Viðskipti innlent

Met í fjölda nýskráninga bíla frá hruni

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Það virðist vera sífellt vinsælla hjá landsmönnum að kaupa sér nýja bíla en það sem af er ári hafa 11.559 bílar verið nýskráðir samanborið við 10.416 bíla árið 2014. Er þetta töluverð fjölgun frá árunum eftir hrun en aðeins 1.510 bílar voru nýskráðir árið 2008 og 2.446 bílar árið 2009.

Er þessi þróun talin jákvæð þar sem bílafloti landsmanna er að meðaltali sá elsti að í Evrópu.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir þróunina þó ekki ná sama fjölda og á árunum fyrir hrun: „Nei við eigum töluvert í land með að ná þessum toppárum þarna fyrir hrun – ég held að toppurinn hafi verið árið 2005 og þá fór salan upp í 22.500 bíla. En engu að síður er þetta þróun í það að við erum að sjá endurnýjunina fara í eðlilegra horf.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×