010, væri sýnt að áfrýjandi hafi fyrir gerð samkomulagsins 2. maí 2010 haft fullnægjandi aðgang að upplýsingum um eignir dánarbús E, sem ekki komu til einkaskipta á árinu 2007, hvar þessar eignir hafi verið varðveittar eftir lát E og tilkall sitt til arfs af þeim.“ Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“