Viðskipti innlent

Dæmdur fyrir tæplega 30 milljón króna fjárdrátt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Maðurinn sem dæmdur var fyrir fjárdrátt hafði ekki áður verið dæmdur til refsingar.
Maðurinn sem dæmdur var fyrir fjárdrátt hafði ekki áður verið dæmdur til refsingar. Vísir/Valgarður Gíslason
Maður sem starfaði sem umboðsaðili fyrir Orange Business UK limited, áður Equant Network Service Limited, hefur verið dæmdur fyrir að draga sér rúmar 29,7 milljónir króna á árinum 2010 til 2013 í starfi sínu. Maðurinn millifærði í samtals 15 skipti af reikningi í eigu Equant á Íslandi inn á reikning í eigu einkahlutafélagsins O.S. communication sem var í eigu hans og yfir á sinn eigin bankareikning í Íslandsbanka.

Maðurinn var sakfelldur fyrir fjárdrátt og dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að með vísan til sakaferils ákærðra, skýlausrar játningar hans og þess að hann hefur verið samvinnufús við rannsókn málsins, þykir rétt að skilorðsbinda refsinguna og mun hún falla niður eftir þrjú ár. Manninum var gert að greiða Equant skaðabætur að fjárhæð 29,7 milljónum króna með vöxtum auk greiðslu alls sakarkostnaðar.

Maðurinn er fæddur árið 1945 og hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×