
Landspítali við Hringbraut
Uppbygging Landspítalans verður við Hringbraut. Mikil vinna var lögð í að finna þann stað sem best hentaði uppbyggingu og rekstri til framtíðar og fékkst niðurstaðan eftir yfirlegu og ítarlega skoðun fagfólks með breiða þekkingu á skipulagsmálum og spítalarekstri. Ólíkir hópar hafa endurmetið forsendur og skoðað staðarvalið frá ýmsum hliðum. Einkum þrír þættir hafa verið hafðir að leiðarljósi; gott aðgengi, hagkvæmni í uppbyggingu og samstarf við aðrar mikilvægar stofnanir í nágrenninu. Niðurstaðan er alltaf sú sama – staðsetning við Hringbraut hefur þá kosti sem vega þyngst, hvort sem horft er til faglegra eða fjárhagslegra þátta. Niðurstöður í nýrri skýrslu KPMG þar sem rýnt var í gögn um kostnað og hagkvæmni þess að byggja við nýjar sjúkrahúsbyggingar við Hringbraut eru enn ein staðfestingin á þessu.
Kostir uppbyggingar við Hringbraut
Aðgengi: Aðkomuleiðir að Hringbrautarlóðinni hafa reynst bestar af þeim kostum sem skoðaðir hafa verið. Aðgengi sjúklinga er gott og verður enn betra með uppbyggingu samgöngumiðstöðvar í túnfæti spítalans, líkt og skipulag gerir ráð fyrir. Um helmingur starfsfólks spítalans getur gengið eða hjólað til vinnu við Hringbraut á innan við 14 mínútum sem felur í sér mikið hagræði fyrir fólkið, spítalann og umhverfið. Meirihluti starfsmanna kemur til vinnu á undan aðaltoppi morgunumferðar. Landspítalinn vinnur að því að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænan ferðamáta, þ.e. koma í strætó, gangandi eða hjólandi. Hlutfallið er nú um fjórðungur og fer hækkandi. Þessi jákvæða þróun mun skipta miklu máli og auðvelda umferð við og í nágrenni spítalans.
Hagkvæmni: Mikil hagkvæmni felst í uppbyggingu við Hringbraut í ljósi þeirrar staðreyndar að stærstur hluti húsakostsins sem þar er fyrir nýtist áfram, alls um 56.000 fermetrar. Þar vegur þungt nýlegt og vel búið húsnæði barnaspítalans sem kennt er við Hringinn. Annað staðarval krefst miklu fleiri nýbygginga með tilheyrandi kostnaðarauka. Ljúka þyrfti öllum byggingum áður en nýr spítali á nýjum stað gæti tekið til starfa. Slíkar aðstæður skapa þrýsting sem leiðir til enn frekari kostnaðarauka. Bið eftir bættum húsakosti Landspítala - sem þegar er orðin allt of löng – yrði miklu lengri ef leita þyrfti að nýrri lóð og vinna tilheyrandi skipulag, hanna nýjar byggingar og ný samgöngumannvirki og skipuleggja aðkomu á nýjum stað. Ljóst er að nýr spítali tæki ekki til starfa fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2030 ef hefja þyrfti undirbúningsferlið að nýju. Slíkt er ekki boðlegt, hvorki sjúklingum né starfsfólki.
Nágrenni: Landspítali á í nánu samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og líftæknifyrirtæki sem nú eru að byggjast upp í nágrenni hans. Í því felast mikil tækifæri fyrir uppbyggingu Landspítala sem háskólasjúkrahúss landsins og nálægðin við þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir verulegu máli.
Hefjumst handa
Stórar ákvarðanir sem varða ríka hagsmuni margra eru oft umdeildar. Ákvörðun um framtíðaruppbyggingu sjúkrahúss allra landsmanna er svo sannarlega stór og mikilvæg og því var viðbúið að skoðanir yrðu skiptar. Rík áhersla hefur verið lögð á það í ákvarðanaferlinu að vanda til verka og að eiga svör við allri málefnalegri gagnrýni. Niðurstaðan sem liggur fyrir er skýr og afdráttarlaus. Uppbygging við Hringbraut er skynsamleg og rétt niðurstaða. Þess vegna er mikilvægt að hefjast handa svo ljúka megi verkinu og endurbyggja þjóðarsjúkrahús Íslendinga sem fyrst.
Skoðun

Trúleysi er kostulegt
Kristinn Theodórsson skrifar

Leggið við hlustir - það er kallað
Jón Steindór Valdimarsson skrifar

Bylting - hálfur milljarður til krabbameinsrannsókna
Ragnheiður Haraldsdóttir skrifar

Þorsteinn Víglundsson á villigötum
Stefán Ólafsson skrifar

Tækifæri í gervigreindinni en ávarpa þarf áhætturnar
Lilja Afreðsdóttir skrifar

Endurtekið efni – eða hvað kæri heilbrigðisráðherra
Halldór Víglundsson skrifar

Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Á Íslandi greinast um 1800 manns á hverju ári með krabbamein
Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar

Rúmlega 150 milljarða halli hjá ríkissjóði og úrvinda sjálfboðaliðar
Bergvin Oddsson skrifar

Baráttan við verðbólguna
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Ofurkraftur okkar allra
Sveinn Waage skrifar

Að hafa skilning á öryggissjónarmiðum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Sorpa
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Að kíkja í pakkann
Guðbrandur Einarsson skrifar

Albert Einstein vs. Ásgeir Jónsson
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi?
Ólafur Stephensen skrifar

Vaxtahækkanir og verðbólga í boði verkalýðshreyfingarinnar
Þorsteinn Víglundsson skrifar

Landsliðið í nýtingu
Þór Sigfússon skrifar

Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta?
Tinna Borg Arnfinnsdóttir skrifar

Allt er breytingum háð - fögnum tilkomu rafmagnshlaupahjólanna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Fjársjóður í ferðaþjónustu
Valdís A. Steingrímsdóttir,Margrét Wendt skrifar

Eru lögfræðingar sérfræðingar í sársaukaskyni dýra?
Ólafur Valsson skrifar

Skepnuskapur eða barn síns tíma?
Kristján Þorsteinsson skrifar

Helgisagan um þjóðarsátt
Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar

Þetta reddast ekki!
Steinunn Þórðardóttir,Oddur Steinarsson,Margrét Ólafía Tómasdóttir,Sólveig Bjarnadóttir,Theódór Skúli Sigurðsson,Ragnar Freyr Ingvarsson,Katrín Ragna Kemp,Teitur Ari Theodórsson,Magdalena Ásgeirsdóttir skrifar

Hinn breiði pensill Seðlabankans
Ingólfur Bender skrifar

Fleiri sýningar í gamla vaxta sirkusnum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Þegar Geiri fer í fríið
Sigurjón Þórðarson skrifar

Við höfum lagt 23 ár í púkkið
Hildur Björk Pálsdóttir skrifar

Alþingi getur ekki farið í sumarfrí án þess að hemja leiguverð og hækka vaxtabætur
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar