Viðskipti innlent

Tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 1,2 milljarða króna

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hrein peningaleg eign hins opinbera var neikvæð um 1.000 milljarða króna árið 2014.
Hrein peningaleg eign hins opinbera var neikvæð um 1.000 milljarða króna árið 2014. Vísir/Vilhelm Gunnarsson
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 1,2 milljarða króna árið 2014 eða sem nemur 0,1% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 34,8 milljarða króna árið 2013 eða 1,9% af landsframleiðslu. Tekjur hins opinbera námu 907,0 milljörðum króna og jukust um 111,3 milljarða króna milli ára eða um 14,0%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 45,6%. Útgjöld hins opinbera voru 908,2 milljarðar króna og jukust um 9,4% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu var 45,7%. Þetta kemur fram í Hagtíðindum.

Hrein peningaleg eign hins opinbera var neikvæð um 1.000 milljarða króna árið 2014 eða 50,3% af landsframleiðslu og er það 30 milljörðum verri staða en 2013. Peningalegar eignir voru 1.291 milljarður og heildarskuldir 2.291 milljarður króna í árslok 2014.

Tekjuafkoma neikvæð um rúma 10 milljarða á 2. ársfjórðungi

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 10,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2015. Er það lakari niðurstaða en á sama tíma 2014 þegar afkoman var neikvæð um 3,1 milljarð króna. Tekjuhallinn nam 1,9% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 4,8% af tekjum hins opinbera. Fyrstu 6 mánuði ársins nam hallinn 17,6 milljörðum eða 4,0% af tekjum tímabilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×