Viðskipti innlent

Seldist upp á sex jólatónleika Baggalúts á klukkutíma

ingvar haraldsson skrifar
Baggalútar léku fyrir fullu húsi á jólatónleikum sínum árið 2014.
Baggalútar léku fyrir fullu húsi á jólatónleikum sínum árið 2014. vísir/ernir
Uppselt er á sex jólatónleika Baggalúts sem haldnir verða í Hátíðarsal Háskólabíós í desember. Miðasalan hófst klukkan 10 í morgun á Miði.is og seldust miðarnir upp á klukkustund.

1.271 voru á undan blaðamanni í röðinni þegar hann reynda að kaupa miða klukkan 10:05 í morgun.
Hátíðarsalurinn tekur 940 manns í sæti svo að samtals 5.600 manns ættu að komast á tónleikana sex. Miðaverð á tónleikana er 7.990 krónur svo ljóst er að tekjur af miðasölu hlaupa á tugum milljóna.

Baggalútur hefur þegar tilkynnt um að fimm aukatónleikum verði bætt við og miðar á þá fari í sölu klukkan 10 á miðvikudagsmorgun.

Kæru vinir. Það er UPPSELT á tónleikana sem fóru í sölu í morgun. Ástarþakkir fyrir hlýjar og sturlaðar viðtökur. AUKATÓ...

Posted by Baggalútur on Tuesday, September 15, 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×