Þurfum að setja upp kynjagleraugun Sæunn Gísladóttir skrifar 23. september 2015 10:00 Dr. Diane Elson hefur rannsakað kynjaðar fjárhags- og starfsáætlanir í fjölda ára. Fréttablaðið/GVA Með kynjaðri fjárhagsáætlun er gengið úr skugga um að almenningsfjárhag sé betur varið. Þetta fullyrti Dr. Diane Elson á málþingi Reykjavíkurborgar um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun á föstudaginn. Reykjavíkurborg hóf innleiðingu á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun árið 2011, og er Elson einn fremsti sérfræðingurinn á þessu sviði. Kynjuð fjárhagsáætlun (e. gender budgeting) felur það í sér að setja upp kynjagleraugun og rýna í hvernig borg eða ríki verja almenningsfjármunum. Þá er litið á það hvort ríkið verji og safni fé á þann hátt að draga úr, eða auka jafnrétti kynjanna, eða hvort kynjajafnrétti haldist óbreytt. Kynjaðar fjárhagsáætlanir voru fyrst kynntar í lok síðustu aldar og hefur Elson rannsakað þær í fjölmörgum löndum. Hún hefur sérstaklega skoðað niðurskurð með kynjagleraugunum. Í Basel í Sviss leiddi niðurskurður á daggæslu barna til dæmis til þess að konur, frekar en karlar, þurftu að verja meiri tíma í ólaunaðri vinnu við að gæta barnanna sinna. „Mikilvægt er að líta ekki einungis á kostnaðinn sem ríkið eða borgin geti sparað sér í niðurskurði, heldur einnig á hver ytri áhrifin eru,“ segir Elson. Ef konur þurfa þá að verja meiri tíma heima og minni tíma í vinnu geta þær lækkað í launum og skatttekjur lækka þá í kjölfarið. Í samtali við Markaðinn segist Elson telja að þörf sé á kynjuðum fjárhagsáætlunum á Norðurlöndunum þrátt fyrir að löndin séu langt komin á sviði jafnréttismála. Hún bendir á ofbeldi gegn konum og meiri ábyrgð kvenna á heimilinu sem dæmi um það að enn þá sé verk fyrir höndum. „Oft er sagt um Norðurlöndin að konur ráða opinbera geiranum, en karlar einkageiranum,“ segir Elson. Elson segist hafa upplifað vaxandi áhuga á kynjuðum fjárhagsáætlunum undanfarin ár, hins vegar skipti lykilmáli hversu alvarlega stjórnvöld kjósa að beita aðferðinni. Spurð hvort mikilvægt sé ekki einnig að horfa á fjárhagsáætlanir með hliðsjón af öðrum minnihlutahópum segir Elson að það skipti vissulega máli. Hins vegar séu kynjagleraugun þau einu sem sýna vandamálið með ólaunaðri vinnu heima fyrir og einnig hver innan heimilisins hljóti þjónustu og bætur. Aðspurð segir Elson vinstristjórnir ekki endilega hafa meiri áhuga á kynjuðum fjárhagsáætlunum, hins vegar framfylgi þær þeim öðruvísi en hægristjórnir. Hún telur að fram að þessu hafi mikill árangur áunnist á sviðinu á Íslandi. saeunn@frettabladid.is Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Með kynjaðri fjárhagsáætlun er gengið úr skugga um að almenningsfjárhag sé betur varið. Þetta fullyrti Dr. Diane Elson á málþingi Reykjavíkurborgar um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun á föstudaginn. Reykjavíkurborg hóf innleiðingu á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun árið 2011, og er Elson einn fremsti sérfræðingurinn á þessu sviði. Kynjuð fjárhagsáætlun (e. gender budgeting) felur það í sér að setja upp kynjagleraugun og rýna í hvernig borg eða ríki verja almenningsfjármunum. Þá er litið á það hvort ríkið verji og safni fé á þann hátt að draga úr, eða auka jafnrétti kynjanna, eða hvort kynjajafnrétti haldist óbreytt. Kynjaðar fjárhagsáætlanir voru fyrst kynntar í lok síðustu aldar og hefur Elson rannsakað þær í fjölmörgum löndum. Hún hefur sérstaklega skoðað niðurskurð með kynjagleraugunum. Í Basel í Sviss leiddi niðurskurður á daggæslu barna til dæmis til þess að konur, frekar en karlar, þurftu að verja meiri tíma í ólaunaðri vinnu við að gæta barnanna sinna. „Mikilvægt er að líta ekki einungis á kostnaðinn sem ríkið eða borgin geti sparað sér í niðurskurði, heldur einnig á hver ytri áhrifin eru,“ segir Elson. Ef konur þurfa þá að verja meiri tíma heima og minni tíma í vinnu geta þær lækkað í launum og skatttekjur lækka þá í kjölfarið. Í samtali við Markaðinn segist Elson telja að þörf sé á kynjuðum fjárhagsáætlunum á Norðurlöndunum þrátt fyrir að löndin séu langt komin á sviði jafnréttismála. Hún bendir á ofbeldi gegn konum og meiri ábyrgð kvenna á heimilinu sem dæmi um það að enn þá sé verk fyrir höndum. „Oft er sagt um Norðurlöndin að konur ráða opinbera geiranum, en karlar einkageiranum,“ segir Elson. Elson segist hafa upplifað vaxandi áhuga á kynjuðum fjárhagsáætlunum undanfarin ár, hins vegar skipti lykilmáli hversu alvarlega stjórnvöld kjósa að beita aðferðinni. Spurð hvort mikilvægt sé ekki einnig að horfa á fjárhagsáætlanir með hliðsjón af öðrum minnihlutahópum segir Elson að það skipti vissulega máli. Hins vegar séu kynjagleraugun þau einu sem sýna vandamálið með ólaunaðri vinnu heima fyrir og einnig hver innan heimilisins hljóti þjónustu og bætur. Aðspurð segir Elson vinstristjórnir ekki endilega hafa meiri áhuga á kynjuðum fjárhagsáætlunum, hins vegar framfylgi þær þeim öðruvísi en hægristjórnir. Hún telur að fram að þessu hafi mikill árangur áunnist á sviðinu á Íslandi. saeunn@frettabladid.is
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira