Viðskipti innlent

Dagskrá Skjás eins verður opin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Orri Hauksson forstjóri Símans.
Orri Hauksson forstjóri Símans. vísir/pjetur
Breytingar verða gerðar á rekstri Skjás eins á næstunni. Til stendur að gera hann að bæði gagnvirkri efnisveitu í anda Netflix og Hulu og einnig í opinni línulegri dagskrá á landsvísu frá 1. október.

Boðið verður upp á heimilispakka með neti, sjónvarpi Símans og appið að því, 9 erlendar stöðvar, heimasíma yfir netið, beini og annað hvort SkjáKrakka eða Skjáþætti fyrir 12.000 krónur.

„Netið er orðinn einn helsti staður afþreyingar í heiminum. Erlendar efnisveitur eru farnar að sækja verulega á línulegt áskriftarsjónvarp og því er tilhlökkunarefni að gera þessar veigamiklu breytingar um leið og við bjóðum viðskiptavinum pakka sem rammar inn allar helstu vörur Símans,” segir Orri Hauksson, forstjóri Símans.

Orri segir að með SkjáEinum sem efnisveitu þar sem hver sæki efni eftir pöntun, njóti viðskiptavinir Símans alls þess sem gagnvirkt sjónvarp hafi upp á að bjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×