Arion banki færir Landspítala 400 ný sjúkrarúm Sæunn Gísladóttir skrifar 3. september 2015 13:31 Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka og Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans í dag. Vísir/Arion banki Arion banki hefur fært Landspítala háskólasjúkrahúsi 150 milljónir króna að gjöf sem spítalinn mun nota til kaupa á nýjum sjúkrarúmum og dýnum. Afhendingin fór fram í dag á Landspítala við Hringbraut. Brýn þörf er innan spítalans á að endurnýja fjölda rúma sem komin eru til ára sinna. Með gjöfinni verður spítalanum gert mögulegt að kaupa 400 ný sjúkrarúm og dýnur á næstu tveimur árum og verða jafnframt gömlu rúmin tekin úr notkun. Á hverju ári eru legudagar sjúklinga á Landspítala um 220 þúsund og mun endurnýjun sjúkrarúma af þessari stærðargráðu hafa áhrif á þúsundir einstaklinga, bæði sjúklinga og starfsfólk. Gert er ráð fyrir að fyrstu rúmin verði tekin í notkun eftir sex til átta vikur, segir í tilkynningu frá Arion Banka. Staðan á sjúkrarúmum spítalans var kortlögð í árslok 2013. Í ljós kom að af þeim 800 rúmum sem eru í notkun eru um 400 gömul járnrúm. Járnrúmin eru ýmist fótstigin eða rafknúin en rafvirkjar spítalans hafa séð um að rafvæða hluta af gömlu rúmunum til þess að bæta ástand þeirra. Aðstæður eru sérlega slæmar á geðsviði spítalans en þar er, auk gömlu rúmanna, einnig notast við bedda og svefnsófa fyrir sjúklinga. „Við erum afar þakklát Arion banka fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun snerta bæði sjúklinga og starfsfólk spítalans. Járnrúmin sem eru mörg hver hálfrar aldar gömul eru úreld og þjóna ekki sama hlutverki og nútíma rúm sem í dag eru lækningatæki. Gömlu rúmin eru of stutt fyrir marga sjúklinga okkar auk þess sem þau þola ekki mikla þyngd. Til viðbótar hefur verið erfitt fyrir starfsfólk að vinna við rúmin þar sem þau eru mörg hver rangskreið og erfitt er að hækka þau og lækka. Gjöf Arion banka mun breyta daglegu lífi sjúklinga og starfsfólks á spítalanum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. „Við viljum leggja okkar af mörkum til samfélagsins og málefni heilbrigðiskerfisins snerta okkur öll. Við hjá Arion banka höfum í gegnum tíðina stutt við heilbrigðisstofnanir víða um land með tækjagjöfum, þannig að þetta málefni er okkur sérstaklega hugleikið. Nú þegar rekstur og uppbygging bankans gengur vel þá viljum við láta gott af okkur leiða með þessum hætti. Við höfum undanfarið átt samstarf við Landspítala á sviði straumlínustjórnunar og kynnst spítalanum ágætlega. Við fengum fregnir af afleitu ástandi sjúkrarúma og að það kæmi niður á bæði sjúklingum og starfsfólki. Það er okkur því sérstaklega ánægjulegt að geta lagt okkar af mörkum til að bæta líðan sjúklinga og um leið starfsaðstæður starfsfólks spítalans,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.Páll Matthíasson og Höskuldur H. Ólafsson undirrita samning.Vísir/Arion bankiMikilvæg lækningatæki Nútíma sjúkrarúm eru lækningatæki sem eru útbúin flóknum búnaði til að mæta ítrustu kröfum um öryggi sjúklinga og aðstöðu starfsfólks. Þau eru rafdrifin með stillingum fyrir mismunandi sjúkdómsástand: stillingu fyrir stöðu vegna endurlífgunar, gráðuboga sem sýnir nákvæman halla á höfðalagi t.d. vegna höfuðáverka og stjórnborði sem gerir sjúklingi kleift að breyta stöðu rúmsins á eigin spýtur. Nútíma sjúkrarúm eru hönnuð til þess að sjúklingur geti verið í sem eðlilegustum stellingum í því. Þau geta breyst í stól og aðstoðað sjúklinginn við að standa á fætur. Öll hreyfing, þrátt fyrir alvarleg veikindi og rúmlegu af þeim sökum, er lykilatriði í að viðhalda vöðvastyrk og hefja endurhæfingu eins snemma og unnt er. Þá eru dýnurnar gríðarlega mikilvægar því þær þurfa að þola mikla þyngd, notkun og þrif. Góðar dýnur stuðla ekki aðeins að betri líðan sjúklinga heldur fyrirbyggja líka sáramyndun sem kostar ómælda peninga í formi sáraumbúða, sýklalyfja, flókinnar sárameðferðar, lengri legutíma auk þjáninga sem slíku fylgir fyrir sjúklinginn. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Arion banki hefur fært Landspítala háskólasjúkrahúsi 150 milljónir króna að gjöf sem spítalinn mun nota til kaupa á nýjum sjúkrarúmum og dýnum. Afhendingin fór fram í dag á Landspítala við Hringbraut. Brýn þörf er innan spítalans á að endurnýja fjölda rúma sem komin eru til ára sinna. Með gjöfinni verður spítalanum gert mögulegt að kaupa 400 ný sjúkrarúm og dýnur á næstu tveimur árum og verða jafnframt gömlu rúmin tekin úr notkun. Á hverju ári eru legudagar sjúklinga á Landspítala um 220 þúsund og mun endurnýjun sjúkrarúma af þessari stærðargráðu hafa áhrif á þúsundir einstaklinga, bæði sjúklinga og starfsfólk. Gert er ráð fyrir að fyrstu rúmin verði tekin í notkun eftir sex til átta vikur, segir í tilkynningu frá Arion Banka. Staðan á sjúkrarúmum spítalans var kortlögð í árslok 2013. Í ljós kom að af þeim 800 rúmum sem eru í notkun eru um 400 gömul járnrúm. Járnrúmin eru ýmist fótstigin eða rafknúin en rafvirkjar spítalans hafa séð um að rafvæða hluta af gömlu rúmunum til þess að bæta ástand þeirra. Aðstæður eru sérlega slæmar á geðsviði spítalans en þar er, auk gömlu rúmanna, einnig notast við bedda og svefnsófa fyrir sjúklinga. „Við erum afar þakklát Arion banka fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun snerta bæði sjúklinga og starfsfólk spítalans. Járnrúmin sem eru mörg hver hálfrar aldar gömul eru úreld og þjóna ekki sama hlutverki og nútíma rúm sem í dag eru lækningatæki. Gömlu rúmin eru of stutt fyrir marga sjúklinga okkar auk þess sem þau þola ekki mikla þyngd. Til viðbótar hefur verið erfitt fyrir starfsfólk að vinna við rúmin þar sem þau eru mörg hver rangskreið og erfitt er að hækka þau og lækka. Gjöf Arion banka mun breyta daglegu lífi sjúklinga og starfsfólks á spítalanum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. „Við viljum leggja okkar af mörkum til samfélagsins og málefni heilbrigðiskerfisins snerta okkur öll. Við hjá Arion banka höfum í gegnum tíðina stutt við heilbrigðisstofnanir víða um land með tækjagjöfum, þannig að þetta málefni er okkur sérstaklega hugleikið. Nú þegar rekstur og uppbygging bankans gengur vel þá viljum við láta gott af okkur leiða með þessum hætti. Við höfum undanfarið átt samstarf við Landspítala á sviði straumlínustjórnunar og kynnst spítalanum ágætlega. Við fengum fregnir af afleitu ástandi sjúkrarúma og að það kæmi niður á bæði sjúklingum og starfsfólki. Það er okkur því sérstaklega ánægjulegt að geta lagt okkar af mörkum til að bæta líðan sjúklinga og um leið starfsaðstæður starfsfólks spítalans,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.Páll Matthíasson og Höskuldur H. Ólafsson undirrita samning.Vísir/Arion bankiMikilvæg lækningatæki Nútíma sjúkrarúm eru lækningatæki sem eru útbúin flóknum búnaði til að mæta ítrustu kröfum um öryggi sjúklinga og aðstöðu starfsfólks. Þau eru rafdrifin með stillingum fyrir mismunandi sjúkdómsástand: stillingu fyrir stöðu vegna endurlífgunar, gráðuboga sem sýnir nákvæman halla á höfðalagi t.d. vegna höfuðáverka og stjórnborði sem gerir sjúklingi kleift að breyta stöðu rúmsins á eigin spýtur. Nútíma sjúkrarúm eru hönnuð til þess að sjúklingur geti verið í sem eðlilegustum stellingum í því. Þau geta breyst í stól og aðstoðað sjúklinginn við að standa á fætur. Öll hreyfing, þrátt fyrir alvarleg veikindi og rúmlegu af þeim sökum, er lykilatriði í að viðhalda vöðvastyrk og hefja endurhæfingu eins snemma og unnt er. Þá eru dýnurnar gríðarlega mikilvægar því þær þurfa að þola mikla þyngd, notkun og þrif. Góðar dýnur stuðla ekki aðeins að betri líðan sjúklinga heldur fyrirbyggja líka sáramyndun sem kostar ómælda peninga í formi sáraumbúða, sýklalyfja, flókinnar sárameðferðar, lengri legutíma auk þjáninga sem slíku fylgir fyrir sjúklinginn.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira