Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 24-26 | Gestirnir sigu fram úr í lokin Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 11. september 2015 20:00 Ómar Ingi var markahæstur í liði Vals með átta mörk. Vísir/Ernir Meistaraefni Eyjamanna töpuðu í kvöld gegn frísku liði Vals með tveimur mörkum 24-26, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Frábær kafli Valsara í seinni hálfleik skóp sigurinn en á þeim kafla var Sigurður Ingiberg Ólafsson gjörsamlega frábær í markinu. Eyjamönnum höfðu fengið til sín tvo af bestu leikmönnum Vals á síðustu leiktíð auk þess að sækja einn gríðarlega sterkan leikmann frá Sviss sem hafði spilað áður hjá liðinu. Valsliðið virkaði bitlaust til að byrja með en þeim óx ásmegin í síðari hálfleik. Eyjamenn spiluðu boltanum frábærlega á fyrstu mínútum leiksins en þar áttu Valsarar engin svör. Einar Sverrisson var sérstaklega góður á fyrstu mínútunum en hann virðist hafa bætt sig mjög mikið í sumar, Theodór Sigurbjörnsson kemur einnig vel undan sumri en hann skoraði flest mörk í dag eða 11 talsins. Eyjamenn litu út fyrir að geta fengið mörk úr öllum stöðum í dag en þeir eru með valinn mann í hverju rúmi. Nokkrum sinnum í fyrri hálfleik komust Eyjamenn fjórum mörkum yfir en fóru þá að slaka á og hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn. Hefðu Eyjamenn keyrt yfir Valsmenn þegar þeir voru særðir hefði sagan orðið allt önnur. Valsmenn fengu aragrúa af vítum í leiknum en mörg þeirra voru mjög vafasöm og tvö þeirra komu eftir að víti var sleppt á hinum helmingi vallarins. Valsmenn eru einnig með leikmann til þess að skora úr vítunum en Ómar Ingi Magnússon nýtti öll sex vítin sem hann fékk. Eyjamegin skoraði Theodór Sigurbjörnsson úr öllum sínum þremur vítum en það má segja að vítin hafi skilið á milli í dag þar sem Valsmenn sigruðu með þremur mörkum. Eyjamenn leiddu leikinn allan tímann eða allt fram að 56. mínútu þegar Valsmenn jöfnuðu leikinn og komust síðan yfir með mörkum frá Alexander Erni Júlíussyni og Sveini Aroni Sveinssyni. Alexander fékk mikla hvíld í fyrri hálfleik og nýtti sér kraftinn í seinni hálfleik þar sem hann var rosalega öflugur. Það er þó ekki hægt að tala um þennan leik án þess að minnast á Sigurð Ingiberg Ólafsson sem kom inn í liðið í seinni hálfleik en hann á stóran þátt í þessum sigri. Hann varði 7 af þeim 15 skotum sem komu á markið. Valsmenn unnu þennan leik fyrst og fremst varnarlega í síðari hálfleik en þeir leituðu mikið til Guðmundar Hólmars Helgasonar í leiknum. Hann skoraði einungis fjögur mörk úr sínum fimmtán skotum en það dugði þó til í dag. Sigurinn er mikilvægur fyrir Valsmenn og sýnir það að handboltinn er ekki spretthlaup heldur langhlaup. Það gæti einnig sýnt sig í deildinni en þessi sigur hlýtur þó að gefa Valsmönnum helling.Arnar: Leikurinn spilaðist eins og við lögðum upp „Það er ágætis spurning sem við þurfum að velta fyrir okkur og skoða, grátlegt já, en við vorum að mér fannst með leikinn í fimmtíu mínútur,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, þegar hann var spurður hvað hafi gerst í lokin á leiknum í kvöld. „Við gefum eftir, sérstaklega sóknarlega við hættum að þora. Það er eflaust líka vegna þess að menn eru þreyttir, menn eiga langt í land með að vera 60 mínútna menn í dag.“ „Við lögðum leikinn upp eins og hann spilaðist. Við ætluðum að vera skynsamir fram á við og velja okkur færin. Spila okkar vörn og stýra þeim í þær áttir sem við vildum.“ Eyjamenn voru með leikinn í fimmtíu mínútur eins og þjálfarnir segja réttilega en Arnar gagnrýnir standið á mönnum. Næsti leikur Eyjamanna er gegn Frömurum en undirbúningur fyrir hann hefst strax á morgun samkvæmt Arnari. „Við höldum áfram að vinna okkar vinnu og þetta er svekkjandi tap eftir ágætis leik hér í fimmtíu mínútur, gegn mjög góðu Valsliði, við tökum ekkert frá þeim.“ Glugginn lokar bráðlega en sér Arnar fram á einhverja styrkingu? „Nei, alls ekkert svoleiðis.“ „Við vorum farnir að hnoða boltanum inn á línuna og þá komust þeir inn í leikinn,“ sagði Arnar að lokum sem var augljóslega ekki sáttur með sína menn.Óskar Bjarni: Þetta var eiginlega ósanngjarnt „Það var bara stórkostlegt að koma hérna á þennan skemmtilega útivöll og ná í tvö stig,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, eftir frábæran sigur síns liðs á meistaraefnum Eyjamanna í kvöld. „Sérstaklega vegna þess að þeir voru sterkari í 50 mínútur, það er gaman að vera alltaf að elta og ná síðan að klára.“ „Þetta var eiginlega ósanngjarnt miðað við fimmtíu mínúturnar en þær síðustu telja víst og þá fengum við loksins markvörslu og bestu vörnina.“ „Mér fannst sóknarleikurinn vera góður þannig séð, við vorum með ágætis „rythma“ þar. Við náðum aldrei vörninni fyrr en í lokin. Við héldum ró okkar, vorum rólegir og ákváðum að halda bara í við þá.“ „Við tökum rólegan dag núna, Herjólfur og svo æfing og vídeó í fyrramálið, svo förum við beint í rútu á sunnudaginn klukkan 9:00 þannig að þetta er ekki mikill tími,“ sagði Óskar Bjarni þegar hann var spurður út í leikinn gegn Akureyri sem er eftir tvo daga. „Það er frábært að taka fyrst þessa tvo skemmtilegustu útivellina á haustmánuðunum.“ Óskar var spurður út í það hvort að liðið myndi styrkja sig eitthvað fyrir komandi átök í deildinni. „Nei, nei. Við erum búnir að lána tvo og erum með þvílíkt breiðan hóp. Það er frekar að ég hafi ekki pláss fyrir marga frábæra leikmenn.“ „Þetta er mitt lið í vetur, nema eitthvað mikið gerist. Þá kalla ég kannski í Óla Stef eða einhverja karla,“ sagði Óskar að lokum sem brosti út að eyrum allt viðtalið. Olís-deild karla Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Meistaraefni Eyjamanna töpuðu í kvöld gegn frísku liði Vals með tveimur mörkum 24-26, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Frábær kafli Valsara í seinni hálfleik skóp sigurinn en á þeim kafla var Sigurður Ingiberg Ólafsson gjörsamlega frábær í markinu. Eyjamönnum höfðu fengið til sín tvo af bestu leikmönnum Vals á síðustu leiktíð auk þess að sækja einn gríðarlega sterkan leikmann frá Sviss sem hafði spilað áður hjá liðinu. Valsliðið virkaði bitlaust til að byrja með en þeim óx ásmegin í síðari hálfleik. Eyjamenn spiluðu boltanum frábærlega á fyrstu mínútum leiksins en þar áttu Valsarar engin svör. Einar Sverrisson var sérstaklega góður á fyrstu mínútunum en hann virðist hafa bætt sig mjög mikið í sumar, Theodór Sigurbjörnsson kemur einnig vel undan sumri en hann skoraði flest mörk í dag eða 11 talsins. Eyjamenn litu út fyrir að geta fengið mörk úr öllum stöðum í dag en þeir eru með valinn mann í hverju rúmi. Nokkrum sinnum í fyrri hálfleik komust Eyjamenn fjórum mörkum yfir en fóru þá að slaka á og hleyptu Valsmönnum aftur inn í leikinn. Hefðu Eyjamenn keyrt yfir Valsmenn þegar þeir voru særðir hefði sagan orðið allt önnur. Valsmenn fengu aragrúa af vítum í leiknum en mörg þeirra voru mjög vafasöm og tvö þeirra komu eftir að víti var sleppt á hinum helmingi vallarins. Valsmenn eru einnig með leikmann til þess að skora úr vítunum en Ómar Ingi Magnússon nýtti öll sex vítin sem hann fékk. Eyjamegin skoraði Theodór Sigurbjörnsson úr öllum sínum þremur vítum en það má segja að vítin hafi skilið á milli í dag þar sem Valsmenn sigruðu með þremur mörkum. Eyjamenn leiddu leikinn allan tímann eða allt fram að 56. mínútu þegar Valsmenn jöfnuðu leikinn og komust síðan yfir með mörkum frá Alexander Erni Júlíussyni og Sveini Aroni Sveinssyni. Alexander fékk mikla hvíld í fyrri hálfleik og nýtti sér kraftinn í seinni hálfleik þar sem hann var rosalega öflugur. Það er þó ekki hægt að tala um þennan leik án þess að minnast á Sigurð Ingiberg Ólafsson sem kom inn í liðið í seinni hálfleik en hann á stóran þátt í þessum sigri. Hann varði 7 af þeim 15 skotum sem komu á markið. Valsmenn unnu þennan leik fyrst og fremst varnarlega í síðari hálfleik en þeir leituðu mikið til Guðmundar Hólmars Helgasonar í leiknum. Hann skoraði einungis fjögur mörk úr sínum fimmtán skotum en það dugði þó til í dag. Sigurinn er mikilvægur fyrir Valsmenn og sýnir það að handboltinn er ekki spretthlaup heldur langhlaup. Það gæti einnig sýnt sig í deildinni en þessi sigur hlýtur þó að gefa Valsmönnum helling.Arnar: Leikurinn spilaðist eins og við lögðum upp „Það er ágætis spurning sem við þurfum að velta fyrir okkur og skoða, grátlegt já, en við vorum að mér fannst með leikinn í fimmtíu mínútur,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, þegar hann var spurður hvað hafi gerst í lokin á leiknum í kvöld. „Við gefum eftir, sérstaklega sóknarlega við hættum að þora. Það er eflaust líka vegna þess að menn eru þreyttir, menn eiga langt í land með að vera 60 mínútna menn í dag.“ „Við lögðum leikinn upp eins og hann spilaðist. Við ætluðum að vera skynsamir fram á við og velja okkur færin. Spila okkar vörn og stýra þeim í þær áttir sem við vildum.“ Eyjamenn voru með leikinn í fimmtíu mínútur eins og þjálfarnir segja réttilega en Arnar gagnrýnir standið á mönnum. Næsti leikur Eyjamanna er gegn Frömurum en undirbúningur fyrir hann hefst strax á morgun samkvæmt Arnari. „Við höldum áfram að vinna okkar vinnu og þetta er svekkjandi tap eftir ágætis leik hér í fimmtíu mínútur, gegn mjög góðu Valsliði, við tökum ekkert frá þeim.“ Glugginn lokar bráðlega en sér Arnar fram á einhverja styrkingu? „Nei, alls ekkert svoleiðis.“ „Við vorum farnir að hnoða boltanum inn á línuna og þá komust þeir inn í leikinn,“ sagði Arnar að lokum sem var augljóslega ekki sáttur með sína menn.Óskar Bjarni: Þetta var eiginlega ósanngjarnt „Það var bara stórkostlegt að koma hérna á þennan skemmtilega útivöll og ná í tvö stig,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, eftir frábæran sigur síns liðs á meistaraefnum Eyjamanna í kvöld. „Sérstaklega vegna þess að þeir voru sterkari í 50 mínútur, það er gaman að vera alltaf að elta og ná síðan að klára.“ „Þetta var eiginlega ósanngjarnt miðað við fimmtíu mínúturnar en þær síðustu telja víst og þá fengum við loksins markvörslu og bestu vörnina.“ „Mér fannst sóknarleikurinn vera góður þannig séð, við vorum með ágætis „rythma“ þar. Við náðum aldrei vörninni fyrr en í lokin. Við héldum ró okkar, vorum rólegir og ákváðum að halda bara í við þá.“ „Við tökum rólegan dag núna, Herjólfur og svo æfing og vídeó í fyrramálið, svo förum við beint í rútu á sunnudaginn klukkan 9:00 þannig að þetta er ekki mikill tími,“ sagði Óskar Bjarni þegar hann var spurður út í leikinn gegn Akureyri sem er eftir tvo daga. „Það er frábært að taka fyrst þessa tvo skemmtilegustu útivellina á haustmánuðunum.“ Óskar var spurður út í það hvort að liðið myndi styrkja sig eitthvað fyrir komandi átök í deildinni. „Nei, nei. Við erum búnir að lána tvo og erum með þvílíkt breiðan hóp. Það er frekar að ég hafi ekki pláss fyrir marga frábæra leikmenn.“ „Þetta er mitt lið í vetur, nema eitthvað mikið gerist. Þá kalla ég kannski í Óla Stef eða einhverja karla,“ sagði Óskar að lokum sem brosti út að eyrum allt viðtalið.
Olís-deild karla Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira