Viðskipti innlent

Ekki ástæða til að aðhafast vegna auglýsinga Skjásins

ingvar haraldsson skrifar
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins.
Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjásins. vísir/gva
Neytendastofa telur Skjáinn ekki hafa brotið lög með auglýsingum sínum þar sem bornar voru saman áskriftir Skjásins og Stöðvar 2.

Kvörtun barst frá 365 miðlum ehf. sem töldu að áskriftirnar væru ekki samanburðarhæfar og að verðsamanburður væri settur fram með villandi hætti.

Neytendastofa féllst ekki á að ástæða væri til að grípa til aðgerða vegna auglýsingarinnar. Að mati Neytendastofu var sjónvarpsáskrift Stöðvar 2 ekki sýnd í sérstaklega óhagstæðu ljósi umfram það sem tilefni var til. Því taldi Neytendastofa auglýsingar Skjásins ekki ósanngjarnar gagnvart keppinautum eða neytendum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×