Viðskipti innlent

Dunkin´ Donuts opnar í Kringlunni

Samúel Karl Ólason skrifar
Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi.
Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi.
Kleinuhringjakaffihúsið Dunkin’ Donuts opnar sinn annan stað á Íslandi í október næstkomandi í Kringlunni. Kaffihúsakeðjan opnað sinn fyrsta stað á Laugaveginum í síðasta mánuði og hefur nánast verið röð inn á staðin síðan.

Samkvæmt tilkynningu frá Dunkin’ Donuts verða tíu starfsmenn ráðnir á staðinn í Kringlunni. Stefnt er að því að opna 16 Dunkin’ Donuts staði hér á landi á næstu fimm árum.

Í tilkynningunni segir að Árni Pétur Jónsson, forstjóri Dunkin‘ Donuts á Íslandi sé ánægður með staðsetninguna, en nýi staðurinn verður á fyrstu hæð í Kringlunni og með sætisaðstöðu fyrir allt að 30 manns.

„Viðskiptavinir Kringlunnar eru fjölmargir daglega og það er ánægjulegt að geta boðið þeim upp á frekara úrval af góðum veitingum á viðráðanlegu verði. Við verðum með hraða og góða þjónustu og sama vöruúrval og á kaffihúsinu okkar á Laugavegi,“ segir Árni.

Gert er ráð fyrir að ráða þurfi í kringum tíu manns fyrir opnunina og eftir að þeim ráðningum lýkur eru um 30 manns í vinnu hjá Dunkin´ Donuts á Íslandi. Árni Pétur segir að virkilega vel hafi tekist til í ráðningarmálunum til þessa og að mikill áhugi sé fyrir því að starfa á kaffihúsum keðjunnar, en til stendur að staðirnir verði orðnir 16 talsins eftir fimm ár.

„Það er óhætt að segja að mikið hafi mætt á starfsfólkinu til þessa enda viðtökurnar við fyrsta staðnum á Laugavegi verið vonum framar. Við erum með harðduglegt fólk í vinnu, sem hefur fengið góða þjálfun en við trúum því að þjálfunin skili sér til viðskiptavina okkar með glaðlegri og öruggri þjónustu”, segir hann.

Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, fagnar því að samningar hafi náðst um komu Dunkin´ Donuts þangað inn. „Við trúum því að þessi viðbót eigi eftir að leggjast vel í viðskiptavini okkar enda er Dunkin´ Donuts sterkt vörumerki sem virðist vera mikill áhugi fyrir hjá landsmönnum. Við viljum bjóða viðskiptavinum Kringlunnar upp á val þegar kemur að verslun, veitingum og þjónustu og þetta er einn liðurinn í því,“ segir Sigurjón.


Tengdar fréttir

Þegar æði grípur landann

Dunkin' Donuts er langt því frá fyrsta alþjóðlega vörumerkið sem Íslendingar taka fegins hendi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,96
30
672.712
SJOVA
0,58
2
1.857
ICEAIR
0,34
65
97.094
ICESEA
0,3
8
107.056
KVIKA
0,21
14
242.088

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,23
3
130.000
SYN
-0,62
5
14.556
ORIGO
-0,51
4
26.281
REGINN
-0,38
1
1.950
BRIM
-0,36
3
4.058
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.