Einstök staðsetning á heimsmælikvarða Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2015 12:15 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Richard L. Friedman, forstjóri Carpenter & Company, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, sem leiðir fjármögnun hótelbyggingarinnar, skoða líkan af hótelinu og næsta umhverfi. Vísir/Valli Borgarstjóri segir löngu tímabært að byggt sé í holunni framan við Hörpu og telur að fimm stjörnu hótel Marriott hótelkeðjunnar muni efla ferðaþjónustuna í Reykjavík. Aðstoðarforstjóri Marriott segir staðsetninguna einstaka og á heimsmælikvarða. Árum saman hefur verið reynt að ná samningum við erlend hótelfyrirtæki um byggingu fimm stjörnu hótels á lóðinni framan við Hörpu til að styrkja ráðstefnuhald og aðra starfsemi í húsinu. Fjöldi viljayfirlýsinga hefur verið undirritaður en aldrei áður hefur verið skrifað undir formlega samninga eins og nú. Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Carpenter og Co sem m.a. sérhæfir sig í byggingu hótela í samstarfi við nokkrar stærstu hótelkeðjur heims sér um fjármögnun byggingarinnar í samstarfi við Arion banka. Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá Tark mun teikna bygginguna í samstarfi við Cambridge 7 arkitektastofuna í Bandaríkjunum.Teikningar klárar á haustmánuðum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að teikningar eigi að liggja fyrir á haustmánuðum og framkvæmdir hefjist upp úr áramótum. Það sé löngu tímabært að fylla upp í holuna við Hörpu. „Það er auðvitað mikilvægt á margan hátt. Í fyrsta lagi er þetta stór fjárfesting (16 milljarðar). Það er löngu tímabært að fylla í holuna eins og þú segir. En þetta er líka ný vídd í ferðaþjónustuna. Þetta markaðssetur sig gagnvart betur borgandi ferðamönnum. Svo held ég að það sé mjög spennandi að þarna er stefnan ekki sett á að vera með lúxushótel bara fyrir einhverja ríka gesti, heldur lifandi hótel sem opnar sig fyrir borgarbúa. Er með lifandi dagskrá út í gegn og verður hluti að borgarlífinu en ekki út af fyrir sig,“ segir Dagur. Þetta muni breikka framboðið í miðborginni sem sé nú þegar mjög skemmtileg og styðja við annan hótelrekstur og ferðaþjónustu í borginni. Hótelið mun heita Marriott Edition Reykjavík en Edition er nýtt vörumerki fimm stjörnu hótela Marriott hótelkeðjunnar og hafa einungis fjögur slík hótel verið opnuð hingað til, en Marriott rekur fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn.Verður eitt besta hótel í heimi Sandeep Walia aðstoðarforstjóri Marriott Edition í Evrópu er mjög spenntur fyrir möguleikunum í Reykjavík og segir að innan nokkurra ára rísi 250 herbergja gæðahótel upp úr holunni við Hörpu „Þetta verður án efa eitt besta hótel í heimi. Staðsetningin er stórkostleg með útsýni yfir höfnina og Faxablóa við hliðina á Hörpu. Samvinna hótelsins og ráðstefnumiðstöðvarinnar í Hörpu getur reynst mjög vel. Hugsanlega mun hótel af þessari gerð draga stærri ráðstefnur að Hörpu,“ segir Sandeep Walia. Tengdar fréttir Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Borgarstjóri segir löngu tímabært að byggt sé í holunni framan við Hörpu og telur að fimm stjörnu hótel Marriott hótelkeðjunnar muni efla ferðaþjónustuna í Reykjavík. Aðstoðarforstjóri Marriott segir staðsetninguna einstaka og á heimsmælikvarða. Árum saman hefur verið reynt að ná samningum við erlend hótelfyrirtæki um byggingu fimm stjörnu hótels á lóðinni framan við Hörpu til að styrkja ráðstefnuhald og aðra starfsemi í húsinu. Fjöldi viljayfirlýsinga hefur verið undirritaður en aldrei áður hefur verið skrifað undir formlega samninga eins og nú. Bandaríska fjárfestingafyrirtækið Carpenter og Co sem m.a. sérhæfir sig í byggingu hótela í samstarfi við nokkrar stærstu hótelkeðjur heims sér um fjármögnun byggingarinnar í samstarfi við Arion banka. Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hjá Tark mun teikna bygginguna í samstarfi við Cambridge 7 arkitektastofuna í Bandaríkjunum.Teikningar klárar á haustmánuðum Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að teikningar eigi að liggja fyrir á haustmánuðum og framkvæmdir hefjist upp úr áramótum. Það sé löngu tímabært að fylla upp í holuna við Hörpu. „Það er auðvitað mikilvægt á margan hátt. Í fyrsta lagi er þetta stór fjárfesting (16 milljarðar). Það er löngu tímabært að fylla í holuna eins og þú segir. En þetta er líka ný vídd í ferðaþjónustuna. Þetta markaðssetur sig gagnvart betur borgandi ferðamönnum. Svo held ég að það sé mjög spennandi að þarna er stefnan ekki sett á að vera með lúxushótel bara fyrir einhverja ríka gesti, heldur lifandi hótel sem opnar sig fyrir borgarbúa. Er með lifandi dagskrá út í gegn og verður hluti að borgarlífinu en ekki út af fyrir sig,“ segir Dagur. Þetta muni breikka framboðið í miðborginni sem sé nú þegar mjög skemmtileg og styðja við annan hótelrekstur og ferðaþjónustu í borginni. Hótelið mun heita Marriott Edition Reykjavík en Edition er nýtt vörumerki fimm stjörnu hótela Marriott hótelkeðjunnar og hafa einungis fjögur slík hótel verið opnuð hingað til, en Marriott rekur fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn.Verður eitt besta hótel í heimi Sandeep Walia aðstoðarforstjóri Marriott Edition í Evrópu er mjög spenntur fyrir möguleikunum í Reykjavík og segir að innan nokkurra ára rísi 250 herbergja gæðahótel upp úr holunni við Hörpu „Þetta verður án efa eitt besta hótel í heimi. Staðsetningin er stórkostleg með útsýni yfir höfnina og Faxablóa við hliðina á Hörpu. Samvinna hótelsins og ráðstefnumiðstöðvarinnar í Hörpu getur reynst mjög vel. Hugsanlega mun hótel af þessari gerð draga stærri ráðstefnur að Hörpu,“ segir Sandeep Walia.
Tengdar fréttir Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Marriott hótelkeðjan reisir fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík á næstu þremur árum undir nýju vörumerki lúxushótela. 20. ágúst 2015 20:19