Íslandsbanki spáir 0,1% lækkun neysluverðs Sæunn Gísladóttir skrifar 11. september 2015 14:37 Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir flugjaldalækkun í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,1% í september frá ágústmánuði. Ef spáin gengur eftir helst verðbólga óbreytt í 2,2%. Verðbólga verður því áfram undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Capacent spáir hins vegar óbreyttri vísitölu í mánuðinum, að VNV hækki um 0,04% og að verðbólgan á ársgrundvelli muni hækka í 2,3% og sleikja verðbólgumarkmið Seðlabankans. Í greiningu Íslandsbanka segir að verðbólguhorfur til meðallangs tíma hafi batnað frá síðustu spá meðal annars vegna hækkunar að gengi krónunnar. Talið er að verðbólgan muni þó fara yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans fyrir árslok, en þar eru aðallega grunnáhrif að verki. Horfur eru á vaxandi verðbólgu í kjölfarið, en hún verður þó samkvæmt spánni talsvert undir 4,0% efri þolmörkum verðbólgumarkmiðsins á næsta ári, en nálægt þeim árið þar á eftir. Útsölulok hækkar vísitöluAð vanda munu útsölulok vega talsvert til hækkunar VNV í september. Þó hækkaði verð á fatnaði og skóm nokkuð minna í ágúst sl. en að jafnaði hefur gert í ágústmánuði undanfarin ár, og telur greiningardeildin að hækkunin verði ívið meiri nú í september en í september í fyrra. Gert er ráð fyrir að útsölulok vegi til u.þ.b. 0,24% hækkunar VNV, og að þar af vegi fata- og skóliðurinn til 0,19% hækkunar. Áhrifin af fötum og skóm eru meiri en fyrir ári síðan en þó minni en var að jafnaði fyrir þann tíma þar sem vægi þessa liðar í VNV hefur minnkað töluvert.Flugfargjöld lækkaHins vegar lítur út fyrir að ferða- og flutningaliður VNV muni lækka talsvert í september (-0,50% áhrif í VNV), annan mánuðinn í röð. Þar vegur lækkun flugfargjalda þyngst (-0,35% í VNV), en könnun bendir til að veruleg lækkun hafi orðið á flugfargjöldum til útlanda milli mánaða. Einnig hafa olíufélögin lækkað eldsneyti töluvert frá ágústmælingu Hagstofunnar á VNV. Samtals nemur verðlækkun eldsneytis 5,3% á tímabilinu (-0,19% í VNV).Lækkun IKEA hefur áhrifGreiningardeildin reiknar með að verðlækkun IKEA á vörum sínum um 2,8% í ágúst hafi áhrif á liðinn húsgöng og heimilisbúnaður í september, þá bæði bein og óbein, en verslunin hefur mikla markaðshlutdeild og er leiðandi í verðmyndun á ódýrari hluta þessa markaðar. Reiknað er með 1,8% verðlækkun á húsgögnum og heimilisbúnaði (-0,03% í VNV) í september. Hér má lesa greiningu Íslandsbanka í heild sinni. Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,1% í september frá ágústmánuði. Ef spáin gengur eftir helst verðbólga óbreytt í 2,2%. Verðbólga verður því áfram undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Capacent spáir hins vegar óbreyttri vísitölu í mánuðinum, að VNV hækki um 0,04% og að verðbólgan á ársgrundvelli muni hækka í 2,3% og sleikja verðbólgumarkmið Seðlabankans. Í greiningu Íslandsbanka segir að verðbólguhorfur til meðallangs tíma hafi batnað frá síðustu spá meðal annars vegna hækkunar að gengi krónunnar. Talið er að verðbólgan muni þó fara yfir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans fyrir árslok, en þar eru aðallega grunnáhrif að verki. Horfur eru á vaxandi verðbólgu í kjölfarið, en hún verður þó samkvæmt spánni talsvert undir 4,0% efri þolmörkum verðbólgumarkmiðsins á næsta ári, en nálægt þeim árið þar á eftir. Útsölulok hækkar vísitöluAð vanda munu útsölulok vega talsvert til hækkunar VNV í september. Þó hækkaði verð á fatnaði og skóm nokkuð minna í ágúst sl. en að jafnaði hefur gert í ágústmánuði undanfarin ár, og telur greiningardeildin að hækkunin verði ívið meiri nú í september en í september í fyrra. Gert er ráð fyrir að útsölulok vegi til u.þ.b. 0,24% hækkunar VNV, og að þar af vegi fata- og skóliðurinn til 0,19% hækkunar. Áhrifin af fötum og skóm eru meiri en fyrir ári síðan en þó minni en var að jafnaði fyrir þann tíma þar sem vægi þessa liðar í VNV hefur minnkað töluvert.Flugfargjöld lækkaHins vegar lítur út fyrir að ferða- og flutningaliður VNV muni lækka talsvert í september (-0,50% áhrif í VNV), annan mánuðinn í röð. Þar vegur lækkun flugfargjalda þyngst (-0,35% í VNV), en könnun bendir til að veruleg lækkun hafi orðið á flugfargjöldum til útlanda milli mánaða. Einnig hafa olíufélögin lækkað eldsneyti töluvert frá ágústmælingu Hagstofunnar á VNV. Samtals nemur verðlækkun eldsneytis 5,3% á tímabilinu (-0,19% í VNV).Lækkun IKEA hefur áhrifGreiningardeildin reiknar með að verðlækkun IKEA á vörum sínum um 2,8% í ágúst hafi áhrif á liðinn húsgöng og heimilisbúnaður í september, þá bæði bein og óbein, en verslunin hefur mikla markaðshlutdeild og er leiðandi í verðmyndun á ódýrari hluta þessa markaðar. Reiknað er með 1,8% verðlækkun á húsgögnum og heimilisbúnaði (-0,03% í VNV) í september. Hér má lesa greiningu Íslandsbanka í heild sinni.
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira