Á alþjóðadegi læsis Illugi Gunnarsson skrifar 8. september 2015 08:00 Í dag er alþjóðadagur læsis. Samfara auknu læsi aukast möguleikar barna um allan heim á því að mennta sig og þar með bæta lífskjör sín. Um leið og læsi er lykill að innihaldsríku lífi, þá veitir það börnum möguleika á því að virkja hæfileika sína og láta drauma rætast. Börn hinna ríku Vesturlandabúa sem og fátæk börn í þróunarlöndunum eiga það öll sammerkt að læsi er forsenda þess að þau geti spjarað sig. Það er því ekki að furða að UNESCO skuli hafa allt frá árinu 1965 tileinkað þennan dag læsi. Í yfirlýsingu UNESCO segir að læsi sé grunnlífsleikni, kjarni alls náms og varði því alla.Þjóðarsáttmáli um læsi Þessa dagana eru sveitafélögin, sem bera ábyrgð á rekstri grunnskólanna, og mennta- og menningamálaráðuneytið að undirrita samninga um 5 ára átak til að efla læsi. Markmiðið er að börnin okkar geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Öllum má vera ljóst mikilvægi þessa. Um 99% af krökkunum sem luku grunnskóla í vor sem leið, skráðu sig til náms í framhaldsskóla. Enginn þarf því að efast um að börnin okkar skilji ekki mikilvægi náms. En möguleikar þeirra barna sem ekki geta lesið sér til gagns á því að ráða við námið eru mjög skertir. 30% drengja eru í slíkri stöðu við lok grunnskóla og 12% stúlkna. Líkurnar á því að þau börn heltist úr lestinni er því meiri en minni og tap þeirra og samfélagsins verður mikið.Jöfn tækifæri Undirtónn Þjóðarsáttmálans um læsi, sem verður undirritaður af ríki, sveitarfélögum og Heimili og skóla, er sá að börnin okkar eiga að búa að sömu tækifærum í lífinu við lok grunnskólagöngunnar, óháð efnahag eða félagslegri stöðu foreldra þeirra. Erlendar rannsóknir sýna þannig að ekki verður um villst að þeir einstaklingar sem ekki geta lesið sér til gagns standa mun verr að vígi en þeir sem það geta. Það er því okkar verkefni, foreldra, kennara, sveitarfélaga og ríkis, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að börnin okkar verði læs, annað er ekki boðlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðadagur læsis. Samfara auknu læsi aukast möguleikar barna um allan heim á því að mennta sig og þar með bæta lífskjör sín. Um leið og læsi er lykill að innihaldsríku lífi, þá veitir það börnum möguleika á því að virkja hæfileika sína og láta drauma rætast. Börn hinna ríku Vesturlandabúa sem og fátæk börn í þróunarlöndunum eiga það öll sammerkt að læsi er forsenda þess að þau geti spjarað sig. Það er því ekki að furða að UNESCO skuli hafa allt frá árinu 1965 tileinkað þennan dag læsi. Í yfirlýsingu UNESCO segir að læsi sé grunnlífsleikni, kjarni alls náms og varði því alla.Þjóðarsáttmáli um læsi Þessa dagana eru sveitafélögin, sem bera ábyrgð á rekstri grunnskólanna, og mennta- og menningamálaráðuneytið að undirrita samninga um 5 ára átak til að efla læsi. Markmiðið er að börnin okkar geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. Öllum má vera ljóst mikilvægi þessa. Um 99% af krökkunum sem luku grunnskóla í vor sem leið, skráðu sig til náms í framhaldsskóla. Enginn þarf því að efast um að börnin okkar skilji ekki mikilvægi náms. En möguleikar þeirra barna sem ekki geta lesið sér til gagns á því að ráða við námið eru mjög skertir. 30% drengja eru í slíkri stöðu við lok grunnskóla og 12% stúlkna. Líkurnar á því að þau börn heltist úr lestinni er því meiri en minni og tap þeirra og samfélagsins verður mikið.Jöfn tækifæri Undirtónn Þjóðarsáttmálans um læsi, sem verður undirritaður af ríki, sveitarfélögum og Heimili og skóla, er sá að börnin okkar eiga að búa að sömu tækifærum í lífinu við lok grunnskólagöngunnar, óháð efnahag eða félagslegri stöðu foreldra þeirra. Erlendar rannsóknir sýna þannig að ekki verður um villst að þeir einstaklingar sem ekki geta lesið sér til gagns standa mun verr að vígi en þeir sem það geta. Það er því okkar verkefni, foreldra, kennara, sveitarfélaga og ríkis, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að börnin okkar verði læs, annað er ekki boðlegt.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar