Viðskipti innlent

Dohop tapaði 22,5 milljónum á síðasta ári

Sæunn Gísladóttir skrifar
Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop.
Davíð Gunnarsson er framkvæmdastjóri Dohop. Vísir/Stefán Karlsson
Árið 2014 tapaði Dohop 22,5 milljónir króna samkvæmt rekstrarreikningi.  Til samanburðar hagnaðist félagið um 7,5 milljónir árið 2013. Eignir félagsins jukust um rúmlega 40 milljónir milli ára og námu tæpum 94 milljónum króna í lok síðasta árs. Eigið fé félagsins í árslok var 77,5 milljónir króna. Ekki var greiddur út arður á árinu 2015.

Handbært fé í árslok nam 80,6 milljónum samanborið við 42,6 milljónir í árslok 2013. Á árinu 2014 fór fram ein hlutafjáraukning samtals að nafnverði 143 þús. kr. Fjöldi hluthafa jókst um fjóra á árinu, og nam hlutafé félagsins 1.485.956 kr. í árslok 2014 og skiptist á 40 hluthafa. Félagið hefur gert kaupréttarsamninga við starfsmenn um 171.117 hluti á genginu 221. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut í félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×