Viðskipti innlent

Kristján kveður Landsbankann

Jakob Bjarnar skrifar
Kristján Kristjánsson. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá honum á vinnumarkaði.
Kristján Kristjánsson. Ekki liggur fyrir hvað tekur við hjá honum á vinnumarkaði.
Kristján Kristjánsson fyrrum upplýsingafulltrúi Landsbankans hefur látið af störfum og nú þegar.

„Þetta er búinn að vera spennandi tími og lærómsríkur frá haustinu 2009, en líka mjög erfiður á margan hátt,“ segir Kristján í samtali við Vísi.

„Ég ætlaði mér upphaflega að stoppa stutt en það teygðist úr því. Allt á sinn tíma og mér fannst þetta orðið gott og var tilbúinn að leita á önnur mið. Ég kveð bankann sáttur og reynslunni ríkari.“

Kristján segir ekkert fyrirliggjandi um hvað tekur við hjá sér. „Það er ekki ákveðið enn, ég ætla að draga andann til að byrja með og sinna börnum og búi en fara svo út á akurinn og leita að tækifærum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×