Viðskipti innlent

Fermetraverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkaði um 8,1% á síðasta ári

Sæunn Gísladóttir skrifar
Síðastliðna 6 mánuði hefur fermetraverð hækkað um 2,3% á höfuðborgarsvæðinu.
Síðastliðna 6 mánuði hefur fermetraverð hækkað um 2,3% á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson
Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu í ágústmánuði var 433,3 stig (janúar 1994=100) og hækkaði um 0,2% milli mánaða. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Síðastliðna þrjá mánuði þar á undan hækkaði vísitalan um 1,1%, síðastliðna 6 mánuði þar á undan hækkaði hún um 2,3% og síðastliðna 12 mánuði þar á undan hækkaði hún um 8,1%. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×