Tryggingagjald lækki um 1 prósentustig Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2015 08:00 Samtök iðnaðarins segja að bæði atvinnurekendur og launþegar beri byrðarnar af tryggingagjaldinu, jafnvel þótt það sé launþegum ekki sýnilegt. vísir/daníel Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins official myndir Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta fullyrðir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka. Almar segir að fjármálaráðherra hafi talað skýrt um að staða ríkissjóðs leyfi lækkanir á ýmsum sköttum og gjöldum. Samtök iðnaðarins vilji því sjá tryggingagjald lækka um minnst 1 prósentustig í fjárlögum fyrir árið 2016. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt á morgun. „Fjármálaráðherra er alveg fullkunnugt um það hvar við stöndum í þessu," segir Almar þegar hann er spurður að því hvort Samtök iðnaðarins hafi rætt þetta mál við ráðherra meðan á fjárlagavinnunni stóð. „Við erum í reglulegum samskiptum við stjórnvöld og það liggur fyrir í þeim samskiptum að þetta er mjög ofarlega á okkar lista," bætir hann við. Hann bendir á að tryggingagjaldið leggist á allar launagreiðslur í landinu en sé greitt af vinnuveitendum. Lækkun tryggingagjalds sé þess vegna alveg jafnmikið hagsmunamál fyrir alla launþega í landinu og atvinnurekendur þótt það sé ekki sýnilegt launþegum eins og tekjuskatturinn. Þá segir Almar að gjaldið hafi sérstaklega slæm áhrif á lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning starfsmanns vegi þungt. Enn fremur finni mannauðsfrek fyrirtæki mikið fyrir gjaldinu og það valdi því að fyrirtækin vaxi hægar en ella og verðmætasköpunin verði minni. Ábatinn af því að lækka gjaldið sé því mikill. „Það ýtir undir atvinnu, heldur aftur af verðbólgu vegna kjarasamninga og styður við hagvöxt og framleiðniaukningu,“ segir Almar. Almar bendir á að í könnun sem gerð er árlega fyrir Iðnþing komi fram að lækkun tryggingagjalds sé þriðja helsta áhersluatriðið sem iðnrekendur bendi á. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins official myndir Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta fullyrðir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka. Almar segir að fjármálaráðherra hafi talað skýrt um að staða ríkissjóðs leyfi lækkanir á ýmsum sköttum og gjöldum. Samtök iðnaðarins vilji því sjá tryggingagjald lækka um minnst 1 prósentustig í fjárlögum fyrir árið 2016. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt á morgun. „Fjármálaráðherra er alveg fullkunnugt um það hvar við stöndum í þessu," segir Almar þegar hann er spurður að því hvort Samtök iðnaðarins hafi rætt þetta mál við ráðherra meðan á fjárlagavinnunni stóð. „Við erum í reglulegum samskiptum við stjórnvöld og það liggur fyrir í þeim samskiptum að þetta er mjög ofarlega á okkar lista," bætir hann við. Hann bendir á að tryggingagjaldið leggist á allar launagreiðslur í landinu en sé greitt af vinnuveitendum. Lækkun tryggingagjalds sé þess vegna alveg jafnmikið hagsmunamál fyrir alla launþega í landinu og atvinnurekendur þótt það sé ekki sýnilegt launþegum eins og tekjuskatturinn. Þá segir Almar að gjaldið hafi sérstaklega slæm áhrif á lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning starfsmanns vegi þungt. Enn fremur finni mannauðsfrek fyrirtæki mikið fyrir gjaldinu og það valdi því að fyrirtækin vaxi hægar en ella og verðmætasköpunin verði minni. Ábatinn af því að lækka gjaldið sé því mikill. „Það ýtir undir atvinnu, heldur aftur af verðbólgu vegna kjarasamninga og styður við hagvöxt og framleiðniaukningu,“ segir Almar. Almar bendir á að í könnun sem gerð er árlega fyrir Iðnþing komi fram að lækkun tryggingagjalds sé þriðja helsta áhersluatriðið sem iðnrekendur bendi á.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira