Viðskipti innlent

Mikil hækkun á mörkuðum í Japan

Sæunn Gísladóttir skrifar
Mesta hækkun varð á japönsku hlutabréfavísitölunni Nikkei í átta ár í dag.
Mesta hækkun varð á japönsku hlutabréfavísitölunni Nikkei í átta ár í dag. Vísir/Getty
Hlutabréfavísitalan Nikkei í Japan hækkaði um 7,71% þegar viðskiptum lauk í dag og lokaði í 18,770.51 stigi. Þetta var mesta hækkun á á vísitölunni á einum degi síðan árið 2008. Í gær varð hins vegar töluverð lækkun á henni.

Talið er að orð nýs forsætisráðherra, Abe, sem gáfu til kynna skattalækkanir hafi haft áhrif á vísitöluna.

 Hækkunin hafði áhrif á hlutabréfavísitölur um allan heim. Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum í gær og kínverski markaðurinn virðist einnig vera á bataleið, en hann hefur verið gífurlega sveiflukenndur í allt sumar og hríðféll hlutabréfaverð þar í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×