Skyldulífeyrissparnaður er nauðsynlegur Sæunn Gísladóttir skrifar 8. september 2015 10:54 Svend. E Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School. Vísir/GVA Mikilvægt er að skapa hvata til að fólk vilji spara ellilífeyri þar sem almenningur sparar ekki nærri því nógu mikið ef dregið er úr skyldulífeyrissparnaði. Þetta kom fram í máli Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School sem fjallaði um þetta efni á málstofu hjá Seðlabankanum í gær, út frá aðstæðum í Danmörku. Þar sem íslenska lífeyriskerfið er á ýmsan hátt svipað því danska er ýmislegt sem við getum lært af rannsóknum hans. Á málstofunni í gær kynnti Hougaard Jensen niðurstöður úr ritgerð sinni Occupational Pensions, Aggregate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark. Danska lífeyriskerfið er talið eitt það besta í heiminum meðal annars vegna þess að það er talið sjálfbært til lengri tíma litið. Það hefur verið valið besta kerfið af Melbourne Mercer Global Pension Index þrjú ár í röð. Frá níunda áratugnum hefur þeim sem greiða í lífeyrissjóði farið fjölgandi í Danmörku og námu eignir lífeyrissjóðanna 200% af vergri landsframleiðslu árið 2012, samanborið við 50% árið 1984. Á málstofunni fjallaði Hougaard Jensen sérstaklega um áhrif þess að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Rannsókn sýndi fram á að einungis 15% Dana bregðast við breytingum á reglum um lífeyrissparnað með því að auka við eða draga úr sparnaði. Þess vegna er talið brýnt að hafa skyldulífeyrissparnað. Hougaard Jensen telur að þetta geti ekki staðist og samkvæmt rannsóknum hans myndu Danir bregðast við afnámi skyldulífeyrissparnaðar með því að spara um 50% af núverandi lífeyri. Þetta gæti hins vegar haft mjög slæm áhrif á danska hagkerfið. Í byrjun myndi skattstofninn aukast þar sem fólk myndi spara minna og því eyða meiru sem myndi margfaldast út í hagkerfið. Hins vegar myndi þetta til lengri tíma litið hafa skaðleg áhrif. Útgjöld ríkisins myndu ekki standa undir sér, það yrði árlegur halli sem myndi nema 1%, eða 15 milljörðum danskra króna. Jensen vék einnig stuttlega að áhrifum þess að breyta því hvernig ávöxtun af lífeyri er skattlagður og greiddur út. Hann telur mikilvægt að viðhalda núverandi kerfi í Danmörku. Rauði þráðurinn í fyrirlestrinum var hins vegar mikilvægi þess að skapa hvata til að almenningur vilji spara lífeyri, þar sem almenningur bregst við hvötum og eins og rannsóknir hans hafa sýnt fram á myndi afnám skyldulífeyrissparnaðar hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Hægt er að lesa ritgerð hans hér. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði af í tólf ár“ Atvinnulíf Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Mikilvægt er að skapa hvata til að fólk vilji spara ellilífeyri þar sem almenningur sparar ekki nærri því nógu mikið ef dregið er úr skyldulífeyrissparnaði. Þetta kom fram í máli Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School sem fjallaði um þetta efni á málstofu hjá Seðlabankanum í gær, út frá aðstæðum í Danmörku. Þar sem íslenska lífeyriskerfið er á ýmsan hátt svipað því danska er ýmislegt sem við getum lært af rannsóknum hans. Á málstofunni í gær kynnti Hougaard Jensen niðurstöður úr ritgerð sinni Occupational Pensions, Aggregate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark. Danska lífeyriskerfið er talið eitt það besta í heiminum meðal annars vegna þess að það er talið sjálfbært til lengri tíma litið. Það hefur verið valið besta kerfið af Melbourne Mercer Global Pension Index þrjú ár í röð. Frá níunda áratugnum hefur þeim sem greiða í lífeyrissjóði farið fjölgandi í Danmörku og námu eignir lífeyrissjóðanna 200% af vergri landsframleiðslu árið 2012, samanborið við 50% árið 1984. Á málstofunni fjallaði Hougaard Jensen sérstaklega um áhrif þess að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Rannsókn sýndi fram á að einungis 15% Dana bregðast við breytingum á reglum um lífeyrissparnað með því að auka við eða draga úr sparnaði. Þess vegna er talið brýnt að hafa skyldulífeyrissparnað. Hougaard Jensen telur að þetta geti ekki staðist og samkvæmt rannsóknum hans myndu Danir bregðast við afnámi skyldulífeyrissparnaðar með því að spara um 50% af núverandi lífeyri. Þetta gæti hins vegar haft mjög slæm áhrif á danska hagkerfið. Í byrjun myndi skattstofninn aukast þar sem fólk myndi spara minna og því eyða meiru sem myndi margfaldast út í hagkerfið. Hins vegar myndi þetta til lengri tíma litið hafa skaðleg áhrif. Útgjöld ríkisins myndu ekki standa undir sér, það yrði árlegur halli sem myndi nema 1%, eða 15 milljörðum danskra króna. Jensen vék einnig stuttlega að áhrifum þess að breyta því hvernig ávöxtun af lífeyri er skattlagður og greiddur út. Hann telur mikilvægt að viðhalda núverandi kerfi í Danmörku. Rauði þráðurinn í fyrirlestrinum var hins vegar mikilvægi þess að skapa hvata til að almenningur vilji spara lífeyri, þar sem almenningur bregst við hvötum og eins og rannsóknir hans hafa sýnt fram á myndi afnám skyldulífeyrissparnaðar hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Hægt er að lesa ritgerð hans hér.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði af í tólf ár“ Atvinnulíf Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira