Guðný Arna: Skrifstofu Hreiðars var breytt í fundarherbergi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. september 2015 22:30 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er einn af ákærðu í Marple-málinu. Vísir/Gva Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með skýrslutökum yfir sakborningum. Fyrst var tekin skýrsla af Guðný Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjórastjóra Kaupþings. Guðný Arna tók við stöðu fjármálastjóra árið 2005 og hennar næsti yfirmaður var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Við skýrslutöku kom fram að Guðný Arna hefði fyrst og fremst tekið við boðum frá honum. Guðný og Hreiðar eru bæði sökuð um fjárdrátt með því að hafa millifært í tvígang rúmlega þrjá milljarða króna af reikningi Kaupþings á Íslandi til Kaupþings í Lúxembúrg sem Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Kaupþings Lúxembúrg, færði yfir á reikning Marple Holding. Magnús er einnig ákærður í málinu fyrir umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu og að halda eftir ólögmætum ávinningi af brotunum. „Hreiðar Már kallaði mig inn á skrifstofu og kallaði eftir því að þetta yrði gert. Hann fór yfir forsendur samningsins og var með gögnin í höndunum,“ segir Guðný Arna um fyrsta ákæruliðinn. Þá millifærði hún þrjá milljarða inn á reikning Kaupþings í Lúxembúrg sem síðar runnu til ákærða Skúla. Samningur þessa efnis hefur aldrei fundist en Hreiðar Már kom inn á í sinni skýrslutöku að „sennilega hefði hann fundist í læstri hirslu á skrifstofu sinni.“Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.Vísir/GVAAldrei talað við ákærða Skúla Þorvaldsson Upplýsingar um millifærsluna hafi verið skráðar inn á safn sem kallast yfirstjórn og var ætlað Hreiðari Má og viðskiptum sem hann stundaði á þeim tíma. Hann hafi verið skráður fyrir því. Hann tók ákvarðanirnar, bar ábyrgð á tapi og hagnaði. Ákæruvaldið hefur gert mikið úr því að neinar upplýsingar aðrar en upphæðin hafi fundist tengt þessum viðskiptum. Guðný segir að hún hafi ekki komið að viðskiptunum sjálfum að öðru leiti því en að hafa milligöngu um millifærsluna. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hverjir komu að samningnum eða tengt hverjum. Hún hafi aðeins séð að peningarnir færu til Lúxembúrg en ekki hvert þeir færu næst. „Ég veit ekki hvað varð um gögn forstjórans [Hreiðars]. Skrifstofan hans var tæmd og henni breytt í fundarherbergi,“ sagði Guðný er verjendur tóku við keflinu af ákæruvaldinu. Guðný starfaði áfram hjá bankanum í nokkurn tíma eftir hrun. „Ég sá ekkert óeðlilegt við þau tilmæli sem ég fékk frá Hreiðari í þessum viðskiptum og hef aldrei verið beðin um að halda neinu leyndu þeim tengdum. Hreiðar Már kom ítrekað að stærri verkefnum sem skiptu bankann miklu.“ Yfirheyrslum yfir Guðný lauk á þeim nótum að hún staðhæfði að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg, hefði aldrei haft nokkuð boðvald yfir sér. Einnig sagði hún hefði aldrei átt nokkur samskipti við ákærða Skúla Þorvaldsson. Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Aðalmeðferð í svokölluðu Marple-máli hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun með skýrslutökum yfir sakborningum. Fyrst var tekin skýrsla af Guðný Örnu Sveinsdóttur fyrrverandi fjármálastjórastjóra Kaupþings. Guðný Arna tók við stöðu fjármálastjóra árið 2005 og hennar næsti yfirmaður var Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Við skýrslutöku kom fram að Guðný Arna hefði fyrst og fremst tekið við boðum frá honum. Guðný og Hreiðar eru bæði sökuð um fjárdrátt með því að hafa millifært í tvígang rúmlega þrjá milljarða króna af reikningi Kaupþings á Íslandi til Kaupþings í Lúxembúrg sem Magnús Guðmundsson, þáverandi forstjóri Kaupþings Lúxembúrg, færði yfir á reikning Marple Holding. Magnús er einnig ákærður í málinu fyrir umboðssvik, hylmingu og hlutdeild í fjárdrætti. Skúli Þorvaldsson er ákærður fyrir hylmingu og að halda eftir ólögmætum ávinningi af brotunum. „Hreiðar Már kallaði mig inn á skrifstofu og kallaði eftir því að þetta yrði gert. Hann fór yfir forsendur samningsins og var með gögnin í höndunum,“ segir Guðný Arna um fyrsta ákæruliðinn. Þá millifærði hún þrjá milljarða inn á reikning Kaupþings í Lúxembúrg sem síðar runnu til ákærða Skúla. Samningur þessa efnis hefur aldrei fundist en Hreiðar Már kom inn á í sinni skýrslutöku að „sennilega hefði hann fundist í læstri hirslu á skrifstofu sinni.“Skúli Þorvaldsson í dómsal í dag.Vísir/GVAAldrei talað við ákærða Skúla Þorvaldsson Upplýsingar um millifærsluna hafi verið skráðar inn á safn sem kallast yfirstjórn og var ætlað Hreiðari Má og viðskiptum sem hann stundaði á þeim tíma. Hann hafi verið skráður fyrir því. Hann tók ákvarðanirnar, bar ábyrgð á tapi og hagnaði. Ákæruvaldið hefur gert mikið úr því að neinar upplýsingar aðrar en upphæðin hafi fundist tengt þessum viðskiptum. Guðný segir að hún hafi ekki komið að viðskiptunum sjálfum að öðru leiti því en að hafa milligöngu um millifærsluna. Hún hafi ekki vitað nákvæmlega hverjir komu að samningnum eða tengt hverjum. Hún hafi aðeins séð að peningarnir færu til Lúxembúrg en ekki hvert þeir færu næst. „Ég veit ekki hvað varð um gögn forstjórans [Hreiðars]. Skrifstofan hans var tæmd og henni breytt í fundarherbergi,“ sagði Guðný er verjendur tóku við keflinu af ákæruvaldinu. Guðný starfaði áfram hjá bankanum í nokkurn tíma eftir hrun. „Ég sá ekkert óeðlilegt við þau tilmæli sem ég fékk frá Hreiðari í þessum viðskiptum og hef aldrei verið beðin um að halda neinu leyndu þeim tengdum. Hreiðar Már kom ítrekað að stærri verkefnum sem skiptu bankann miklu.“ Yfirheyrslum yfir Guðný lauk á þeim nótum að hún staðhæfði að Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxembúrg, hefði aldrei haft nokkuð boðvald yfir sér. Einnig sagði hún hefði aldrei átt nokkur samskipti við ákærða Skúla Þorvaldsson.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09 Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30 Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Aðalmeðferð hafin í Marple-málinu Á meðal ákærðu eru Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson. 7. september 2015 09:09
Magnús Guðmundsson: Skúli gat aldrei fengið fjármuni úr viðskiptunum Aðalmeðferð í Marple-málinu verður fram haldið á morgun. 7. september 2015 17:30
Hreiðar Már segist sakaður um þjófnað án þess að hafa haft ástæðu til að stela Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, gerði alvarlegar athugasemdir við meðferð á málum hans fyrir dómi við upphaf skýrslutöku yfir honum í Marple-málsins. 7. september 2015 13:06