Telja breytingar á áfengisgjöldum bitna á bruggurum ingvar haraldsson skrifar 10. september 2015 09:30 Almar bendir á að greiða þurfi áfengisgjald strax við framleiðslu áfengis og það fáist ekki endurgreitt. vísir/gva „Það er ekki verið að létta fólki reksturinn,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kalda, um breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjöldum í fjárlagafrumvarpi ársins 2016. Samkvæmt því mun áfengi færast í neðra virðisaukaskattþrep og lækka því úr 24 prósentum í 11 prósent en áfengisgjöld verða hækkuð á móti svo breytingin á ekki að hafa áhrif á tekjur ríkissjóðs.Almar GuðmundssonAlmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir breytingarnar koma illa við innlenda áfengisframleiðendur. „Þetta bitnar mjög hart á áfengis- og bjórframleiðendum og verður mjög íþyngjandi fyrir þessa aðila vegna þess að greiðslufrestur og greiðsluskilmálar áfengisgjalds eru miklu harðari og þar að leiðandi þýðir þessi breyting það að þetta verður allt þyngra í vöfum,“ segir Almar. Hann bendir á að áfengisgjald sé gert upp á tveggja vikna fresti en virðisaukaskattur á tveggja mánaða fresti. Þetta skapi aukna hættu á að áfengisframleiðendur tapi fé verði veitingastaðir eða barir gjaldþrota. Agnes tekur undir áhyggjur Almars og vill að kerfið verði einfaldað svo hægt verði að gera upp virðisaukaskatt, áfengisgjald og skilagjald samtímis en ekki í þrennu lagi eins og er nú. Almar segir breytinguna vera hugsaða til hagsbóta fyrir veitingageirann sem selji þá vörur í einu virðisaukaskattsþrepi og það geri Samtök iðnaðarins ekki athugasemd við. „En þetta kemur sérstaklega illa niður á smærri aðilum sem framleiða í litlu magni og selja inn á veitingahús. Þetta hamlar því nýsköpun, kemur niður á samkeppni og gæti leitt til minna vöruframboðs. Þannig að þetta kemur fram sem högg fyrir þessa aðila,“ segir hann. Þá hefur breytingin í för með sér aukinn fjármagnskostnað fyrir framleiðendur sem gætu þurft að hækka verð til að mæta þessum aukna kostnaði. Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
„Það er ekki verið að létta fólki reksturinn,“ segir Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Kalda, um breytingar á virðisaukaskatti og áfengisgjöldum í fjárlagafrumvarpi ársins 2016. Samkvæmt því mun áfengi færast í neðra virðisaukaskattþrep og lækka því úr 24 prósentum í 11 prósent en áfengisgjöld verða hækkuð á móti svo breytingin á ekki að hafa áhrif á tekjur ríkissjóðs.Almar GuðmundssonAlmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir breytingarnar koma illa við innlenda áfengisframleiðendur. „Þetta bitnar mjög hart á áfengis- og bjórframleiðendum og verður mjög íþyngjandi fyrir þessa aðila vegna þess að greiðslufrestur og greiðsluskilmálar áfengisgjalds eru miklu harðari og þar að leiðandi þýðir þessi breyting það að þetta verður allt þyngra í vöfum,“ segir Almar. Hann bendir á að áfengisgjald sé gert upp á tveggja vikna fresti en virðisaukaskattur á tveggja mánaða fresti. Þetta skapi aukna hættu á að áfengisframleiðendur tapi fé verði veitingastaðir eða barir gjaldþrota. Agnes tekur undir áhyggjur Almars og vill að kerfið verði einfaldað svo hægt verði að gera upp virðisaukaskatt, áfengisgjald og skilagjald samtímis en ekki í þrennu lagi eins og er nú. Almar segir breytinguna vera hugsaða til hagsbóta fyrir veitingageirann sem selji þá vörur í einu virðisaukaskattsþrepi og það geri Samtök iðnaðarins ekki athugasemd við. „En þetta kemur sérstaklega illa niður á smærri aðilum sem framleiða í litlu magni og selja inn á veitingahús. Þetta hamlar því nýsköpun, kemur niður á samkeppni og gæti leitt til minna vöruframboðs. Þannig að þetta kemur fram sem högg fyrir þessa aðila,“ segir hann. Þá hefur breytingin í för með sér aukinn fjármagnskostnað fyrir framleiðendur sem gætu þurft að hækka verð til að mæta þessum aukna kostnaði.
Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent