Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2015 20:19 Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík rís á Hörpureitnum innan nokkurra ára undir nýlegu merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Fjárfestingin er upp á um sextán milljarða króna og segir borgarstjóri að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. Það hefur mikið verið tekist á um lóð Landsbankans austanmegin í holunni framan við Hörpu. Hins vegar virðast flestir sáttir við fyrirhugaða hótelbyggingu vestanmegin í holunni og í dag var upplýst að þar verði reist Marriott Edition, fimm stjörnu hótel. Snemma í sumar var tilkynnt að bandaríski fjárfestirinn Carpenter and Co myndu standa að byggingu hótelsins sem aðalfjárfestir en byggingin mun kosta með öllu 120 milljónir dollara eða tæpa 16 milljarða króna. Það var því öllu flaggað til með sendiherra Bandaríkjanna í dag þegar greint var frá því að tekist hefðu samningar við Marriott keðjuna um hótelreksturinn en Marriott rekur um fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn. Sandeep Walia, aðstoðarforstjóri Marriott hótelkeðjunnar í Evrópu, segir stjórnendur hennar mjög spennta fyrir Reykjavík og byggingu hótels á þessum einstaka stað. „Við komum með vörumerki sem er tiltölulega nýtt hjá okkur hjá Marriott. Það er kallað Edition Hotels. Við höfum nú fjögur slík hótel, í Istanbul, London og höfum nýlega opnað í Miami og New York. Og það er nú þegar verið að byggja sjö og semja um nítján,“ segir Walia. Byggingin verður teiknuð af Ásgeiri Ásgeirssyni hjá Tark í samráði við bandarísku arkitektastofuna Cambridge 7. Marriott Edition hótelin hafa öll sinn sérstaka stíl en taka líka mið af því umhvefi sem þau rísa í. „Það sem er svipað er nokkuð sem verður haft í huga þegar við byggjum hér, og við höfum staðbundin sjónarmið í huga við hönnunina,“ segir Walia. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hótelið muni marka nýja vídd í ferðaþjónustuna í Reykjavík, en fjöldi áforma um nýtingu holunnar hefur farið út um þúfur á undanförnum árum. „Nú er búið að skrifa undir alla pappíra og ég vil ekki sjá fleiri pappíra nema þá teikningarnar af því sem á að rísa. Það er búið að setja því tímamörk. Það þarf að byrja hér jarðvinnu í janúar á næsta ári og ég held að allir séu sammála um að reyna að láta þetta verkefni ganga eins hratt og vel og hægt er,“ segir Dagur. Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík rís á Hörpureitnum innan nokkurra ára undir nýlegu merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Fjárfestingin er upp á um sextán milljarða króna og segir borgarstjóri að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. Það hefur mikið verið tekist á um lóð Landsbankans austanmegin í holunni framan við Hörpu. Hins vegar virðast flestir sáttir við fyrirhugaða hótelbyggingu vestanmegin í holunni og í dag var upplýst að þar verði reist Marriott Edition, fimm stjörnu hótel. Snemma í sumar var tilkynnt að bandaríski fjárfestirinn Carpenter and Co myndu standa að byggingu hótelsins sem aðalfjárfestir en byggingin mun kosta með öllu 120 milljónir dollara eða tæpa 16 milljarða króna. Það var því öllu flaggað til með sendiherra Bandaríkjanna í dag þegar greint var frá því að tekist hefðu samningar við Marriott keðjuna um hótelreksturinn en Marriott rekur um fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn. Sandeep Walia, aðstoðarforstjóri Marriott hótelkeðjunnar í Evrópu, segir stjórnendur hennar mjög spennta fyrir Reykjavík og byggingu hótels á þessum einstaka stað. „Við komum með vörumerki sem er tiltölulega nýtt hjá okkur hjá Marriott. Það er kallað Edition Hotels. Við höfum nú fjögur slík hótel, í Istanbul, London og höfum nýlega opnað í Miami og New York. Og það er nú þegar verið að byggja sjö og semja um nítján,“ segir Walia. Byggingin verður teiknuð af Ásgeiri Ásgeirssyni hjá Tark í samráði við bandarísku arkitektastofuna Cambridge 7. Marriott Edition hótelin hafa öll sinn sérstaka stíl en taka líka mið af því umhvefi sem þau rísa í. „Það sem er svipað er nokkuð sem verður haft í huga þegar við byggjum hér, og við höfum staðbundin sjónarmið í huga við hönnunina,“ segir Walia. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hótelið muni marka nýja vídd í ferðaþjónustuna í Reykjavík, en fjöldi áforma um nýtingu holunnar hefur farið út um þúfur á undanförnum árum. „Nú er búið að skrifa undir alla pappíra og ég vil ekki sjá fleiri pappíra nema þá teikningarnar af því sem á að rísa. Það er búið að setja því tímamörk. Það þarf að byrja hér jarðvinnu í janúar á næsta ári og ég held að allir séu sammála um að reyna að láta þetta verkefni ganga eins hratt og vel og hægt er,“ segir Dagur.
Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Fleiri fréttir ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur