Viðskipti innlent

Árvakur tapaði 42 milljónum

ingvar haraldsson skrifar
Árvakur á prentsmiðjuna Landsprent.
Árvakur á prentsmiðjuna Landsprent. vísir/gva
Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 42,3 milljónum króna á síðasta ári en félagið hagnaðist um 6 milljónir árið 2013.

Rekstrartekjur námu 3.156 milljónum króna og rekstrarkostnaður 3.217 milljónum. Því var 14 milljóna rekstrarhagnaður en að áhrif fjármagnsgjalda voru neikvæð um 67 milljónir króna og reiknaður tekjuskattur jákvæður um 10 milljónir króna.



Eignir Árvakurs nema 2,1 milljörðum króna, og þar af nema fasteignir, vélar og tæki einum milljarði en Árvakur á prentsmiðjuna Landsprent ehf.



Eigið fé Árvakurs nemur 1 milljarði króna króna en óráðstafað eigið fé er neikvætt um 141 milljón króna.Þá nema skuldir félagsins, 1,1 milljarði króna.

Þórsmörk ehf. á allt hlutafé í árvakri en eigendur Þórsmarkar eru eftirfarandi:



Rammi hf., 6,14%

Laugarholt ehf., ehf.0,08%

Kaldbakur ehf., 18,43%

d.b. Páll Hreinn Pálsson, 2,05%

Hlynur A ehf.,16,38%

Legalis sf.,12,37%

Brekkuhvarf ehf., 2,05%

Lýsi hf., 1,97%

Íslenskar sjávarafurðir ehf.,  9,01%

Fjárf.félagið GIGAS ehf., 4,10%

Skollaborg ehf., 1,72%

Fari ehf., 2.05%

Síldarvinnslan hf., 6,14%

Þingey ehf., 4,10%

Ísfélag Vestmannaeyja hf., 13,43%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×