Virkur eða óvirkur málskotsréttur Haukur Arnþórsson skrifar 8. september 2015 08:00 Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum. Ríkisstjórnin hefur boðað framlagningu frumvarps á Alþingi um slíka breytingu á stjórnarskrá. En er það spennandi fyrirkomulag? Markmið Minnt skal á að markmið málskots er að tryggja að almannavilja sé mætt með stjórnarframkvæmd. Til þess er gert mögulegt að stöðva óvinsæl ríkisstjórnaráform. Veruleg þörf gæti verið á því að mæta þessu markmiði hér á landi þar sem sameiginlegur skilningur almennings í mörgum stórum málum endurspeglast ekki alltaf í áformum ríkisstjórna. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar ekki markmið í sjálfu sér. Þær hafa fjölmarga galla auk þess að vera einfalt meirihlutaræði. Erfitt er að vera með spurningar til almennings í flóknum málum, þátttaka verður fljótlega lítil því áhugi almennings dalar, o.s.frv. Virkur eða óvirkur málskotsréttur Málskotsrétt má kalla óvirkan þegar hann er knúinn fram með undirskriftum eða af hálfu forsetaembættisins af þeim ástæðum að þá er hann í höndum aðila sem ekki hafa aðkomu að lagasetningu, geta ekki samið sig inn í mál, myndað nýja stefnu í því og boðið fram á grundvelli andstöðu við mál. Hann er óvirkur af því að málskotsaðilinn er ekki þátttakandi í lýðræðiskerfinu okkar (fulltrúalýðræðinu) og getur nánast ekki gert neitt nema hafnað máli. Málskotsréttur hjá minnihluta alþingismanna er hins vegar virkur vegna þess að þeir hafa stöðu til þess að breyta máli, hafa áhrif á lausnina og vinna úr málinu ef almannavilja er ekki mætt þannig að viðunandi sé. Enda er verkefnið að finna nýja sameiginlega lausn sem sátt verður um. Þar sem þingræði ríkir virðist eðlilegast að málskotsrétturinn sé innan þess kerfis, ekki bara til þess að halda heilleika kerfisins sem þó er mikilvægt markmið, heldur einnig til þess að ekki komi upp valdatogstreita milli þings og þjóðar (eða þings og forseta) og þrátefli um mál. Aðkoma almennings Aðkoma almennings að málinu getur engu að síður verið afgerandi. Ef Alþingi fær undirskriftasöfnun með tugum þúsunda nafna er væntanlega óhjákvæmilegt fyrir stjórnarandstöðuna að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og með undirskriftasöfnuninni verður vald hennar til þess að breyta málinu mjög sterkt. Málskotsrétturinn í Folketinget hefur ekki leitt til margra þjóðaratkvæðagreiðslna, en rökstyðja má að hann sé hluti af stjórnmálakerfi sem leysir mál í sameiningu en ekki í átökum og hlustar vel á rödd dönsku þjóðarinnar. Og þá er tilganginum náð. Áhætta Gera þarf skýran greinarmun á málskotsrétti og skoðanakönnun. Málskotsréttur þarf að vera lifandi vald og afdráttarlaust, annars breytir hann stjórnmálunum ekki. Því er varla valkostur að ríkisstjórn sitji eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og hún hafi verið að skoða hvernig landið liggur, aðilar á þingi þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu. Ef þeir leggja ekki í það verða þeir að semja um mál þannig að friður myndist um lausnina – og hættan á því að ríkisstjórn falli neyðir hana að samningaborðinu. Endurnýjun þingræðisins Þá eru ótalin þau endurnýjunaráhrif sem virkur málskotsréttur gæti haft á Alþingi. Stjórnarandstaðan gæti orðið ábyrg í mótun samfélagsreglna sem myndi breyta ásýnd lýðræðisins hér á landi mikið, s.s. framkvæmd þingfunda. Sterk samningsstaða hennar gæti dregið úr hættunni á því að lög frá tíð síðustu ríkisstjórnar séu felld niður eða þeim sé breytt eftir stjórnarskipti. Lagasetning Alþingis gæti orðið samfelldari og uppbygging innviða samfélagsins líka. Ósennilegt er að minnihlutinn misnotaði málskotsréttinn, enda fælist í því mikill ósigur að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi það veikja aðstöðu hans til þess að hafa áhrif á stjórnarfrumvörp. Niðurlag Auðvelt er að rökstyðja að virkur málskotsréttur hjá minnihluta Alþingis að danskri fyrirmynd sé það úrræði sem best mætir markmiðum með málskoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Verulegur áhugi virðist vera á því að málskotsréttur, það að vísa þingmáli til þjóðaratkvæðis, fari fram með undirskriftarsöfnunum. Ríkisstjórnin hefur boðað framlagningu frumvarps á Alþingi um slíka breytingu á stjórnarskrá. En er það spennandi fyrirkomulag? Markmið Minnt skal á að markmið málskots er að tryggja að almannavilja sé mætt með stjórnarframkvæmd. Til þess er gert mögulegt að stöðva óvinsæl ríkisstjórnaráform. Veruleg þörf gæti verið á því að mæta þessu markmiði hér á landi þar sem sameiginlegur skilningur almennings í mörgum stórum málum endurspeglast ekki alltaf í áformum ríkisstjórna. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru hins vegar ekki markmið í sjálfu sér. Þær hafa fjölmarga galla auk þess að vera einfalt meirihlutaræði. Erfitt er að vera með spurningar til almennings í flóknum málum, þátttaka verður fljótlega lítil því áhugi almennings dalar, o.s.frv. Virkur eða óvirkur málskotsréttur Málskotsrétt má kalla óvirkan þegar hann er knúinn fram með undirskriftum eða af hálfu forsetaembættisins af þeim ástæðum að þá er hann í höndum aðila sem ekki hafa aðkomu að lagasetningu, geta ekki samið sig inn í mál, myndað nýja stefnu í því og boðið fram á grundvelli andstöðu við mál. Hann er óvirkur af því að málskotsaðilinn er ekki þátttakandi í lýðræðiskerfinu okkar (fulltrúalýðræðinu) og getur nánast ekki gert neitt nema hafnað máli. Málskotsréttur hjá minnihluta alþingismanna er hins vegar virkur vegna þess að þeir hafa stöðu til þess að breyta máli, hafa áhrif á lausnina og vinna úr málinu ef almannavilja er ekki mætt þannig að viðunandi sé. Enda er verkefnið að finna nýja sameiginlega lausn sem sátt verður um. Þar sem þingræði ríkir virðist eðlilegast að málskotsrétturinn sé innan þess kerfis, ekki bara til þess að halda heilleika kerfisins sem þó er mikilvægt markmið, heldur einnig til þess að ekki komi upp valdatogstreita milli þings og þjóðar (eða þings og forseta) og þrátefli um mál. Aðkoma almennings Aðkoma almennings að málinu getur engu að síður verið afgerandi. Ef Alþingi fær undirskriftasöfnun með tugum þúsunda nafna er væntanlega óhjákvæmilegt fyrir stjórnarandstöðuna að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og með undirskriftasöfnuninni verður vald hennar til þess að breyta málinu mjög sterkt. Málskotsrétturinn í Folketinget hefur ekki leitt til margra þjóðaratkvæðagreiðslna, en rökstyðja má að hann sé hluti af stjórnmálakerfi sem leysir mál í sameiningu en ekki í átökum og hlustar vel á rödd dönsku þjóðarinnar. Og þá er tilganginum náð. Áhætta Gera þarf skýran greinarmun á málskotsrétti og skoðanakönnun. Málskotsréttur þarf að vera lifandi vald og afdráttarlaust, annars breytir hann stjórnmálunum ekki. Því er varla valkostur að ríkisstjórn sitji eftir að hafa tapað í þjóðaratkvæðagreiðslu rétt eins og hún hafi verið að skoða hvernig landið liggur, aðilar á þingi þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu. Ef þeir leggja ekki í það verða þeir að semja um mál þannig að friður myndist um lausnina – og hættan á því að ríkisstjórn falli neyðir hana að samningaborðinu. Endurnýjun þingræðisins Þá eru ótalin þau endurnýjunaráhrif sem virkur málskotsréttur gæti haft á Alþingi. Stjórnarandstaðan gæti orðið ábyrg í mótun samfélagsreglna sem myndi breyta ásýnd lýðræðisins hér á landi mikið, s.s. framkvæmd þingfunda. Sterk samningsstaða hennar gæti dregið úr hættunni á því að lög frá tíð síðustu ríkisstjórnar séu felld niður eða þeim sé breytt eftir stjórnarskipti. Lagasetning Alþingis gæti orðið samfelldari og uppbygging innviða samfélagsins líka. Ósennilegt er að minnihlutinn misnotaði málskotsréttinn, enda fælist í því mikill ósigur að tapa þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi það veikja aðstöðu hans til þess að hafa áhrif á stjórnarfrumvörp. Niðurlag Auðvelt er að rökstyðja að virkur málskotsréttur hjá minnihluta Alþingis að danskri fyrirmynd sé það úrræði sem best mætir markmiðum með málskoti.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun