Setur á sig fótinn og hundurinn tryllist Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2015 11:42 Gísli Marteinn Baldursson dáist hér að hinum nýja fæti, ásamt Guðmundi og Kristleifi. Mynd/Advania „Í sannleika sagt þá fékk ég tár í augun. Ég hljóp um allt og faðmaði fólk. Ég grét af gleði,“ segir Guðmundur Ólafsson um augnablikið þegar hann prófaði í fyrsta sinn nýjan gervifót sem hann hefur hefur unnið að með stoðtækjafyrirtækinu Össuri í rúman áratug. Tæknin á bakvið stoðtækið er sögð byltingarkennd en hún gerir notandanum kleift að hreyfa fótinn með hugsunum einum saman. Guðmundur Ólafsson lét fjarlægja hægri fót sinn fyrir neðan hné í upphafi aldarinnar. „Ég bjó við stanslausan sársauka í 28 ár,“ segir Guðmundur sem var gestur á Haustráðstefnu Advania í morgun þar sem hann, ásamt Kristleifi Kristjánssyni frá Össuri, greindi frá hinum nýja gervifæti. Fyrstu árin eftir aflimunina reiddi Guðmundur sig á Proprio-fót frá Össuri, rafdrifið stoðtæki sem aðlagaði sig að undirlaginu hverju sinni. Ólíkt fætinum sem kynntur var á ráðstefnunni í dag keyrði sá fótur á sjálfstýringu án mikillar aðkomu notandans.Hundurinn hans Guðmundar veit að gönguferð er á döfinni þegar hann setur fótinn á sig #Advania pic.twitter.com/cj0qy9hSOY— Einstein.is (@EinsteinIS) September 4, 2015 Byltingarkennd tækni Rúmlega eitt og hálft ár er síðan Guðmundur uppfærði fótinn. Nú, eftir að skynjari var græddur í fótlegg Guðmundar, getur hann í raun „sagt“ gervifætinum til verka – með heilabylgjunum einum saman. „Þetta er hálf furðulegt því það var ég sem hélt um stjórntaumana, en ekki fóturinn,“ sagði Guðmundur í Hörpu í dag um þegar hann lýsti því hvernig það hafi verið að setja á sig gervifótinn í fyrsta skiptið. Og tilfinningarnar voru ekki langt undan, rétt eins og ummælin hér í upphafi fréttar gefa til kynna. Kristleifur Kristjánsson, sem er lækningalegur framkvæmdastjóri hjá stoðtækaframleiðandanum, tjáði gestum að hér væri um að ræða fyrsta gerviliminn fyrir neðri hluta líkamans sem hægt er að stýra með heilavirkni. Fyrri stoðtæki með slíka virkni hafa til þess einungis verið til boða fyrir efri hluta líkamans, svo sem hendur og fingur, og því er raunverulega um byltingu í framleiðslu gervilima að ræða. Ekki einungis gerir fóturinn notandanum kleift að hagræða ökklanum eftir því hvert undirlagið er hverju sinni, hvort sem ferðinni er heitið upp stiga eða niður brekku, heldur mun hann í fyllingu tímans geta numið áferð undirlagsins. Þannig mun notandinn „finna“ fyrir undirlaginu, rétt eins og á við um il mannslíkamans.Fætur fyrir hvert tilefni Eftir langt og farsælt samstarf við Össur á Guðmundur nú feiknarstórt stoðtækjasafn , fimmtán gervifætur í það heila, sem hver hefur sitt afmarkaða hlutverk. Þannig getur hann skipt um stoðfót eftir því hver dagskráin er hverju sinni. „Ég á hlaupafót, sundfót, göngufót og ég á jafnvel sérstakan gormafót sem frábær til að hoppa á,“ sagði Guðmundur í dag og bætti við að heimilislíf sitt hefði svo sannarlega ekki farið varhluta af tíðum fótaskiptum. „Þegar ég set á mig fótinn, þá veit hundurinn að við erum að fara út að ganga.“ Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
„Í sannleika sagt þá fékk ég tár í augun. Ég hljóp um allt og faðmaði fólk. Ég grét af gleði,“ segir Guðmundur Ólafsson um augnablikið þegar hann prófaði í fyrsta sinn nýjan gervifót sem hann hefur hefur unnið að með stoðtækjafyrirtækinu Össuri í rúman áratug. Tæknin á bakvið stoðtækið er sögð byltingarkennd en hún gerir notandanum kleift að hreyfa fótinn með hugsunum einum saman. Guðmundur Ólafsson lét fjarlægja hægri fót sinn fyrir neðan hné í upphafi aldarinnar. „Ég bjó við stanslausan sársauka í 28 ár,“ segir Guðmundur sem var gestur á Haustráðstefnu Advania í morgun þar sem hann, ásamt Kristleifi Kristjánssyni frá Össuri, greindi frá hinum nýja gervifæti. Fyrstu árin eftir aflimunina reiddi Guðmundur sig á Proprio-fót frá Össuri, rafdrifið stoðtæki sem aðlagaði sig að undirlaginu hverju sinni. Ólíkt fætinum sem kynntur var á ráðstefnunni í dag keyrði sá fótur á sjálfstýringu án mikillar aðkomu notandans.Hundurinn hans Guðmundar veit að gönguferð er á döfinni þegar hann setur fótinn á sig #Advania pic.twitter.com/cj0qy9hSOY— Einstein.is (@EinsteinIS) September 4, 2015 Byltingarkennd tækni Rúmlega eitt og hálft ár er síðan Guðmundur uppfærði fótinn. Nú, eftir að skynjari var græddur í fótlegg Guðmundar, getur hann í raun „sagt“ gervifætinum til verka – með heilabylgjunum einum saman. „Þetta er hálf furðulegt því það var ég sem hélt um stjórntaumana, en ekki fóturinn,“ sagði Guðmundur í Hörpu í dag um þegar hann lýsti því hvernig það hafi verið að setja á sig gervifótinn í fyrsta skiptið. Og tilfinningarnar voru ekki langt undan, rétt eins og ummælin hér í upphafi fréttar gefa til kynna. Kristleifur Kristjánsson, sem er lækningalegur framkvæmdastjóri hjá stoðtækaframleiðandanum, tjáði gestum að hér væri um að ræða fyrsta gerviliminn fyrir neðri hluta líkamans sem hægt er að stýra með heilavirkni. Fyrri stoðtæki með slíka virkni hafa til þess einungis verið til boða fyrir efri hluta líkamans, svo sem hendur og fingur, og því er raunverulega um byltingu í framleiðslu gervilima að ræða. Ekki einungis gerir fóturinn notandanum kleift að hagræða ökklanum eftir því hvert undirlagið er hverju sinni, hvort sem ferðinni er heitið upp stiga eða niður brekku, heldur mun hann í fyllingu tímans geta numið áferð undirlagsins. Þannig mun notandinn „finna“ fyrir undirlaginu, rétt eins og á við um il mannslíkamans.Fætur fyrir hvert tilefni Eftir langt og farsælt samstarf við Össur á Guðmundur nú feiknarstórt stoðtækjasafn , fimmtán gervifætur í það heila, sem hver hefur sitt afmarkaða hlutverk. Þannig getur hann skipt um stoðfót eftir því hver dagskráin er hverju sinni. „Ég á hlaupafót, sundfót, göngufót og ég á jafnvel sérstakan gormafót sem frábær til að hoppa á,“ sagði Guðmundur í dag og bætti við að heimilislíf sitt hefði svo sannarlega ekki farið varhluta af tíðum fótaskiptum. „Þegar ég set á mig fótinn, þá veit hundurinn að við erum að fara út að ganga.“
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira