Dapurleg viðbrögð við ályktun borgarstjórnar Einar Ólafsson skrifar 23. september 2015 13:21 Viðbrögð við ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um bann við viðskipti við Ísrael eru athyglisverð og því miður dapurleg. Mannréttindabrot Ísraels gagnvart Palestínumönnum eru geigvænleg: síendurteknar mannskæðar loftárásir á Gaza, aðskilnaðarmúrinn mikli, sífelld truflun á daglegu lífi Palestínumanna, eyðilegging ólífutrjáa hjá palestínskum ólífubændum og landrán í hinum svokölluðu landnemabyggðum, svo fátt eitt sé nefnt. Að mörgu leyti má líkja stefnu ísraelskra stjórnvalda við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku á sínum tíma, apartheid-stefnuna. En auk mannréttindabrota innan Ísraelsríkis koma árásir og áreiti yfir landamærin, yfir á sjálfstæð landsvæði Palestínumanna. Efnahagsþvinganir og viðskiptabönn eru umdeildar aðferðir gagnvart yfirgangi ríkja eða mannréttindabrotum innan ríkja, bæði hvað varðar gagnsemi þeirra og réttlætingu að öðru leyti. Á árunum 1990 til 2003 var í gildi viðskiptabann að frumkvæði Bandaríkjanna gagnvart Írak. Ástæða þess var mjög umdeilanleg en það má vera nokkuð ljóst að gagnsemi þess var mjög lítil. Írak var ekki lýðræðisríki og valdamenn þar létu sér í léttu rúmi liggja þótt viðskiptabannið bitnaði á almenningi, sjálfir voru þeir meira og minna tryggir gagnvart afleiðingum þess. Þetta viðskiptabann kom mjög þungt niður á almenningi í Írak sem átti sér enga möguleika að bregðast við því með því t.d. að knýja stjórnvöld heima fyrir til stefnubreytingar. Ég veit ekki hvort einhver af þeim sem nú gagnrýna ákvörðum borgarstjórnar Reykjavíkur hvað harðast talaði gegn því viðskiptabanni á sínum tíma. Kannski einhverjir, en ábyggilega ekki margir. Ísland tekur þátt í þvingunum gagnvart Rússlandi vegna afstöðu Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskagans. Þær aðgerðir eru réttlættar með innlimun Krímskagans, það sé fáheyrt að ríki innlimi hluta af öðru ríki og við því verði að bregðast. Íslensk stjórnvöld taka einarðlega þátt í þessum aðgerðum þótt það stórskaði viðskiptahagsmuni Íslands. En á meðan er litið fram hjá því, að eftir að Ísrael var stofnað árið 1948, með því að taka undir það hátt í helming þess lands sem hafði tilheyrt Palestínumönnum, hefur Ísrael lagt undir sig um helming þess lands sem Palestínumönnum var þá látið eftir, hernumið mikinn hluta þess lands sem þá var eftir og heldur enn áfram að leggja undir sig land Palestínumanna með landnemabyggðunum í trássi við alþjóðalög. Enn eru um 5 milljónir af 8 milljónum Palestínumanna flóttamenn sem hafa samkvæmt alþjóðalögum fullan rétt til að snúa aftur til heimkynna sinna. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur vill bregðast við þessu með því að sniðganga ísraelskar vörur rjúka menn upp og tala hátt um þann skaða sem þessi ákvörðun borgarstjórnar valdi íslenskum hagsmunum. Gagnsemi efnahagsþvingananna gagnvart Rússlandi er ekki síður umdeilanleg en gagnsemi annarra slíkra aðgerða. En líklega er besta dæmið um gagnsemi slíkra þvingana þær sem beitt var gagnvart Suður-Afríku á sínum tíma til að uppræta apartheid-stefnuna. Þessar aðgerðir voru reyndar mjög víðtækar, þær voru bæði efnahagslegar og á sviði samskipta, svo sem menningarlegra og varðandi íþróttakeppnir. Að þeim stóðu Sameinuðu þjóðirnar, einstök ríki, þ.á.m. Bandaríkin, og ýmis félagasamtök á sviði menningar og íþrótta. Ísrael er að mörgu leyti sambærilegt við Suður-Afríku þess tíma. Ríkið er lýðræðisríki gagnvart þeim hluta íbúa sem ekki er kúgaður og bæði stjórnvöld og þjóðin telja sig í hópi vestrænna samfélaga. Vegna þessa eðlis Suður-Afríku virkaði viðskipta- og samskiptabannið á sínum tíma og þess vegna má ætla að samsvarandi aðgerðir gagnvart Ísrael gætu virkað. Vestræn ríki eru hins vegar treg til að hafa frumkvæði að þeim og þess vegna er mikilvægt að almenningur, félagasamtök og t.d. sveitarstjórnir taki frumkvæðið. Það má auðvitað deila um gagnsemi aðgerða á borð við þær sem borgarstjórn ákvað með samþykkt sinni. En hin neikvæð viðbrögð sýna í flestum tilvikum dapurlegan tvískinnung og afneitun gagnvart þeirri alvöru sem felst í þeim mannréttindabrotum og stríðsglæpum sem ísraelsk stjórnvöld hafa stundað áratugum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um bann við viðskipti við Ísrael eru athyglisverð og því miður dapurleg. Mannréttindabrot Ísraels gagnvart Palestínumönnum eru geigvænleg: síendurteknar mannskæðar loftárásir á Gaza, aðskilnaðarmúrinn mikli, sífelld truflun á daglegu lífi Palestínumanna, eyðilegging ólífutrjáa hjá palestínskum ólífubændum og landrán í hinum svokölluðu landnemabyggðum, svo fátt eitt sé nefnt. Að mörgu leyti má líkja stefnu ísraelskra stjórnvalda við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku á sínum tíma, apartheid-stefnuna. En auk mannréttindabrota innan Ísraelsríkis koma árásir og áreiti yfir landamærin, yfir á sjálfstæð landsvæði Palestínumanna. Efnahagsþvinganir og viðskiptabönn eru umdeildar aðferðir gagnvart yfirgangi ríkja eða mannréttindabrotum innan ríkja, bæði hvað varðar gagnsemi þeirra og réttlætingu að öðru leyti. Á árunum 1990 til 2003 var í gildi viðskiptabann að frumkvæði Bandaríkjanna gagnvart Írak. Ástæða þess var mjög umdeilanleg en það má vera nokkuð ljóst að gagnsemi þess var mjög lítil. Írak var ekki lýðræðisríki og valdamenn þar létu sér í léttu rúmi liggja þótt viðskiptabannið bitnaði á almenningi, sjálfir voru þeir meira og minna tryggir gagnvart afleiðingum þess. Þetta viðskiptabann kom mjög þungt niður á almenningi í Írak sem átti sér enga möguleika að bregðast við því með því t.d. að knýja stjórnvöld heima fyrir til stefnubreytingar. Ég veit ekki hvort einhver af þeim sem nú gagnrýna ákvörðum borgarstjórnar Reykjavíkur hvað harðast talaði gegn því viðskiptabanni á sínum tíma. Kannski einhverjir, en ábyggilega ekki margir. Ísland tekur þátt í þvingunum gagnvart Rússlandi vegna afstöðu Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskagans. Þær aðgerðir eru réttlættar með innlimun Krímskagans, það sé fáheyrt að ríki innlimi hluta af öðru ríki og við því verði að bregðast. Íslensk stjórnvöld taka einarðlega þátt í þessum aðgerðum þótt það stórskaði viðskiptahagsmuni Íslands. En á meðan er litið fram hjá því, að eftir að Ísrael var stofnað árið 1948, með því að taka undir það hátt í helming þess lands sem hafði tilheyrt Palestínumönnum, hefur Ísrael lagt undir sig um helming þess lands sem Palestínumönnum var þá látið eftir, hernumið mikinn hluta þess lands sem þá var eftir og heldur enn áfram að leggja undir sig land Palestínumanna með landnemabyggðunum í trássi við alþjóðalög. Enn eru um 5 milljónir af 8 milljónum Palestínumanna flóttamenn sem hafa samkvæmt alþjóðalögum fullan rétt til að snúa aftur til heimkynna sinna. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur vill bregðast við þessu með því að sniðganga ísraelskar vörur rjúka menn upp og tala hátt um þann skaða sem þessi ákvörðun borgarstjórnar valdi íslenskum hagsmunum. Gagnsemi efnahagsþvingananna gagnvart Rússlandi er ekki síður umdeilanleg en gagnsemi annarra slíkra aðgerða. En líklega er besta dæmið um gagnsemi slíkra þvingana þær sem beitt var gagnvart Suður-Afríku á sínum tíma til að uppræta apartheid-stefnuna. Þessar aðgerðir voru reyndar mjög víðtækar, þær voru bæði efnahagslegar og á sviði samskipta, svo sem menningarlegra og varðandi íþróttakeppnir. Að þeim stóðu Sameinuðu þjóðirnar, einstök ríki, þ.á.m. Bandaríkin, og ýmis félagasamtök á sviði menningar og íþrótta. Ísrael er að mörgu leyti sambærilegt við Suður-Afríku þess tíma. Ríkið er lýðræðisríki gagnvart þeim hluta íbúa sem ekki er kúgaður og bæði stjórnvöld og þjóðin telja sig í hópi vestrænna samfélaga. Vegna þessa eðlis Suður-Afríku virkaði viðskipta- og samskiptabannið á sínum tíma og þess vegna má ætla að samsvarandi aðgerðir gagnvart Ísrael gætu virkað. Vestræn ríki eru hins vegar treg til að hafa frumkvæði að þeim og þess vegna er mikilvægt að almenningur, félagasamtök og t.d. sveitarstjórnir taki frumkvæðið. Það má auðvitað deila um gagnsemi aðgerða á borð við þær sem borgarstjórn ákvað með samþykkt sinni. En hin neikvæð viðbrögð sýna í flestum tilvikum dapurlegan tvískinnung og afneitun gagnvart þeirri alvöru sem felst í þeim mannréttindabrotum og stríðsglæpum sem ísraelsk stjórnvöld hafa stundað áratugum saman.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun