SVÞ segir vinnubrögð verðlagseftirlits ASÍ ekki boðleg Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2015 11:06 SVÞ segir að ASÍ hafi ekki hirt um að gera grein fyrir ástæðum sem liggja að baki því að verð á einstökum vörum kunni að hafa hækkað. Vísir/ANton Samtök verslunar og þjónustu segir að með könnun sem greint var frá í gær hafi verðlagseftirlit ASÍ enn á ný orðið uppvíst að vinnubrögðum sem „vart geta talist boðleg“.Í könnun ASÍ var greint frá því að vörukarfan hefði hækkað í verði í öllum verslunum nema einni frá því í júní. Í yfirlýsingu frá SVÞ segir hins vegar að ekki hafi verið hirt um að gera grein fyrir ástæðum sem liggja að baki því að verð á einstökum vörum kunni að hafa hækkað. „Eins og verðlagseftirliti ASÍ er fullkunnugt um tók verðlagsnefnd búvara þá ákvörðun í júlí s.l. að hækka verð á mjólk og mjólkurafurðum um 3,58% og að hækka smjör sérstaklega um hvorki meira né minna en um 11,6%. Samtök verslunar og þjónustu mótmæltu þessari ákvörðun kröftuglega og bentu á að hún kæmi á afar óheppilegum tíma í kjölfar erfiðra kjarasamninga, sem eins og öllum væri ljóst, hefðu það að markmiði að færa launafólki í landinu verulega kaupmáttaraukningu. Forsendan fyrir því að það markmið næðist væri að unnt væri að halda aftur af hækkunum á vöru og þjónustu. ASÍ og aðrir málsvarar launafólks sendu að vísu frá sér mótmæli vegna ákvörðunar verðlagsnefndar búvara. Þau mótmæli hefðu að ósekju mátt vera kröftugri, þar sem ákvörðunin beindist fyrst og fremst gegn hagsmunum hins almenna félagsmanns í verkalýðshreyfingunni. Það þarf því ekki að koma ASÍ eða öðrum á óvart að sú ákvörðun sem verðlagsnefnd búvara tók í júlí, endurspeglist í verði mjólkur og mjólkurvara. Það ber hins vegar ekki vott um fagleg vinnubrögð af hálfu verðlagseftirlits ASÍ að minnast ekki einu orði á það hvaða orsakir liggi þar að baki. Á meðan verðlagseftirlitið heldur áfram að stunda vinnubrögð sem þessi heldur trúverðugleiki þess áfram að minnka. Almenningur hlýtur að vilja heyra allan sannleikann,“ segir í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Vörukarfa ASÍ hækkar í verði í ellefu af tólf verslunum Mesta hækkunin á tímabilinu er hjá Krónunni, Bónus og Kaupfélagi Skagfirðinga, en karfan lækkaði aðeins í verði hjá Víði. 28. september 2015 11:59 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu segir að með könnun sem greint var frá í gær hafi verðlagseftirlit ASÍ enn á ný orðið uppvíst að vinnubrögðum sem „vart geta talist boðleg“.Í könnun ASÍ var greint frá því að vörukarfan hefði hækkað í verði í öllum verslunum nema einni frá því í júní. Í yfirlýsingu frá SVÞ segir hins vegar að ekki hafi verið hirt um að gera grein fyrir ástæðum sem liggja að baki því að verð á einstökum vörum kunni að hafa hækkað. „Eins og verðlagseftirliti ASÍ er fullkunnugt um tók verðlagsnefnd búvara þá ákvörðun í júlí s.l. að hækka verð á mjólk og mjólkurafurðum um 3,58% og að hækka smjör sérstaklega um hvorki meira né minna en um 11,6%. Samtök verslunar og þjónustu mótmæltu þessari ákvörðun kröftuglega og bentu á að hún kæmi á afar óheppilegum tíma í kjölfar erfiðra kjarasamninga, sem eins og öllum væri ljóst, hefðu það að markmiði að færa launafólki í landinu verulega kaupmáttaraukningu. Forsendan fyrir því að það markmið næðist væri að unnt væri að halda aftur af hækkunum á vöru og þjónustu. ASÍ og aðrir málsvarar launafólks sendu að vísu frá sér mótmæli vegna ákvörðunar verðlagsnefndar búvara. Þau mótmæli hefðu að ósekju mátt vera kröftugri, þar sem ákvörðunin beindist fyrst og fremst gegn hagsmunum hins almenna félagsmanns í verkalýðshreyfingunni. Það þarf því ekki að koma ASÍ eða öðrum á óvart að sú ákvörðun sem verðlagsnefnd búvara tók í júlí, endurspeglist í verði mjólkur og mjólkurvara. Það ber hins vegar ekki vott um fagleg vinnubrögð af hálfu verðlagseftirlits ASÍ að minnast ekki einu orði á það hvaða orsakir liggi þar að baki. Á meðan verðlagseftirlitið heldur áfram að stunda vinnubrögð sem þessi heldur trúverðugleiki þess áfram að minnka. Almenningur hlýtur að vilja heyra allan sannleikann,“ segir í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Vörukarfa ASÍ hækkar í verði í ellefu af tólf verslunum Mesta hækkunin á tímabilinu er hjá Krónunni, Bónus og Kaupfélagi Skagfirðinga, en karfan lækkaði aðeins í verði hjá Víði. 28. september 2015 11:59 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Vörukarfa ASÍ hækkar í verði í ellefu af tólf verslunum Mesta hækkunin á tímabilinu er hjá Krónunni, Bónus og Kaupfélagi Skagfirðinga, en karfan lækkaði aðeins í verði hjá Víði. 28. september 2015 11:59