Serbarnir unnu íslenska riðilinn á fullu húsi | Léku sér að Ítölum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 14:13 Vísir/Getty Serbar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðlinum á Evrópumótinu í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Ítölum, 101-82, í dag í óopinberum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Serbar unnu þar með alla fimm leiki sína í Berlín og mæta því á svaka siglingu inn í sextán liða úrslitin sem hefjast strax á laugardaginn í Lille í Frakklandi. Ítalir sem voru búnir að vinna þrjá leiki í röð vita það ekki fyrr en á eftir í hvaða sæti þeir enda í riðlinum. Þeir voru hinsvegar öryggir í sextán liða úrslitin fyrir leikinn. Milos Teodosic, leikstjórnandi serbneska liðsins, var áfram allt í öllu hjá liðinu alveg eins og í sigrinum á Tyrkjum í gær. Teodosic var með 17 stig og 13 stoðsendingar í gær en 26 stig og 8 stoðsendingar í dag. Serbarnir unnu með 31 stigi þegar hann var inná vellinum. Nemanja Bjelica, sem virðist hafa verið að spara sig í síðustu leikjum skoraði öll 19 stigin sín í leiknum í seinni hálfleiknum. Ítalir léku án Marco Belinelli og munaði mikið um það enda hefur hann verið að gera út um síðustu leiki liðsins. Alessandro Gentile var stigahæstur hjá Ítalíu með 19 stig og Andrea Bargnani skoraði 17 stig. Milos Teodosic skoraði 14 stig á fyrstu sjö og hálfri mínútu leiksins og hjálpaði Serbum að komast í 25-12. Serbar voru síðan 25-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Serbar náðu mest 13 stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 47-34, en Ítalir unnu síðustu tvær mínútur hálfleiksins 6-1 og minnkuðu muninn í átta stig fyrir hálfleik, 48-40. Milos Teodosic var kominn með 19 stig og 5 stoðsendingar í hálfleik og var þá búinn að eigan beinan þátt í tólf af átján körfum serbneska liðsins í hálfleiknum. Ítalir náðu að fylgja eftir góðum endi á fyrri hálfleik með því að minnka muninn í sex stig í upphafi þess þriðja, 52-46. Serbarnir gáfu þá aftur í og eftir 11-2 sprett á tæpum tveimur mínútum var munurinn orðinn fimmtán stig, 63-48. Nemanja Bjelica fór í gang í þriðja leikhlutanum og skoraði alls fimmtán stig í leikhlutanum en hann tók ekki skot í fyrri hálfleiknum. Alessandro Gentile hélt Ítölum inn í leiknum í þriðja leikhlutanum með því að skora einn 12 stig en Serbar unnu 3. leikhlutann á endanum 28-19 og voru því sautján stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-59. Serbar áttu ekki í miklum vandræðum í fjórða leikhlutanum og frábærir leikmenn liðsins skiptust á flottum tilþrifum. Markviss leikur liðsins mun valda mörgum liðum vandræðum í framhaldinu á mótinu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Serbar héldu sigurgöngu sinni áfram í B-riðlinum á Evrópumótinu í körfubolta eftir 19 stiga sigur á Ítölum, 101-82, í dag í óopinberum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum. Serbar unnu þar með alla fimm leiki sína í Berlín og mæta því á svaka siglingu inn í sextán liða úrslitin sem hefjast strax á laugardaginn í Lille í Frakklandi. Ítalir sem voru búnir að vinna þrjá leiki í röð vita það ekki fyrr en á eftir í hvaða sæti þeir enda í riðlinum. Þeir voru hinsvegar öryggir í sextán liða úrslitin fyrir leikinn. Milos Teodosic, leikstjórnandi serbneska liðsins, var áfram allt í öllu hjá liðinu alveg eins og í sigrinum á Tyrkjum í gær. Teodosic var með 17 stig og 13 stoðsendingar í gær en 26 stig og 8 stoðsendingar í dag. Serbarnir unnu með 31 stigi þegar hann var inná vellinum. Nemanja Bjelica, sem virðist hafa verið að spara sig í síðustu leikjum skoraði öll 19 stigin sín í leiknum í seinni hálfleiknum. Ítalir léku án Marco Belinelli og munaði mikið um það enda hefur hann verið að gera út um síðustu leiki liðsins. Alessandro Gentile var stigahæstur hjá Ítalíu með 19 stig og Andrea Bargnani skoraði 17 stig. Milos Teodosic skoraði 14 stig á fyrstu sjö og hálfri mínútu leiksins og hjálpaði Serbum að komast í 25-12. Serbar voru síðan 25-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Serbar náðu mest 13 stiga forskoti í öðrum leikhlutanum, 47-34, en Ítalir unnu síðustu tvær mínútur hálfleiksins 6-1 og minnkuðu muninn í átta stig fyrir hálfleik, 48-40. Milos Teodosic var kominn með 19 stig og 5 stoðsendingar í hálfleik og var þá búinn að eigan beinan þátt í tólf af átján körfum serbneska liðsins í hálfleiknum. Ítalir náðu að fylgja eftir góðum endi á fyrri hálfleik með því að minnka muninn í sex stig í upphafi þess þriðja, 52-46. Serbarnir gáfu þá aftur í og eftir 11-2 sprett á tæpum tveimur mínútum var munurinn orðinn fimmtán stig, 63-48. Nemanja Bjelica fór í gang í þriðja leikhlutanum og skoraði alls fimmtán stig í leikhlutanum en hann tók ekki skot í fyrri hálfleiknum. Alessandro Gentile hélt Ítölum inn í leiknum í þriðja leikhlutanum með því að skora einn 12 stig en Serbar unnu 3. leikhlutann á endanum 28-19 og voru því sautján stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 76-59. Serbar áttu ekki í miklum vandræðum í fjórða leikhlutanum og frábærir leikmenn liðsins skiptust á flottum tilþrifum. Markviss leikur liðsins mun valda mörgum liðum vandræðum í framhaldinu á mótinu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45 Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands. 9. september 2015 16:45
Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld. 9. september 2015 17:55
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30