Skýr stefna skiptir öllu máli 3. september 2015 11:00 Kristín Ragnarsdóttir stýrir nýrri deild PIPARS\TBWA sem heitir DAN (Digital Arts Network). MYND/GVA Ein grunnforsenda góðs árangurs fyrirtækja á samfélagsmiðlum er skýr stefna. Oft hafa fyrirtæki þó ekki myndað ákveðna stefnu fyrir hvað fyrirtækið stendur og hvað það vill tengja sig við á samfélagsmiðlum að sögn Kristínar Ragnarsdóttur, sem stýrir nýrri deild PIPARS\TBWA sem heitir DAN (Digital Arts Network). Hún segir það sérstaklega eiga við um minni fyrirtæki hér á landi. „Sé ekki skýr stefna til staðar getur verið ansi erfitt og mikill hausverkur að finna til efni fyrir samfélagsmiðlana sem er áhugavert.“ Til að tala sömu röddu á samfélagsmiðlum er mjög mikilvægt að allir séu meðvitaðir um stefnu fyrirtækisins og vinni samkvæmt henni. „Vel upplýstir starfsmenn sem vinna að sömu markmiðum eru gulls ígildi. Eigi það að ná fram á samfélagsmiðlum er nauðsynlegt að allar deildir séu meðvitaðar um það markaðsefni sem fer út og að allir viti og geti brugðist skjótt við.“ Margir möguleikar standa fyrirtækjum til boða þegar kemur að samfélagsmiðlum en á Íslandi er Facebook langvinsælastur þeirra. „Um 89% Íslendinga eru á Facebook og þar vill fólk fyrst og fremst sjá persónulegar færslur. Það er mjög gaman að sjá fyrirtæki vera á persónulegu nótunum enda kann fólk að meta það og nær fyrir vikið betri tengingu við fyrirtækið. Þannig virkar oft betur að vera með myndir sem einfaldlega eru teknar á síma frekar en hefðbundnar auglýsingamyndir.“Hægt að bregðast skjótt við Einnig skiptir máli að svara skjótt og að líta á miðilinn sem samskiptaform. „Að svara ekki er eins og að taka ekki upp símann á símaveri. Því þarf alltaf að vera vakandi og skilja mikilvægi miðilsins. Hann er einnig mjög gott tækifæri fyrir fyrirtæki að skynja betur hvað viðskiptavinurinn hefur að segja um vöruna eða þjónustuna. Það heyrast oft raddir á samfélagsmiðlum sem gætu hafa farið fram hjá starfsmönnum fyrirtækisins og þá er hægt að grípa inn í umræður sem eru neikvæðar með jákvæðu og uppbyggilegu viðmóti.“ Hún segir lítið þýða að fara í vörn ef um neikvæða gagnrýni sé að ræða heldur sé ávallt skynsamlegast að hlusta á viðskiptavininn, hann er jú það verðmætasta sem fyrirtækið hefur. „Umræðurnar eiga sér því ekki lengur bara stað á kaffistofum hér og þar um bæinn heldur eru orðnar opinberar og það er mjög jákvætt því þá er hægt að bregðast við þeim.“Facebook vinsælasturSem fyrr segir er Facebook vinsælasti miðillinn hérlendis eins og erlendis. Hún segir þann miðil gefa fyrirtækjum möguleika á að snerta á fólki sem hefur ekki tengst fyrirtækjasíðunni með nokkrum hætti, t.d. með auglýsingum bæði í fréttaveitunni sem og í auglýsingaplássum. „Snapchat hefur einnig komið mörgum á óvörum og nýtur gríðarlegra vinsælda, enda næstvinsælasti samfélagsmiðillinn hér á landi en 46% landsmanna nota hann. Hann er þó þannig uppbyggður að fólk verður að vera búið að skrá fyrirtækið sérstaklega til að geta fylgst með því. Þau senda „snöpp“ í „my story“ og það er ekki eins líklegt að þú horfir á það eins og ef sent væri beint til þín frá vini. Þannig getur miðillinn ekki náð til eins margra og Facebook en getur þó verið mjög árangursríkur.“ Twitter er vinsæll víða um heim en hefur ekki náð eins mikilli útbreiðslu hér að sögn Kristínar. „Facebook virðist hafa mettað markaðinn fljótt hér. Kannski er fólk bara ánægt með það og vill ekkert flækja hlutina neitt frekar. Twitter lifnar samt sem áður vel við þegar ákveðnir atburðir eru í gangi eins og Eurovision eða stórir íþróttaleikir. Eins er miðillinn frábær á samkomum, t.d. ráðstefnum, en það er aldrei eins gaman að vera á Twitter og þá!“ Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Ein grunnforsenda góðs árangurs fyrirtækja á samfélagsmiðlum er skýr stefna. Oft hafa fyrirtæki þó ekki myndað ákveðna stefnu fyrir hvað fyrirtækið stendur og hvað það vill tengja sig við á samfélagsmiðlum að sögn Kristínar Ragnarsdóttur, sem stýrir nýrri deild PIPARS\TBWA sem heitir DAN (Digital Arts Network). Hún segir það sérstaklega eiga við um minni fyrirtæki hér á landi. „Sé ekki skýr stefna til staðar getur verið ansi erfitt og mikill hausverkur að finna til efni fyrir samfélagsmiðlana sem er áhugavert.“ Til að tala sömu röddu á samfélagsmiðlum er mjög mikilvægt að allir séu meðvitaðir um stefnu fyrirtækisins og vinni samkvæmt henni. „Vel upplýstir starfsmenn sem vinna að sömu markmiðum eru gulls ígildi. Eigi það að ná fram á samfélagsmiðlum er nauðsynlegt að allar deildir séu meðvitaðar um það markaðsefni sem fer út og að allir viti og geti brugðist skjótt við.“ Margir möguleikar standa fyrirtækjum til boða þegar kemur að samfélagsmiðlum en á Íslandi er Facebook langvinsælastur þeirra. „Um 89% Íslendinga eru á Facebook og þar vill fólk fyrst og fremst sjá persónulegar færslur. Það er mjög gaman að sjá fyrirtæki vera á persónulegu nótunum enda kann fólk að meta það og nær fyrir vikið betri tengingu við fyrirtækið. Þannig virkar oft betur að vera með myndir sem einfaldlega eru teknar á síma frekar en hefðbundnar auglýsingamyndir.“Hægt að bregðast skjótt við Einnig skiptir máli að svara skjótt og að líta á miðilinn sem samskiptaform. „Að svara ekki er eins og að taka ekki upp símann á símaveri. Því þarf alltaf að vera vakandi og skilja mikilvægi miðilsins. Hann er einnig mjög gott tækifæri fyrir fyrirtæki að skynja betur hvað viðskiptavinurinn hefur að segja um vöruna eða þjónustuna. Það heyrast oft raddir á samfélagsmiðlum sem gætu hafa farið fram hjá starfsmönnum fyrirtækisins og þá er hægt að grípa inn í umræður sem eru neikvæðar með jákvæðu og uppbyggilegu viðmóti.“ Hún segir lítið þýða að fara í vörn ef um neikvæða gagnrýni sé að ræða heldur sé ávallt skynsamlegast að hlusta á viðskiptavininn, hann er jú það verðmætasta sem fyrirtækið hefur. „Umræðurnar eiga sér því ekki lengur bara stað á kaffistofum hér og þar um bæinn heldur eru orðnar opinberar og það er mjög jákvætt því þá er hægt að bregðast við þeim.“Facebook vinsælasturSem fyrr segir er Facebook vinsælasti miðillinn hérlendis eins og erlendis. Hún segir þann miðil gefa fyrirtækjum möguleika á að snerta á fólki sem hefur ekki tengst fyrirtækjasíðunni með nokkrum hætti, t.d. með auglýsingum bæði í fréttaveitunni sem og í auglýsingaplássum. „Snapchat hefur einnig komið mörgum á óvörum og nýtur gríðarlegra vinsælda, enda næstvinsælasti samfélagsmiðillinn hér á landi en 46% landsmanna nota hann. Hann er þó þannig uppbyggður að fólk verður að vera búið að skrá fyrirtækið sérstaklega til að geta fylgst með því. Þau senda „snöpp“ í „my story“ og það er ekki eins líklegt að þú horfir á það eins og ef sent væri beint til þín frá vini. Þannig getur miðillinn ekki náð til eins margra og Facebook en getur þó verið mjög árangursríkur.“ Twitter er vinsæll víða um heim en hefur ekki náð eins mikilli útbreiðslu hér að sögn Kristínar. „Facebook virðist hafa mettað markaðinn fljótt hér. Kannski er fólk bara ánægt með það og vill ekkert flækja hlutina neitt frekar. Twitter lifnar samt sem áður vel við þegar ákveðnir atburðir eru í gangi eins og Eurovision eða stórir íþróttaleikir. Eins er miðillinn frábær á samkomum, t.d. ráðstefnum, en það er aldrei eins gaman að vera á Twitter og þá!“
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira