Nauðsynlegt að verjast ásókn í háa vexti á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2015 13:44 Seðlabankinn segir nauðsynlegt að grípa til ráðstafana samhliða afnámi hafta til að koma í veg fyrir að erlendir fjárfestar sæki í miklum mæli í háa vexti á Íslandi. En mikill munur er á stýrivöxtum hér og í nánast öllum öðrum vestrænum ríkjum. Eitt af því sem varð til þess að íslenskt efnahagslíf hrundi með braki og brestum í október 2008 var gífurleg ásókn fjárfesta í háa vexti á Íslandi og hægt var að hagnast mikið á þeim vaxtamun sem var á milli Íslands og annarra landa. Eftir hrun situr þjóðarbúið uppi með margumtalaða snjóhengju erlendra krónueigna sem er hluti vandans við að afnema gjaldeyrishöftin. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentustig í gær og eru þeir nú 5,5 prósent á sama tíma og þeir eru engir eða rétt fyrir núllinu í flestum vestrænum ríkjum. Alþingi samþykkti nánast einróma í vor áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta en eins og vaxtaumhverfið er nú er hætta á að sami leikurinn endurtaki sig og fjárfestar sæki í þennan mikla vaxtamun með tilheyrandi innstreymi erlends fjármagns. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom inn á þennan vanda á kynningarfundi í Seðlabankanum í gær og minnti á að nú þegar hefðu verið stigin ýmis skref við undirbúning á afnámi hafta og í gildi væru reglur sem ættu að takmarka innflæði erlends fjármagns. Már sagði að auk þeirra reglna hefði verið rætt að setja gjald, eða bindiskyldu á fjármagnshreyfingar. „Sem myndi hafa áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum, virkum vaxtamun gagnvart útlöndum, og gæti þannig aukið bitið í peningastefnunni. Komið í veg fyrir það að ef við þurfum að hækka vexti af innlendum ástæðum, að það sogi þá inn of mikið fjármagn,“ sagði Már. Næstu skref áður en fjármagnshreyfingar yrðu alfarið gefnar fjálsar hjá innlendum aðilum væru að setja á regluverk um gjald eða skatt á fjármálahreyfingar. Hins vegar séu margir ókostir við að þessu markmiði verði náð með skattlagningu þar sem Seðlabankinn hafi ekki skattlagningarvaldið heldur Alþingi og stýritæki sem þetta þurfi að vera sveigjanlegt. „Mun þetta eyða öllum vaxtamun? Það er akkúrat það sem felst í því að vera með sveigjanlegt tæki. Það ræðst af aðstæðum. Við getum alveg hugsað okkur aðstæður þar sem það er talið nauðsynlegt að eyja öllum vaxtamun um hríð. Það verður að ráðast af því hvað er að gerast í þjóðarbúskapnum, hvað við þurfum varðandi aðhald peningastefnunnar og hvernig fjármálastöðugleikamatið er,“ sagði seðlabankastjóri. Almennt ráðist þetta hins vegar ekki bara af Seðlabankanum heldur stefnumótun stjórnvalda og hvernig þau sjái þátttöku Íslands á almennum fjármagnsmarkaði og frjálsum fjármagnshreyfingum til lengdar. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira
Seðlabankinn segir nauðsynlegt að grípa til ráðstafana samhliða afnámi hafta til að koma í veg fyrir að erlendir fjárfestar sæki í miklum mæli í háa vexti á Íslandi. En mikill munur er á stýrivöxtum hér og í nánast öllum öðrum vestrænum ríkjum. Eitt af því sem varð til þess að íslenskt efnahagslíf hrundi með braki og brestum í október 2008 var gífurleg ásókn fjárfesta í háa vexti á Íslandi og hægt var að hagnast mikið á þeim vaxtamun sem var á milli Íslands og annarra landa. Eftir hrun situr þjóðarbúið uppi með margumtalaða snjóhengju erlendra krónueigna sem er hluti vandans við að afnema gjaldeyrishöftin. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 0,5 prósentustig í gær og eru þeir nú 5,5 prósent á sama tíma og þeir eru engir eða rétt fyrir núllinu í flestum vestrænum ríkjum. Alþingi samþykkti nánast einróma í vor áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta en eins og vaxtaumhverfið er nú er hætta á að sami leikurinn endurtaki sig og fjárfestar sæki í þennan mikla vaxtamun með tilheyrandi innstreymi erlends fjármagns. Már Guðmundsson seðlabankastjóri kom inn á þennan vanda á kynningarfundi í Seðlabankanum í gær og minnti á að nú þegar hefðu verið stigin ýmis skref við undirbúning á afnámi hafta og í gildi væru reglur sem ættu að takmarka innflæði erlends fjármagns. Már sagði að auk þeirra reglna hefði verið rætt að setja gjald, eða bindiskyldu á fjármagnshreyfingar. „Sem myndi hafa áhrif á vaxtamun gagnvart útlöndum, virkum vaxtamun gagnvart útlöndum, og gæti þannig aukið bitið í peningastefnunni. Komið í veg fyrir það að ef við þurfum að hækka vexti af innlendum ástæðum, að það sogi þá inn of mikið fjármagn,“ sagði Már. Næstu skref áður en fjármagnshreyfingar yrðu alfarið gefnar fjálsar hjá innlendum aðilum væru að setja á regluverk um gjald eða skatt á fjármálahreyfingar. Hins vegar séu margir ókostir við að þessu markmiði verði náð með skattlagningu þar sem Seðlabankinn hafi ekki skattlagningarvaldið heldur Alþingi og stýritæki sem þetta þurfi að vera sveigjanlegt. „Mun þetta eyða öllum vaxtamun? Það er akkúrat það sem felst í því að vera með sveigjanlegt tæki. Það ræðst af aðstæðum. Við getum alveg hugsað okkur aðstæður þar sem það er talið nauðsynlegt að eyja öllum vaxtamun um hríð. Það verður að ráðast af því hvað er að gerast í þjóðarbúskapnum, hvað við þurfum varðandi aðhald peningastefnunnar og hvernig fjármálastöðugleikamatið er,“ sagði seðlabankastjóri. Almennt ráðist þetta hins vegar ekki bara af Seðlabankanum heldur stefnumótun stjórnvalda og hvernig þau sjái þátttöku Íslands á almennum fjármagnsmarkaði og frjálsum fjármagnshreyfingum til lengdar.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Sjá meira