Fara aldraðir í mál við ríkið? Björgvin GuðmundssoN skrifar 25. september 2015 00:00 Aldraðir eru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda í kjaramálum þeirra. Og þá sjaldan eitthvað er gert í lífeyrismálum þeirra er það skorið við nögl og þannig undirstrikað rækilega, að stjórnvöld líti á aldraða sem annars flokks borgara, sem megi sitja á hakanum! Af þessum sökum hafa eldri borgarar hugleitt nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Hugsanleg málsókn gegn ríkinu hefur verið rædd í því sambandi.Verið að brjóta stjórnarskrána? Í 76. grein stjórnarskrárinnar segir, að ríkið eigi að veita öldruðum aðstoð, ef þörf er á. Þetta ákvæði hefur verið túlkað svo í réttarsölunum, að þeir, sem þurfi aðstoð ríkisins til framfærslu, eigi að fá aðstoð, sem geri þeim kleift að taka eðlilegan þátt í samfélaginu. Heyrnarlausa stúlkan, Snædís Hjartardóttir, sem ekki fékk tilskilda túlkaþjónustu, gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess að hún fékk ekki þessa þjónustu. Menntamálaráðherra sagðist ekki hafa peninga en sú mótbára dugði ekki í réttarsalnum. Stjórnarskráin er ofar fjárlögum. Stúlkan hafði stjórnarskrárvarinn rétt til túlkaþjónustu og þess vegna vann hún málið. Ég hef trú á því, að það sé einnig talinn stjórnarskrárvarinn réttur eldri borgara að fá nægilegan lífeyri frá almannatryggingum til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis lífeyri frá TR, geta það ekki í dag. Lífeyrir almannatrygginga dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum þeirra. Sumir eldri borgarar, sem hafa minnst frá almannatryggingum, hafa ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Slík meðferð á eldri borgurum stenst ekki fyrir lögum og stjórnarskrá. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgurum.192 þúsund á mánuði! Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá TR, hefur ekki nema 192 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn mannsæmandi lífi af svo lágri upphæð í dag miðað við mikinn húsnæðiskostnað. Það er ekki aðeins, að þeir geti ekki veitt sér neitt heldur hafa þeir ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir sem eru í þessari stöðu geta ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Það er kominn tími til að við breytum þessu. Við þurfum að veita þessum þegnum þjóðfélagsins viðunandi lífskjör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Aldraðir eru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi stjórnvalda í kjaramálum þeirra. Og þá sjaldan eitthvað er gert í lífeyrismálum þeirra er það skorið við nögl og þannig undirstrikað rækilega, að stjórnvöld líti á aldraða sem annars flokks borgara, sem megi sitja á hakanum! Af þessum sökum hafa eldri borgarar hugleitt nýjar leiðir í kjarabaráttunni. Hugsanleg málsókn gegn ríkinu hefur verið rædd í því sambandi.Verið að brjóta stjórnarskrána? Í 76. grein stjórnarskrárinnar segir, að ríkið eigi að veita öldruðum aðstoð, ef þörf er á. Þetta ákvæði hefur verið túlkað svo í réttarsölunum, að þeir, sem þurfi aðstoð ríkisins til framfærslu, eigi að fá aðstoð, sem geri þeim kleift að taka eðlilegan þátt í samfélaginu. Heyrnarlausa stúlkan, Snædís Hjartardóttir, sem ekki fékk tilskilda túlkaþjónustu, gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess að hún fékk ekki þessa þjónustu. Menntamálaráðherra sagðist ekki hafa peninga en sú mótbára dugði ekki í réttarsalnum. Stjórnarskráin er ofar fjárlögum. Stúlkan hafði stjórnarskrárvarinn rétt til túlkaþjónustu og þess vegna vann hún málið. Ég hef trú á því, að það sé einnig talinn stjórnarskrárvarinn réttur eldri borgara að fá nægilegan lífeyri frá almannatryggingum til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis lífeyri frá TR, geta það ekki í dag. Lífeyrir almannatrygginga dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum þeirra. Sumir eldri borgarar, sem hafa minnst frá almannatryggingum, hafa ekki fyrir mat síðustu daga mánaðarins. Slík meðferð á eldri borgurum stenst ekki fyrir lögum og stjórnarskrá. Það er verið að brjóta mannréttindi á þessum eldri borgurum.192 þúsund á mánuði! Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá TR, hefur ekki nema 192 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það lifir enginn mannsæmandi lífi af svo lágri upphæð í dag miðað við mikinn húsnæðiskostnað. Það er ekki aðeins, að þeir geti ekki veitt sér neitt heldur hafa þeir ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Þeir sem eru í þessari stöðu geta ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Það er kominn tími til að við breytum þessu. Við þurfum að veita þessum þegnum þjóðfélagsins viðunandi lífskjör.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun