Viðskipti innlent

Ef Google væri banki

Sæunn Gísladóttir skrifar
Íslandsbanki stóð fyrir fundi um hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum.
Íslandsbanki stóð fyrir fundi um hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson
Íslandsbanki stóð fyrir fundi í morgun um hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum. Um 100 manns sóttu fundinn. Fundurinn er sá fyrsti í fundaröð bankans í tilefni 20 ára afmælis Netbankans.



Bankar eiga að vinna með sprotafyrirtækjum 

Það voru þau Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google í Bandaríkjunum og Sesselja Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi TagPlay, sem áttu sviðið.  Guðmundur, sem hefur mikla reynslu út tækni- og sprotaumhverfinu í Bandaríkjunum, velti upp spurningunni: „Ef Google væri Banki?“ Í stuttri framsögu fjallaði hann á skemmtilegan hátt um hvernig fyrirtæki þurfa að brjóta upp hefðbundin ferli í vöruþróun og nýsköpun og vinna í auknum með smærri nýsköpunarfyrirtækjum að vöruþróun. Sesselja var umræðustjóri á fundinum og héldu þau uppi áhugaverðum umræðum um Google, nýsköpun og fjármálageirann og tóku við fyrirspurnum úr sal.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum.

Ef Google væri banki from Íslandsbanki on Vimeo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×