Telur að Costco muni frekar opna seinni part árs 2016 Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2015 14:53 Costco hefur áform um að ráðast í framkvæmdir og stækka húsnæðið um 2.000 fermetra. Hér sjást Gunnar Einarsson og Steve Pappas skoða sig um í Kauptúni. Vísir/Stefán Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist frekar trúa því að Costco opni seinni parti árs 2016, en fyrri part árs eins og áður hefur komið fram. Þegar fregnir bárust í fyrra um að bandaríski smásölurisinn Costco væri væntanleg í Garðabæ var áætlað að verslunin myndi opna fyrir jól 2015. Costco og Garðabær undirrituðu samning í sumar sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Þá var stefnt að opnun sumarið 2016, en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Spurður um stöðu mála telur Gunnar að opnunartíminn gæti dregist eitthvað. „Forsvarsmenn Costco sendu inn bréf til bæjarráðs þar sem var óskað eftir ýmsum breytingum á því húnsæði sem þeir voru að festa kaup á og önnur skipulagsmál. Því bréfi var vísað til skipulagsnefndar sem er að fjalla um málið," segir Gunnar. Hann telur að fjallað verði um málið á næsta fundi skipulagsnefndar sem er einhvern tímann á næstu tveimur vikum. „Þetta þarf að fara í gegnum ákveðið skipulagsferli og þegar allir þeir hnútar eru hnýttir geta þeir hafist handa og það tekur ákveðinn tíma. Það er ómögulegt að segja hvenær þeir geta opnað miðað við þær breytingar sem þeir vilja gera," segir Gunnar. Hann telur hins vegar að þar sem hann átti von á bréfinu fyrr, þá gætu framkvæmdir dregist eins og því nemur. „Ef ég ætti að meta það sem leikmaður myndi ég frekar trúa því að þetta væri á seinni part árs en fyrri part árs árið 2016," segir Gunnar. Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist frekar trúa því að Costco opni seinni parti árs 2016, en fyrri part árs eins og áður hefur komið fram. Þegar fregnir bárust í fyrra um að bandaríski smásölurisinn Costco væri væntanleg í Garðabæ var áætlað að verslunin myndi opna fyrir jól 2015. Costco og Garðabær undirrituðu samning í sumar sem sem tryggir Costco landsvæði og byggingu verslunar og bensínstöðvar í Kauptúni í Garðabæ. Þá var stefnt að opnun sumarið 2016, en vöruhús Costco í Garðabæ mun einnig bjóða upp á þjónustu á borð við apótek, sölu sjóntækja og sjónmælingu, dekkjasölu og dekkjaverkstæði, bakarí og sælkeraverslun. Spurður um stöðu mála telur Gunnar að opnunartíminn gæti dregist eitthvað. „Forsvarsmenn Costco sendu inn bréf til bæjarráðs þar sem var óskað eftir ýmsum breytingum á því húnsæði sem þeir voru að festa kaup á og önnur skipulagsmál. Því bréfi var vísað til skipulagsnefndar sem er að fjalla um málið," segir Gunnar. Hann telur að fjallað verði um málið á næsta fundi skipulagsnefndar sem er einhvern tímann á næstu tveimur vikum. „Þetta þarf að fara í gegnum ákveðið skipulagsferli og þegar allir þeir hnútar eru hnýttir geta þeir hafist handa og það tekur ákveðinn tíma. Það er ómögulegt að segja hvenær þeir geta opnað miðað við þær breytingar sem þeir vilja gera," segir Gunnar. Hann telur hins vegar að þar sem hann átti von á bréfinu fyrr, þá gætu framkvæmdir dregist eins og því nemur. „Ef ég ætti að meta það sem leikmaður myndi ég frekar trúa því að þetta væri á seinni part árs en fyrri part árs árið 2016," segir Gunnar.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira