Viðskipti innlent

605 milljarða vergur gjaldeyrisforði

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 604,5 milljörðum króna í lok ágúst.
Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 604,5 milljörðum króna í lok ágúst. Vísir/Stefán Karlsson
Vergur gjaldeyrisforði Seðlabankans nam um 604,5 ma.kr. í lok ágúst og lækkaði um 15,5 ma.kr. milli mánaða. Hreinn gjaldeyrisforði, þ.e. erlendar eignir að frádregnum erlendum skammtíma skuldum, nam um 447,6 ma.kr. í lok ágúst 2015 samanborið við 407,9 ma.kr. í lok júlí. Nettó útgreiðslur gjaldeyriseigna Seðlabankans og ríkissjóðs fyrir næstu 12 mánuði eru áætlaðar um 156,9 ma.kr. miðað við lok ágúst samanborið við 212,1 ma.kr. miðað við lok júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×