Krónan ræður því að hér er dýrara að skulda peninga Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. september 2015 07:00 Heildarskuldir hins opnbera sem hlutfall af landsframleiðslu í samanburði við nokkur Evrópulönd. „Það er dýrt að skulda í íslenskum krónum.“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir háa vexti hérlendis frumorsök þess að hér þurfi ríkið að greiða mun hærri vexti af lánum sínum en önnur Evrópulönd þrátt fyrir lægra skuldahlutfall hins opinbera og aðra hagfellda efnahagsmælikvarða. Þá hafi einnig verið mjög dýrt að viðhalda stórum gjaldeyrisforða til þess að styðja við íslenska myntsvæðið – forða sem að mestu leyti var tekinn að láni.Vaxtakostnaður sem hluti af landsframleiðslu er hvergi meiri en hér þrátt fyrir að skuldir séu um eða undir meðaltali Evrópuríkja.Arnór JónssonÍ kynningu á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár kom fram að hér væru heildarskuldir hins opinbera lægri en hjá þeim löndum Evrópusambandsins sem verst hafa farið út úr efnahagsþrengingum síðustu ára. Þá er hvergi meiri afgangur á frumjöfnuði (sem er samtala tekna og gjalda hins opinbera, fyrir utan fjármagnstekjur og -gjöld). Hér er frumjöfnuður jákvæður um sem nemur fimm prósentum af landsframleiðslu. Næst kemur Kýpur með tæp þrjú prósent. Bretland er með tæplega fjögurra prósenta neikvæðan frumjöfnuð og Írar með neikvæðan jöfnuð um einhver prósentustig. En þrátt fyrir að skuldahlutfall Íslands sé undir meðalskuldahlutfalli evrulanda þá er vaxtakostnaður landsins sem hlutfall af landsframleiðslu engu að síður sá mesti í Evrópu. Ásgeir segir sömu lögmál að verki og valdi því að þótt íslensk heimili skuldi ekki endilega meira en heimili í Skandinavíu þá sé greiðslubyrði þeirra miklu hærri. „Hver mynt hefur sitt eigið nafnvaxtastig sem ræðst meðal annars af verðbólguvæntingum, raunvaxtastigi og svo að viðbættu áhættuálagi.“Ársvextir tíu ára ríkisskuldabréfa eins og þeir stóðu í ágúst síðstliðnum.Gömul saga og ný sé að vextir á íslenska myntsvæðinu hafi verið allmiklu hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar. „Það stafar bæði af langvarandi verðbólgu og óstöðugleika sem og seljanleikaálagi vegna smæðar myntsvæðisins. Fyrir þetta þurfa allir lántakendur að blæða.“ Raunar telur Ásgeir að höftin hafi þrátt fyrir allt haldið niðri vaxtagjöldum ríkissjóðs þar sem bæði innlendir og erlendir fjárfestar voru lokaðir inni á íslenska myntsvæðinu og langtímavaxtastig lækkaði verulega eftir setningu fjármagnshafta árið 2008. Á næstu misserum segir Ásgeir tvo þætti togast á varðandi þróun vaxta hér. Annars vegar leiði uppgreiðsla skulda og hækkandi lánshæfiseinkunn ríkissjóðs til lækkunar langtímavaxta, en hins vegar leiði aukin þensla, miklar launahækkanir og hækkanir stýrivaxta Seðlabankans til hækkunar. „Og mér finnst ekki ólíklegt að hluti aflandskrónuvandans verði leystur með því að honum verði pakkað inn í ríkisskuldabréf með tiltölulega góðum kjörum nú í haust. Samt sem áður bendir fátt annað til þess en landsmenn muni áfram búa við einna hæstu vexti Evrópu á næstu árum.“ Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
„Það er dýrt að skulda í íslenskum krónum.“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann segir háa vexti hérlendis frumorsök þess að hér þurfi ríkið að greiða mun hærri vexti af lánum sínum en önnur Evrópulönd þrátt fyrir lægra skuldahlutfall hins opinbera og aðra hagfellda efnahagsmælikvarða. Þá hafi einnig verið mjög dýrt að viðhalda stórum gjaldeyrisforða til þess að styðja við íslenska myntsvæðið – forða sem að mestu leyti var tekinn að láni.Vaxtakostnaður sem hluti af landsframleiðslu er hvergi meiri en hér þrátt fyrir að skuldir séu um eða undir meðaltali Evrópuríkja.Arnór JónssonÍ kynningu á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár kom fram að hér væru heildarskuldir hins opinbera lægri en hjá þeim löndum Evrópusambandsins sem verst hafa farið út úr efnahagsþrengingum síðustu ára. Þá er hvergi meiri afgangur á frumjöfnuði (sem er samtala tekna og gjalda hins opinbera, fyrir utan fjármagnstekjur og -gjöld). Hér er frumjöfnuður jákvæður um sem nemur fimm prósentum af landsframleiðslu. Næst kemur Kýpur með tæp þrjú prósent. Bretland er með tæplega fjögurra prósenta neikvæðan frumjöfnuð og Írar með neikvæðan jöfnuð um einhver prósentustig. En þrátt fyrir að skuldahlutfall Íslands sé undir meðalskuldahlutfalli evrulanda þá er vaxtakostnaður landsins sem hlutfall af landsframleiðslu engu að síður sá mesti í Evrópu. Ásgeir segir sömu lögmál að verki og valdi því að þótt íslensk heimili skuldi ekki endilega meira en heimili í Skandinavíu þá sé greiðslubyrði þeirra miklu hærri. „Hver mynt hefur sitt eigið nafnvaxtastig sem ræðst meðal annars af verðbólguvæntingum, raunvaxtastigi og svo að viðbættu áhættuálagi.“Ársvextir tíu ára ríkisskuldabréfa eins og þeir stóðu í ágúst síðstliðnum.Gömul saga og ný sé að vextir á íslenska myntsvæðinu hafi verið allmiklu hærri en í helstu viðskiptalöndum okkar. „Það stafar bæði af langvarandi verðbólgu og óstöðugleika sem og seljanleikaálagi vegna smæðar myntsvæðisins. Fyrir þetta þurfa allir lántakendur að blæða.“ Raunar telur Ásgeir að höftin hafi þrátt fyrir allt haldið niðri vaxtagjöldum ríkissjóðs þar sem bæði innlendir og erlendir fjárfestar voru lokaðir inni á íslenska myntsvæðinu og langtímavaxtastig lækkaði verulega eftir setningu fjármagnshafta árið 2008. Á næstu misserum segir Ásgeir tvo þætti togast á varðandi þróun vaxta hér. Annars vegar leiði uppgreiðsla skulda og hækkandi lánshæfiseinkunn ríkissjóðs til lækkunar langtímavaxta, en hins vegar leiði aukin þensla, miklar launahækkanir og hækkanir stýrivaxta Seðlabankans til hækkunar. „Og mér finnst ekki ólíklegt að hluti aflandskrónuvandans verði leystur með því að honum verði pakkað inn í ríkisskuldabréf með tiltölulega góðum kjörum nú í haust. Samt sem áður bendir fátt annað til þess en landsmenn muni áfram búa við einna hæstu vexti Evrópu á næstu árum.“
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira