Viðskipti innlent

Hagnaður Flugfélagsins 154 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagnaður Flugfélags Íslands eftir skatta nam 154 milljónum á síðasta ári.

Það er þreföldun frá árinu á undan, þegar hagnaðurinn nam 49,6 milljónum króna. Rekstrartekjur eru álíka miklar á milli ára.

Þær voru 5.824 milljónir í fyrra en 5.806 milljónir árið á undan. Rekstrarkostnaður fer hins vegar úr 5.072 milljónum í 4.943.

Hagnaður Icelandair Group, móðurfélags Flugfélags Íslands, nam 66.500 dollurum, eða 8,5 milljörðum króna. Hlutur Flugfélagsins í þeim hagnaði er því ekki mikill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×