Körfubolti

Ljóðskáldið Axel Kárason

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Axel Kárason er fleira til lista lagt en að spila körfubolta.
Axel Kárason er fleira til lista lagt en að spila körfubolta. vísir/andri marinó
Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín.

Ísland er sem kunnugt er í fyrsta sinn meðal þátttökuliða á EM en strákarnir eru í gríðarlega sterkum riðli með Þýskalandi, Tyrklandi, Serbíu, Ítalíu og Spáni.

Sjá einnig: Hlutverk landsliðsmannanna á EuroBasket í Berlín

Strákarnir gera ýmislegt til að stytta stundirnar fram að fyrsta leik en þeim er fleira til lista lagt en kasta bolta ofan í körfu.

Ein dægrastytting sem íslenska liðið hefur stundað er að setja saman vísur og ljóð.

Skagfirðingurinn Axel Kárason hefur t.a.m. sett saman baráttuóð til íslensku strákanna en ljóð hans var birt á heimasíðu KKÍ í dag. Þar segir að Axel hafi ort ljóðið í anda Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi en honum þótti heldur lítið til kveðskapar liðsfélaga sinna koma og sagði hann minna á kveðskap sveitunga síns, Bólu-Hjálmars.

Ljóð Axels:

Leggja nú á lífsins öldur,

ljós í brjóstum þeirra skína.

Eru landsins sverð og skjöldur,

sterkir duginn ávallt sýna.

Smæstir standa meðal þjóða,

sameinaðir þó halda vörð.

Því tryggð og trú við allt það góða,

tendrar elda um alla jörð.

Með vilja og von seglin reisa,

vindar blása strax í nausti.

Einn og allir festar leysa,

á þessu litla fagra hausti.

Mót risum eigi bræður blikna,

berjast, gleðjast, njóta nú.

Kappar þessir aldrei kikna,

keikir spyrja, hver ert þú?


Tengdar fréttir

Veit ekki hvort maður græði á því að fá svona skell

Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson er nokkuð sáttur með stöðuna á liðinu þegar stutt er í EM. Strákarnir fengu skell í gær gegn Belgum en allir sluppu óskaddaðir úr átökum helgarinnar og eru klárir í slaginn í Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×