Skyldulífeyrissparnaður er nauðsynlegur Sæunn Gísladóttir skrifar 8. september 2015 10:54 Svend. E Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School. Vísir/GVA Mikilvægt er að skapa hvata til að fólk vilji spara ellilífeyri þar sem almenningur sparar ekki nærri því nógu mikið ef dregið er úr skyldulífeyrissparnaði. Þetta kom fram í máli Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School sem fjallaði um þetta efni á málstofu hjá Seðlabankanum í gær, út frá aðstæðum í Danmörku. Þar sem íslenska lífeyriskerfið er á ýmsan hátt svipað því danska er ýmislegt sem við getum lært af rannsóknum hans. Á málstofunni í gær kynnti Hougaard Jensen niðurstöður úr ritgerð sinni Occupational Pensions, Aggregate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark. Danska lífeyriskerfið er talið eitt það besta í heiminum meðal annars vegna þess að það er talið sjálfbært til lengri tíma litið. Það hefur verið valið besta kerfið af Melbourne Mercer Global Pension Index þrjú ár í röð. Frá níunda áratugnum hefur þeim sem greiða í lífeyrissjóði farið fjölgandi í Danmörku og námu eignir lífeyrissjóðanna 200% af vergri landsframleiðslu árið 2012, samanborið við 50% árið 1984. Á málstofunni fjallaði Hougaard Jensen sérstaklega um áhrif þess að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Rannsókn sýndi fram á að einungis 15% Dana bregðast við breytingum á reglum um lífeyrissparnað með því að auka við eða draga úr sparnaði. Þess vegna er talið brýnt að hafa skyldulífeyrissparnað. Hougaard Jensen telur að þetta geti ekki staðist og samkvæmt rannsóknum hans myndu Danir bregðast við afnámi skyldulífeyrissparnaðar með því að spara um 50% af núverandi lífeyri. Þetta gæti hins vegar haft mjög slæm áhrif á danska hagkerfið. Í byrjun myndi skattstofninn aukast þar sem fólk myndi spara minna og því eyða meiru sem myndi margfaldast út í hagkerfið. Hins vegar myndi þetta til lengri tíma litið hafa skaðleg áhrif. Útgjöld ríkisins myndu ekki standa undir sér, það yrði árlegur halli sem myndi nema 1%, eða 15 milljörðum danskra króna. Jensen vék einnig stuttlega að áhrifum þess að breyta því hvernig ávöxtun af lífeyri er skattlagður og greiddur út. Hann telur mikilvægt að viðhalda núverandi kerfi í Danmörku. Rauði þráðurinn í fyrirlestrinum var hins vegar mikilvægi þess að skapa hvata til að almenningur vilji spara lífeyri, þar sem almenningur bregst við hvötum og eins og rannsóknir hans hafa sýnt fram á myndi afnám skyldulífeyrissparnaðar hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Hægt er að lesa ritgerð hans hér. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira
Mikilvægt er að skapa hvata til að fólk vilji spara ellilífeyri þar sem almenningur sparar ekki nærri því nógu mikið ef dregið er úr skyldulífeyrissparnaði. Þetta kom fram í máli Svend E. Hougaard Jensen, prófessor við Copenhagen Business School sem fjallaði um þetta efni á málstofu hjá Seðlabankanum í gær, út frá aðstæðum í Danmörku. Þar sem íslenska lífeyriskerfið er á ýmsan hátt svipað því danska er ýmislegt sem við getum lært af rannsóknum hans. Á málstofunni í gær kynnti Hougaard Jensen niðurstöður úr ritgerð sinni Occupational Pensions, Aggregate Saving and Fiscal Sustainability in Denmark. Danska lífeyriskerfið er talið eitt það besta í heiminum meðal annars vegna þess að það er talið sjálfbært til lengri tíma litið. Það hefur verið valið besta kerfið af Melbourne Mercer Global Pension Index þrjú ár í röð. Frá níunda áratugnum hefur þeim sem greiða í lífeyrissjóði farið fjölgandi í Danmörku og námu eignir lífeyrissjóðanna 200% af vergri landsframleiðslu árið 2012, samanborið við 50% árið 1984. Á málstofunni fjallaði Hougaard Jensen sérstaklega um áhrif þess að draga úr skyldulífeyrissparnaði. Rannsókn sýndi fram á að einungis 15% Dana bregðast við breytingum á reglum um lífeyrissparnað með því að auka við eða draga úr sparnaði. Þess vegna er talið brýnt að hafa skyldulífeyrissparnað. Hougaard Jensen telur að þetta geti ekki staðist og samkvæmt rannsóknum hans myndu Danir bregðast við afnámi skyldulífeyrissparnaðar með því að spara um 50% af núverandi lífeyri. Þetta gæti hins vegar haft mjög slæm áhrif á danska hagkerfið. Í byrjun myndi skattstofninn aukast þar sem fólk myndi spara minna og því eyða meiru sem myndi margfaldast út í hagkerfið. Hins vegar myndi þetta til lengri tíma litið hafa skaðleg áhrif. Útgjöld ríkisins myndu ekki standa undir sér, það yrði árlegur halli sem myndi nema 1%, eða 15 milljörðum danskra króna. Jensen vék einnig stuttlega að áhrifum þess að breyta því hvernig ávöxtun af lífeyri er skattlagður og greiddur út. Hann telur mikilvægt að viðhalda núverandi kerfi í Danmörku. Rauði þráðurinn í fyrirlestrinum var hins vegar mikilvægi þess að skapa hvata til að almenningur vilji spara lífeyri, þar sem almenningur bregst við hvötum og eins og rannsóknir hans hafa sýnt fram á myndi afnám skyldulífeyrissparnaðar hafa neikvæð áhrif á hagkerfið. Hægt er að lesa ritgerð hans hér.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Sjá meira