Annie Mist og Hafþór Júlíus í skyrveislu í Finnlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2015 16:30 Annie Mist og Hafþór Júlíus bregða á leik. Heljarinnar skyrhátíð var haldin á lítilli eyju utan við Helsinki í Finnlandi um helgina. Fékk eyjan tímabundið nafnið Skyr Islandi, með vísun til skyrs og Íslands, en því var fagnað að sala skyrs hefur margfaldast þar í landi á undanförnum árum. Að því er segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni er nú meiri sala á skyri í Finnlandi en hér á Íslandi. Útflutningur MS á skyri til Finnlands hófst með ferðalagi ungs manns að nafni Miikka Eskola til Íslands fyrir tæpum fimm árum síðan. Hann kolféll víst fyrir íslenska skyrinu og í framhaldinu hóf MS samstarf og útflutning á skyrinu til Finnlands. „Nú er svo komið að eftirspurnin er mun meiri en framboðið þar sem framleiðslugetan annar vart eftirspurn en skyrið fyrir finnska markaðinn er bæði framleitt hér á Íslandi og hjá Thise-mjólkurbúinu í Danmörku fyrir MS.“ Í tilkynningunni frá MS segir að þegar hugmyndin um skyrhátíð hafi kviknað hafi skipuleggjendur ólmir viljað gefa gestum sínum meira en skyr að borða og því var sú nýstárlega leið farin að flytja Ísland til Finnlands yfir eina helgi með öllu tilheyrandi. Fjölmargir íslenskir listamenn lögðu leið sína til eyjunnar af þessu tilefni og lögðu sitt af mörkum til að gera upplifun gestanna sem besta.Að neðan má sjá myndband frá hátíðinni um helgina þar sem þau Annie Mist og Hafþór Júlíus bregða á leik. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og tvöfaldur heimsmeistari í Crossift, Annie Mist Þórisdóttir tóku á móti gestum íklædd íslenskum lopapeysum. Hafði Annie á orði að hún hefði lengi velt fyrir sér hvort íslenska skyrið væri ekki tilvalið til útflutnings. Var öllum boðið upp á skyr, boozt, íslenska fiskisúpu og pylsur. Hljómsveitirnar Sísý Ey, Víó og Retro Stefson spiluðu fyrir gesti ásamt DJ Margeiri og matreiðslumeistarinn Siggi Hall mætti jafnframt og töfraði fram rétti úr íslensku hráefni á sérstökum hátíðarkvöldverði sem fram fór á laugardagskvöldinu. Finnskir gestir hátíðarinnar ku hafa verið mjög ánægðir með hátíðina og virðist sem ekki aðeins íslenskt skyr fari vel ofan í Finna, heldur líka íslensk tónlist og íslenskur matur.Að neðan má sjá skemmtilega mynd sem DJ Margeir birti af íslensku skemmtikröftunum í góðum gír um helgina.Allt eðlilegt hér.Posted by Margeir Steinar Ingólfsson on Friday, September 25, 2015 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Heljarinnar skyrhátíð var haldin á lítilli eyju utan við Helsinki í Finnlandi um helgina. Fékk eyjan tímabundið nafnið Skyr Islandi, með vísun til skyrs og Íslands, en því var fagnað að sala skyrs hefur margfaldast þar í landi á undanförnum árum. Að því er segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni er nú meiri sala á skyri í Finnlandi en hér á Íslandi. Útflutningur MS á skyri til Finnlands hófst með ferðalagi ungs manns að nafni Miikka Eskola til Íslands fyrir tæpum fimm árum síðan. Hann kolféll víst fyrir íslenska skyrinu og í framhaldinu hóf MS samstarf og útflutning á skyrinu til Finnlands. „Nú er svo komið að eftirspurnin er mun meiri en framboðið þar sem framleiðslugetan annar vart eftirspurn en skyrið fyrir finnska markaðinn er bæði framleitt hér á Íslandi og hjá Thise-mjólkurbúinu í Danmörku fyrir MS.“ Í tilkynningunni frá MS segir að þegar hugmyndin um skyrhátíð hafi kviknað hafi skipuleggjendur ólmir viljað gefa gestum sínum meira en skyr að borða og því var sú nýstárlega leið farin að flytja Ísland til Finnlands yfir eina helgi með öllu tilheyrandi. Fjölmargir íslenskir listamenn lögðu leið sína til eyjunnar af þessu tilefni og lögðu sitt af mörkum til að gera upplifun gestanna sem besta.Að neðan má sjá myndband frá hátíðinni um helgina þar sem þau Annie Mist og Hafþór Júlíus bregða á leik. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og tvöfaldur heimsmeistari í Crossift, Annie Mist Þórisdóttir tóku á móti gestum íklædd íslenskum lopapeysum. Hafði Annie á orði að hún hefði lengi velt fyrir sér hvort íslenska skyrið væri ekki tilvalið til útflutnings. Var öllum boðið upp á skyr, boozt, íslenska fiskisúpu og pylsur. Hljómsveitirnar Sísý Ey, Víó og Retro Stefson spiluðu fyrir gesti ásamt DJ Margeiri og matreiðslumeistarinn Siggi Hall mætti jafnframt og töfraði fram rétti úr íslensku hráefni á sérstökum hátíðarkvöldverði sem fram fór á laugardagskvöldinu. Finnskir gestir hátíðarinnar ku hafa verið mjög ánægðir með hátíðina og virðist sem ekki aðeins íslenskt skyr fari vel ofan í Finna, heldur líka íslensk tónlist og íslenskur matur.Að neðan má sjá skemmtilega mynd sem DJ Margeir birti af íslensku skemmtikröftunum í góðum gír um helgina.Allt eðlilegt hér.Posted by Margeir Steinar Ingólfsson on Friday, September 25, 2015
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira