Viðskipti innlent

Lyfja tvöfaldaði hagnað sinn

Sæunn Gísladóttir skrifar
Lyfja er í eigu Haf-Funding og Glitnis.
Lyfja er í eigu Haf-Funding og Glitnis. Vísir/GVA
Hagnaður af rekstri samstæðu Lyfju hf nam 293 milljónum króna árið 2014. Hagnaðurinn rúmlega tvöfaldaðist milli ára, en hann nam 127 milljónum króna árið 2013. Eigið fé í lok ársins nam 2,6 milljörðum króna og hækkaði um tæpar 300 milljónir milli ára. Ekki verður greiddur út arður til hluthafa á árinu 2015.

Hlutafé félagsins nam 250 milljónum króna í lok ársins og var það allt eigu tveggja aðila. Í árslok átti Haf-Funding 85% eignarhlut en Glitnir 15% eignarhlut.

Rekstrartekjur á árinu námu 8,4 milljörðum dollara og hækkuðu um 200 milljónir milli ára. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða nam 667 milljónum króna árið 2014.

Eignir félagsins í árslok námu 5,9 milljörðum króna og jukust um rúmar 100 milljónir milli ára. Handbært fé í árslok nam 192,5 milljónum króna og hækkaði um 155 milljónir króna milli ára.

Laun tveggja framkvæmdastjóra í samstæðunni og stjórnar móðurfélagsins námu 53 milljónum króna á árinu. Laun og launatengd gjöld námu samtals 1,45 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×