Viðskipti innlent

Kjarninn tapaði 8 milljónum í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðstandendur Kjarnans voru kampakátir eftir hlutafjáraukninguna á síðasta ári.
Aðstandendur Kjarnans voru kampakátir eftir hlutafjáraukninguna á síðasta ári.
Kjarninn tapaði 8,3 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári, sem var fyrsta heila rekstrarár fjölmiðilsins. Árið áður hafði hagnaðurinn numið 261 þúsund krónum. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrir síðasta ár.

Eignir Kjarnans námu tæplega 31,9 milljón króna við lok árs. Þar af nam handbært fé 26,7 milljónum króna. Hlutafjáraukning félagsins á síðasta ári nam 37 milljónum króna. 

Stærstu hluthafar Kjarnans eru Þórður Snær Júlíusson ritstjóri vefjarins og Magnús Halldórsson með 13 prósent hlut hvor. Miðeind, sem er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar, á tólf prósent. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×