Viðskipti innlent

Launamunur kynjanna kann að vera að aukast

Sæunn Gísladóttir skrifar
Kynbundinn launamunur í hópi stjórnenda er núna 10,6%.
Kynbundinn launamunur í hópi stjórnenda er núna 10,6%. Vísir/GETTY
Kynbundinn launamunur hjá stjórnendum innan VR eykst á milli ára. Aukagreiðslur karla í launahærri störfum hækka einnig meira en kvenna á milli ára. Þetta kemur fram í Launakönnun VR 2015.

Niðurstöður launakönnunar VR 2015 gefa vísbendingar um að launamunur kynjanna innan félagsins kunni að vera að aukast, eftir að hafa dregist saman jafnt og þétt síðustu ár. Breytingin er innan vikmarka, 1,4% á meðan vikmörkin eru 1,6%, en erengu að síður umtalsverð og mesta aukning milli tveggja ára sem mælst hefur í launakönnun félagsins.

Munur á heildarlaunum 14,2%

Munur á heildarlaunum kynjanna er nú 14,2%, samanborið við 13,3% á síðasta ári. Árið 2000 var munurinn hins vegar 20,4%. Á fimmtán árum hefur munur á heildarlaunum kynjanna því dregist saman um tæpan þriðjung. Þegar rætt er um mun á heildarlaunum karla og kvenna er miðað við laun fyrir fullt starf. Ekki er tekið tillit til þeirra þátta sem hafa áhrif á launin, s.s. starfsins sjálfs eða atvinnugreinarinnar né fjölda vinnustunda þó að borin séu saman laun fyrir 100% starf. Vinnuvika karla í fullu starfi er lengri en kvenna eða 45,2 stundir á móti 42,4 stundum.

Kyndbundinn launamunur 9,9%

Kynbundinn launamunur innan VR er nú 9,9% samanborið við 8,5% árið 2014. Hann var 15,3% árið 2000. Á síðustu fimmtán árum hefur kynbundinn launamunur því einnig dregist saman um rúman þriðjung. Kynbundinn launamunur er sá munur sem er á heildarlaunum kynjanna eftir að tekið hefur verið tillit til áhrifaþátta á laun. Þessir þættir eru: aldur, starfsaldur, starfsstétt, atvinnugrein, menntun, mannaforráð, vinnutími og hvort viðkomandi vinni vaktavinnu. Áhrif vinnutíma vega þyngst þegar kemur að launamuni kynjanna. 

Nokkrir þættir geta skýrt þá breytingu milli ára sem tölurnar um launamuninn sýna nú. Þegar kynbundinn launamunur er skoðaður innan starfsgreina má sjá að hjá stjórnendum eykst hann marktækt á milli ára. Árið 2014 var u 2,5% munurinn á launum kvenna og karla í þessum launahæsta hópi félagsmanna VR jókst því marktækt á milli ára. Það dregur hins vegar marktækt úr kynbundnum launamun hjá skrifstofufólki, en þar eru fáir karlmenn og því sveiflur miklar á milli ára.

Ávinningur kvenna af aukinni menntun er hins vegar meiri en karla. Hann virðist þó vera að minnka, árið 2009 var ávinningur kvenna umfram karla af framhaldsnámi í háskóla 16 prósentustig en er núna 7 prósentustig.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×