Viðskipti innlent

Þensluáhrif fjárlagafrumvarpsins 2016 metin á um 40 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Boðuðum skattalækkkunum og niðurfellingu tolla er ekki mætt með minni útgjöldum árið 2016.
Boðuðum skattalækkkunum og niðurfellingu tolla er ekki mætt með minni útgjöldum árið 2016. Vísir/Andri Marinó
Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins áætlar að þensluáhrif fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2016 nemi tæpum 40 milljörðum króna. Þetta kemur fram í greiningu þess Fjárlagafrumvarp 2016: Hvert liggur leiðin.

Útgjöld ríkissjóðs nær aldrei hærra hlutfall af landsframleiðslu

Í greiningunni kemur fram að afnám tolla og lækkun skatta á einstaklinga séu jákvæðar breytingar. Mikilvægt sé að framhald verði á slíkum aðgerðum og það svigrúm sem myndast við stækkun tekjustofna sé nýtt til að einfalda skattkerfið og draga tilbaka þá aukningu sem orðið hefur á skattbyrði fyrirtækja og einstaklinga. Hins vegar séu slíka breytingar þensluhvetjandi og því nauðsynlegt að draga úr útgjöldum á móti. Ríkisfjármalin draga þó ekki úr þenslu. Útgjöld ríkissjóðs að frátöldum fjármagnskostnaði og öðrum útgjöldum sem óhjákvæmilegt er að falli á ríkissjóð hafa aukist frá árinu 2012 og hafa nær aldrei verið hærra hlutfall af landsframleiðslu. Boðuðum skattalækkkunum og niðurfellingu tolla er því ekki mætt með minni útgjöldum.

Í greiningunni kemur einnig fram að af ríkjum Evrópu greiðir íslenska ríkið hæsta hlutfall landsframleiðslu í vaxtakostnað. Þrátt fyrir lítinn afgang af ríkisrekstrinum er áætlað í fjárlagafrumvarpinu að hefja niðurgreiðslu skulda. Einnig er þar tekið fram að stefnt sé á frekari niðurgreiðslu skulda skapist til þess svigrúm við afnám hafta. Uppsveifur eru aldrei eilífar og nú þegar tekjur ríkissjóðs vaxa eins og raun ber vitni er nauðsynlegt að búa í haginn. Fjármálastefnu ríkissjóðs verður að haga þannig á komandi árum að næst þegar illa árar verði útgjöldin ekki í hæstu hæðum, skattprósentur við þolmörk og skuldastaðan sligandi. 

Hér má lesa greininguna í heild sinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×