Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2015 22:30 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er einn af ákærðu í Marple-málinu. Vísir/Gva Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með skýrslutökum yfir sakborningum. Fyrst var tekin skýrsla af Guðný Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjórastjóra Kaupþings. Guðný Arna tók við stöðu fjármálastjóra árið 2005 og hennar næsti yfirmaður var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Við skýrslutöku kom fram að Guðný Arna hefði fyrst og fremst tekið við boðum frá honum. Guðný og Hreiðar eru bæði sökuð um fjárdrátt með því að hafa millifært í tvígang rúmlega þrjá milljarða króna af reikningi Kaupþings á Íslandi til Kaupþings í Lúxembúrg sem Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Kaupþings Lúxembúrg, færði yfir á reikning Marple Holding. Magnús er einnig ákærður í málinu fyrir umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu og að halda eftir ólögmætum ávinningi af brotunum. „Hreiðar Már kallaði mig inn á skrifstofu og kallaði eftir því að þetta yrði gert. Hann fór yfir forsendur samningsins og var með gögnin í höndunum,“ segir Guðný Arna um fyrsta ákæruliðinn. Þá millifærði hún þrjá milljarða inn á reikning Kaupþings í Lúxembúrg sem síðar runnu til ákærða Skúla. Samningur þessa efnis hefur aldrei fundist en Hreiðar Már kom inn á í sinni skýrslutöku að „sennilega hefði hann fundist í læstri hirslu á skrifstofu sinni.“Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.Vísir/GVAAldrei talað við ákærða Skúla Þorvaldsson Upplýsingar um millifærsluna hafi verið skráðar inn á safn sem kallast yfirstjórn og var ætlað Hreiðari Má og viðskiptum sem hann stundaði á þeim tíma. Hann hafi verið skráður fyrir því. Hann tók ákvarðanirnar, bar ábyrgð á tapi og hagnaði. Ákæruvaldið hefur gert mikið úr því að neinar upplýsingar aðrar en upphæðin hafi fundist tengt þessum viðskiptum. Guðný segir að hún hafi ekki komið að viðskiptunum sjálfum að öðru leiti því en að hafa milligöngu um millifærsluna. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hverjir komu að samningnum eða tengt hverjum. Hún hafi aðeins séð að peningarnir færu til Lúxembúrg en ekki hvert þeir færu næst. „Ég veit ekki hvað varð um gögn forstjórans [Hreiðars]. Skrifstofan hans var tæmd og henni breytt í fundarherbergi,“ sagði Guðný er verjendur tóku við keflinu af ákæruvaldinu. Guðný starfaði áfram hjá bankanum í nokkurn tíma eftir hrun. „Ég sá ekkert óeðlilegt við þau tilmæli sem ég fékk frá Hreiðari í þessum viðskiptum og hef aldrei verið beðin um að halda neinu leyndu þeim tengdum. Hreiðar Már kom ítrekað að stærri verkefnum sem skiptu bankann miklu.“ Yfirheyrslum yfir Guðný lauk á þeim nótum að hún staðhæfði að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg, hefði aldrei haft nokkuð boðvald yfir sér. Einnig sagði hún hefði aldrei átt nokkur samskipti við ákærða Skúla Þorvaldsson. Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með skýrslutökum yfir sakborningum. Fyrst var tekin skýrsla af Guðný Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjórastjóra Kaupþings. Guðný Arna tók við stöðu fjármálastjóra árið 2005 og hennar næsti yfirmaður var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Við skýrslutöku kom fram að Guðný Arna hefði fyrst og fremst tekið við boðum frá honum. Guðný og Hreiðar eru bæði sökuð um fjárdrátt með því að hafa millifært í tvígang rúmlega þrjá milljarða króna af reikningi Kaupþings á Íslandi til Kaupþings í Lúxembúrg sem Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Kaupþings Lúxembúrg, færði yfir á reikning Marple Holding. Magnús er einnig ákærður í málinu fyrir umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu og að halda eftir ólögmætum ávinningi af brotunum. „Hreiðar Már kallaði mig inn á skrifstofu og kallaði eftir því að þetta yrði gert. Hann fór yfir forsendur samningsins og var með gögnin í höndunum,“ segir Guðný Arna um fyrsta ákæruliðinn. Þá millifærði hún þrjá milljarða inn á reikning Kaupþings í Lúxembúrg sem síðar runnu til ákærða Skúla. Samningur þessa efnis hefur aldrei fundist en Hreiðar Már kom inn á í sinni skýrslutöku að „sennilega hefði hann fundist í læstri hirslu á skrifstofu sinni.“Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.Vísir/GVAAldrei talað við ákærða Skúla Þorvaldsson Upplýsingar um millifærsluna hafi verið skráðar inn á safn sem kallast yfirstjórn og var ætlað Hreiðari Má og viðskiptum sem hann stundaði á þeim tíma. Hann hafi verið skráður fyrir því. Hann tók ákvarðanirnar, bar ábyrgð á tapi og hagnaði. Ákæruvaldið hefur gert mikið úr því að neinar upplýsingar aðrar en upphæðin hafi fundist tengt þessum viðskiptum. Guðný segir að hún hafi ekki komið að viðskiptunum sjálfum að öðru leiti því en að hafa milligöngu um millifærsluna. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hverjir komu að samningnum eða tengt hverjum. Hún hafi aðeins séð að peningarnir færu til Lúxembúrg en ekki hvert þeir færu næst. „Ég veit ekki hvað varð um gögn forstjórans [Hreiðars]. Skrifstofan hans var tæmd og henni breytt í fundarherbergi,“ sagði Guðný er verjendur tóku við keflinu af ákæruvaldinu. Guðný starfaði áfram hjá bankanum í nokkurn tíma eftir hrun. „Ég sá ekkert óeðlilegt við þau tilmæli sem ég fékk frá Hreiðari í þessum viðskiptum og hef aldrei verið beðin um að halda neinu leyndu þeim tengdum. Hreiðar Már kom ítrekað að stærri verkefnum sem skiptu bankann miklu.“ Yfirheyrslum yfir Guðný lauk á þeim nótum að hún staðhæfði að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg, hefði aldrei haft nokkuð boðvald yfir sér. Einnig sagði hún hefði aldrei átt nokkur samskipti við ákærða Skúla Þorvaldsson.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09
Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06