Viðskipti innlent

Festi hagnaðist um rúman milljarð

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jón Björnsson er forstjóri Festi.
Jón Björnsson er forstjóri Festi. Vísir/Festi
Hagnaður Festis fyrir fjárhagsárið 1. Janúar 2014 til 28. Febrúar 2015 nam rúmum milljarði króna. Hagnaður fyrir skatta nam 1,26 milljörðum króna. Eignir samstæðunnar námu 33,4 milljörðum króna, bókfært eigið fé 9,8 milljörðum og eiginfjárhlutfall var 29% í lok fjárhagsársins.

Festi á meðal annars Elko og Kaupás, sem rekur verslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns og Kjarvals. Hlutafé félagsins er í eigu SF V slhf. (882 milljónir hluta) og SF V GP ehf. (1 hlutur)

Vörusala nam 33,7 milljörðum króna og nam framlegð af vörusölu 6,5 milljörðum króna. Laun og launatengd gjöld námu 3,4 milljörðum króna á árinu, en stöðugildi voru að meðaltali 550.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×