Virkur eða óvirkur málskotsréttur Haukur Arnþórsson skrifar 8. september 2015 08:00 Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum. Ríkisstjórnin hefur boðað framlagningu frumvarps á Alþingi um slíka breytingu á stjórnarskrá. En er það spennandi fyrirkomulag? Markmið Minnt skal á að markmið málskots er að tryggja að almannavilja sé mætt með stjórnarframkvæmd. Til þess er gert mögulegt að stöðva óvinsæl ríkisstjórnaráform. Veruleg þörf gæti verið á því að mæta þessu markmiði hér á landi þar sem sameiginlegur skilningur almennings í mörgum stórum málum endurspeglast ekki alltaf í áformum ríkisstjórna. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar ekki markmið í sjálfu sér. Þær hafa fjölmarga galla auk þess að vera einfalt meirihlutaræði. Erfitt er að vera með spurningar til almennings í flóknum málum, þátttaka verður fljótlega lítil því áhugi almennings dalar, o.s.frv. Virkur eða óvirkur málskotsréttur Málskotsrétt má kalla óvirkan þegar hann er knúinn fram með undirskriftum eða af hálfu forsetaembættisins af þeim ástæðum að þá er hann í höndum aðila sem ekki hafa aðkomu að lagasetningu, geta ekki samið sig inn í mál, myndað nýja stefnu í því og boðið fram á grundvelli andstöðu við mál. Hann er óvirkur af því að málskotsaðilinn er ekki þátttakandi í lýðræðiskerfinu okkar (fulltrúalýðræðinu) og getur nánast ekki gert neitt nema hafnað máli. Málskotsréttur hjá minnihluta alþingismanna er hins vegar virkur vegna þess að þeir hafa stöðu til þess að breyta máli, hafa áhrif á lausnina og vinna úr málinu ef almannavilja er ekki mætt þannig að viðunandi sé. Enda er verkefnið að finna nýja sameiginlega lausn sem sátt verður um. Þar sem þingræði ríkir virðist eðlilegast að málskotsrétturinn sé innan þess kerfis, ekki bara til þess að halda heilleika kerfisins sem þó er mikilvægt markmið, heldur einnig til þess að ekki komi upp valdatogstreita milli þings og þjóðar (eða þings og forseta) og þrátefli um mál. Aðkoma almennings Aðkoma almennings að málinu getur engu að síður verið afgerandi. Ef Alþingi fær undirskriftasöfnun með tugum þúsunda nafna er væntanlega óhjákvæmilegt fyrir stjórnarandstöðuna að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og með undirskriftasöfnuninni verður vald hennar til þess að breyta málinu mjög sterkt. Málskotsrétturinn í Folketinget hefur ekki leitt til margra þjóðaratkvæðagreiðslna, en rökstyðja má að hann sé hluti af stjórnmálakerfi sem leysir mál í sameiningu en ekki í átökum og hlustar vel á rödd dönsku þjóðarinnar. Og þá er tilganginum náð. Áhætta Gera þarf skýran greinarmun á málskotsrétti og skoðanakönnun. Málskotsréttur þarf að vera lifandi vald og afdráttarlaust, annars breytir hann stjórnmálunum ekki. Því er varla valkostur að ríkisstjórn sitji eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og hún hafi verið að skoða hvernig landið liggur, aðilar á þingi þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu. Ef þeir leggja ekki í það verða þeir að semja um mál þannig að friður myndist um lausnina – og hættan á því að ríkisstjórn falli neyðir hana að samningaborðinu. Endurnýjun þingræðisins Þá eru ótalin þau endurnýjunaráhrif sem virkur málskotsréttur gæti haft á Alþingi. Stjórnarandstaðan gæti orðið ábyrg í mótun samfélagsreglna sem myndi breyta ásýnd lýðræðisins hér á landi mikið, s.s. framkvæmd þingfunda. Sterk samningsstaða hennar gæti dregið úr hættunni á því að lög frá tíð síðustu ríkisstjórnar séu felld niður eða þeim sé breytt eftir stjórnarskipti. Lagasetning Alþingis gæti orðið samfelldari og uppbygging innviða samfélagsins líka. Ósennilegt er að minnihlutinn misnotaði málskotsréttinn, enda fælist í því mikill ósigur að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi það veikja aðstöðu hans til þess að hafa áhrif á stjórnarfrumvörp. Niðurlag Auðvelt er að rökstyðja að virkur málskotsréttur hjá minnihluta Alþingis að danskri fyrirmynd sé það úrræði sem best mætir markmiðum með málskoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum. Ríkisstjórnin hefur boðað framlagningu frumvarps á Alþingi um slíka breytingu á stjórnarskrá. En er það spennandi fyrirkomulag? Markmið Minnt skal á að markmið málskots er að tryggja að almannavilja sé mætt með stjórnarframkvæmd. Til þess er gert mögulegt að stöðva óvinsæl ríkisstjórnaráform. Veruleg þörf gæti verið á því að mæta þessu markmiði hér á landi þar sem sameiginlegur skilningur almennings í mörgum stórum málum endurspeglast ekki alltaf í áformum ríkisstjórna. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar ekki markmið í sjálfu sér. Þær hafa fjölmarga galla auk þess að vera einfalt meirihlutaræði. Erfitt er að vera með spurningar til almennings í flóknum málum, þátttaka verður fljótlega lítil því áhugi almennings dalar, o.s.frv. Virkur eða óvirkur málskotsréttur Málskotsrétt má kalla óvirkan þegar hann er knúinn fram með undirskriftum eða af hálfu forsetaembættisins af þeim ástæðum að þá er hann í höndum aðila sem ekki hafa aðkomu að lagasetningu, geta ekki samið sig inn í mál, myndað nýja stefnu í því og boðið fram á grundvelli andstöðu við mál. Hann er óvirkur af því að málskotsaðilinn er ekki þátttakandi í lýðræðiskerfinu okkar (fulltrúalýðræðinu) og getur nánast ekki gert neitt nema hafnað máli. Málskotsréttur hjá minnihluta alþingismanna er hins vegar virkur vegna þess að þeir hafa stöðu til þess að breyta máli, hafa áhrif á lausnina og vinna úr málinu ef almannavilja er ekki mætt þannig að viðunandi sé. Enda er verkefnið að finna nýja sameiginlega lausn sem sátt verður um. Þar sem þingræði ríkir virðist eðlilegast að málskotsrétturinn sé innan þess kerfis, ekki bara til þess að halda heilleika kerfisins sem þó er mikilvægt markmið, heldur einnig til þess að ekki komi upp valdatogstreita milli þings og þjóðar (eða þings og forseta) og þrátefli um mál. Aðkoma almennings Aðkoma almennings að málinu getur engu að síður verið afgerandi. Ef Alþingi fær undirskriftasöfnun með tugum þúsunda nafna er væntanlega óhjákvæmilegt fyrir stjórnarandstöðuna að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og með undirskriftasöfnuninni verður vald hennar til þess að breyta málinu mjög sterkt. Málskotsrétturinn í Folketinget hefur ekki leitt til margra þjóðaratkvæðagreiðslna, en rökstyðja má að hann sé hluti af stjórnmálakerfi sem leysir mál í sameiningu en ekki í átökum og hlustar vel á rödd dönsku þjóðarinnar. Og þá er tilganginum náð. Áhætta Gera þarf skýran greinarmun á málskotsrétti og skoðanakönnun. Málskotsréttur þarf að vera lifandi vald og afdráttarlaust, annars breytir hann stjórnmálunum ekki. Því er varla valkostur að ríkisstjórn sitji eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og hún hafi verið að skoða hvernig landið liggur, aðilar á þingi þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu. Ef þeir leggja ekki í það verða þeir að semja um mál þannig að friður myndist um lausnina – og hættan á því að ríkisstjórn falli neyðir hana að samningaborðinu. Endurnýjun þingræðisins Þá eru ótalin þau endurnýjunaráhrif sem virkur málskotsréttur gæti haft á Alþingi. Stjórnarandstaðan gæti orðið ábyrg í mótun samfélagsreglna sem myndi breyta ásýnd lýðræðisins hér á landi mikið, s.s. framkvæmd þingfunda. Sterk samningsstaða hennar gæti dregið úr hættunni á því að lög frá tíð síðustu ríkisstjórnar séu felld niður eða þeim sé breytt eftir stjórnarskipti. Lagasetning Alþingis gæti orðið samfelldari og uppbygging innviða samfélagsins líka. Ósennilegt er að minnihlutinn misnotaði málskotsréttinn, enda fælist í því mikill ósigur að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi það veikja aðstöðu hans til þess að hafa áhrif á stjórnarfrumvörp. Niðurlag Auðvelt er að rökstyðja að virkur málskotsréttur hjá minnihluta Alþingis að danskri fyrirmynd sé það úrræði sem best mætir markmiðum með málskoti.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun