Tryggingagjald lækki um 1 prósentustig Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2015 08:00 Samtök iðnaðarins segja að bæði atvinnurekendur og launþegar beri byrðarnar af tryggingagjaldinu, jafnvel þótt það sé launþegum ekki sýnilegt. vísir/daníel Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins official myndir Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta fullyrðir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka. Almar segir að fjármálaráðherra hafi talað skýrt um að staða ríkissjóðs leyfi lækkanir á ýmsum sköttum og gjöldum. Samtök iðnaðarins vilji því sjá tryggingagjald lækka um minnst 1 prósentustig í fjárlögum fyrir árið 2016. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt á morgun. „Fjármálaráðherra er alveg fullkunnugt um það hvar við stöndum í þessu," segir Almar þegar hann er spurður að því hvort Samtök iðnaðarins hafi rætt þetta mál við ráðherra meðan á fjárlagavinnunni stóð. „Við erum í reglulegum samskiptum við stjórnvöld og það liggur fyrir í þeim samskiptum að þetta er mjög ofarlega á okkar lista," bætir hann við. Hann bendir á að tryggingagjaldið leggist á allar launagreiðslur í landinu en sé greitt af vinnuveitendum. Lækkun tryggingagjalds sé þess vegna alveg jafnmikið hagsmunamál fyrir alla launþega í landinu og atvinnurekendur þótt það sé ekki sýnilegt launþegum eins og tekjuskatturinn. Þá segir Almar að gjaldið hafi sérstaklega slæm áhrif á lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning starfsmanns vegi þungt. Enn fremur finni mannauðsfrek fyrirtæki mikið fyrir gjaldinu og það valdi því að fyrirtækin vaxi hægar en ella og verðmætasköpunin verði minni. Ábatinn af því að lækka gjaldið sé því mikill. „Það ýtir undir atvinnu, heldur aftur af verðbólgu vegna kjarasamninga og styður við hagvöxt og framleiðniaukningu,“ segir Almar. Almar bendir á að í könnun sem gerð er árlega fyrir Iðnþing komi fram að lækkun tryggingagjalds sé þriðja helsta áhersluatriðið sem iðnrekendur bendi á. Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins official myndir Tekjur ríkissjóðs af tryggingagjaldi munu hækka um fimm milljarða vegna kjarasamninganna í vor. Þetta fullyrðir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Tryggingagjald er 7,49% af öllum launagreiðslum í landinu. Almar bendir á að í fjárlögum síðasta árs hafi verið reiknað með að tryggingagjöld myndu skila um 78 milljörðum. Niðurstaða kjarasamninganna þýði að þessi tala muni hækka. Almar segir að fjármálaráðherra hafi talað skýrt um að staða ríkissjóðs leyfi lækkanir á ýmsum sköttum og gjöldum. Samtök iðnaðarins vilji því sjá tryggingagjald lækka um minnst 1 prósentustig í fjárlögum fyrir árið 2016. Fjárlagafrumvarpið verður kynnt á morgun. „Fjármálaráðherra er alveg fullkunnugt um það hvar við stöndum í þessu," segir Almar þegar hann er spurður að því hvort Samtök iðnaðarins hafi rætt þetta mál við ráðherra meðan á fjárlagavinnunni stóð. „Við erum í reglulegum samskiptum við stjórnvöld og það liggur fyrir í þeim samskiptum að þetta er mjög ofarlega á okkar lista," bætir hann við. Hann bendir á að tryggingagjaldið leggist á allar launagreiðslur í landinu en sé greitt af vinnuveitendum. Lækkun tryggingagjalds sé þess vegna alveg jafnmikið hagsmunamál fyrir alla launþega í landinu og atvinnurekendur þótt það sé ekki sýnilegt launþegum eins og tekjuskatturinn. Þá segir Almar að gjaldið hafi sérstaklega slæm áhrif á lítil fyrirtæki þar sem sérhver ráðning starfsmanns vegi þungt. Enn fremur finni mannauðsfrek fyrirtæki mikið fyrir gjaldinu og það valdi því að fyrirtækin vaxi hægar en ella og verðmætasköpunin verði minni. Ábatinn af því að lækka gjaldið sé því mikill. „Það ýtir undir atvinnu, heldur aftur af verðbólgu vegna kjarasamninga og styður við hagvöxt og framleiðniaukningu,“ segir Almar. Almar bendir á að í könnun sem gerð er árlega fyrir Iðnþing komi fram að lækkun tryggingagjalds sé þriðja helsta áhersluatriðið sem iðnrekendur bendi á.
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira