Einstök staðsetning á heimsmælikvarða Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2015 12:15 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi. Vísir/Valli Borgarstjóri segir löngu tímabært að byggt sé í holunni framan við Hörpu og telur að fimm stjörnu hótel Marriott hótelkeðjunnar muni efla ferðaþjónustuna í Reykjavík. Aðstoðarforstjóri Marriott segir staðsetninguna einstaka og á heimsmælikvarða. Árum saman hefur verið reynt að ná samningum við erlend hótelfyrirtæki um byggingu fimm stjörnu hótels á lóðinni framan við Hörpu til að styrkja ráðstefnuhald og aðra starfsemi í húsinu. Fjöldi viljayfirlýsinga hefur verið undirritaður en aldrei áður hefur verið skrifað undir formlega samninga eins og nú. Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Carpenter og Co sem m.a. sérhæfir sig í byggingu hótela í samstarfi við nokkrar stærstu hótelkeðjur heims sér um fjármögnun byggingarinnar í samstarfi við Arion banka. Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá Tark mun teikna bygginguna í samstarfi við Cambridge 7 arkitektastofuna í Bandaríkjunum.Teikningar klárar á haustmánuðum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að teikningar eigi að liggja fyrir á haustmánuðum og framkvæmdir hefjist upp úr áramótum. Það sé löngu tímabært að fylla upp í holuna við Hörpu. „Það er auðvitað mikilvægt á margan hátt. Í fyrsta lagi er þetta stór fjárfesting (16 milljarðar). Það er löngu tímabært að fylla í holuna eins og þú segir. En þetta er líka ný vídd í ferðaþjónustuna. Þetta markaðssetur sig gagnvart betur borgandi ferðamönnum. Svo held ég að það sé mjög spennandi að þarna er stefnan ekki sett á að vera með lúxushótel bara fyrir einhverja ríka gesti, heldur lifandi hótel sem opnar sig fyrir borgarbúa. Er með lifandi dagskrá út í gegn og verður hluti að borgarlífinu en ekki út af fyrir sig,“ segir Dagur. Þetta muni breikka framboðið í miðborginni sem sé nú þegar mjög skemmtileg og styðja við annan hótelrekstur og ferðaþjónustu í borginni. Hótelið mun heita Marriott Edition Reykjavík en Edition er nýtt vörumerki fimm stjörnu hótela Marriott hótelkeðjunnar og hafa einungis fjögur slík hótel verið opnuð hingað til, en Marriott rekur fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn.Verður eitt besta hótel í heimi Sandeep Walia aðstoðarforstjóri Marriott Edition í Evrópu er mjög spenntur fyrir möguleikunum í Reykjavík og segir að innan nokkurra ára rísi 250 herbergja gæðahótel upp úr holunni við Hörpu „Þetta verður án efa eitt besta hótel í heimi. Staðsetningin er stórkostleg með útsýni yfir höfnina og Faxablóa við hliðina á Hörpu. Samvinna hótelsins og ráðstefnumiðstöðvarinnar í Hörpu getur reynst mjög vel. Hugsanlega mun hótel af þessari gerð draga stærri ráðstefnur að Hörpu,“ segir Sandeep Walia. Tengdar fréttir Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Borgarstjóri segir löngu tímabært að byggt sé í holunni framan við Hörpu og telur að fimm stjörnu hótel Marriott hótelkeðjunnar muni efla ferðaþjónustuna í Reykjavík. Aðstoðarforstjóri Marriott segir staðsetninguna einstaka og á heimsmælikvarða. Árum saman hefur verið reynt að ná samningum við erlend hótelfyrirtæki um byggingu fimm stjörnu hótels á lóðinni framan við Hörpu til að styrkja ráðstefnuhald og aðra starfsemi í húsinu. Fjöldi viljayfirlýsinga hefur verið undirritaður en aldrei áður hefur verið skrifað undir formlega samninga eins og nú. Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Carpenter og Co sem m.a. sérhæfir sig í byggingu hótela í samstarfi við nokkrar stærstu hótelkeðjur heims sér um fjármögnun byggingarinnar í samstarfi við Arion banka. Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá Tark mun teikna bygginguna í samstarfi við Cambridge 7 arkitektastofuna í Bandaríkjunum.Teikningar klárar á haustmánuðum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að teikningar eigi að liggja fyrir á haustmánuðum og framkvæmdir hefjist upp úr áramótum. Það sé löngu tímabært að fylla upp í holuna við Hörpu. „Það er auðvitað mikilvægt á margan hátt. Í fyrsta lagi er þetta stór fjárfesting (16 milljarðar). Það er löngu tímabært að fylla í holuna eins og þú segir. En þetta er líka ný vídd í ferðaþjónustuna. Þetta markaðssetur sig gagnvart betur borgandi ferðamönnum. Svo held ég að það sé mjög spennandi að þarna er stefnan ekki sett á að vera með lúxushótel bara fyrir einhverja ríka gesti, heldur lifandi hótel sem opnar sig fyrir borgarbúa. Er með lifandi dagskrá út í gegn og verður hluti að borgarlífinu en ekki út af fyrir sig,“ segir Dagur. Þetta muni breikka framboðið í miðborginni sem sé nú þegar mjög skemmtileg og styðja við annan hótelrekstur og ferðaþjónustu í borginni. Hótelið mun heita Marriott Edition Reykjavík en Edition er nýtt vörumerki fimm stjörnu hótela Marriott hótelkeðjunnar og hafa einungis fjögur slík hótel verið opnuð hingað til, en Marriott rekur fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn.Verður eitt besta hótel í heimi Sandeep Walia aðstoðarforstjóri Marriott Edition í Evrópu er mjög spenntur fyrir möguleikunum í Reykjavík og segir að innan nokkurra ára rísi 250 herbergja gæðahótel upp úr holunni við Hörpu „Þetta verður án efa eitt besta hótel í heimi. Staðsetningin er stórkostleg með útsýni yfir höfnina og Faxablóa við hliðina á Hörpu. Samvinna hótelsins og ráðstefnumiðstöðvarinnar í Hörpu getur reynst mjög vel. Hugsanlega mun hótel af þessari gerð draga stærri ráðstefnur að Hörpu,“ segir Sandeep Walia.
Tengdar fréttir Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Sjá meira
Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19