Viðskipti innlent

Íslensku félögin stóðu fyrir 79% ferða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Íslensku flugfélögin stóðu fyrir 79% utanlandsferða í ágústmánuði.
Íslensku flugfélögin stóðu fyrir 79% utanlandsferða í ágústmánuði. Vísir/Vilhelm Gunnarsson
Sautján flugfélög flugu frá Keflavíkurflugvelli í ágúst, Icelandair og WOW air stóðu hins vegar fyrir nærri átta af hverjum tíu ferðum. Þessu greinir Túristi frá.

Icelandair og WOW bera uppi stærstan hluta af flugsamgöngunum frá Keflavíkurflugvelli meira að segja yfir hásumar þegar erlendu flugfélögin eru mun fleiri en yfir vetrarmánuðina. Í ágúst tóku vélar Icelandair og WOW air nærri 1600 sinnum á loft frá Keflavíkurflugvelli sem var 79% af öllum þeim áætlunarferðum sem voru í boði frá flugvellinum í síðasta mánuði samkvæmt talningum Túrista. Hlutdeild Icelandair dróst aðeins saman milli ágústmánaða á meðan vægi WOW air hefur aukist um 2%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×