Sextán milljaðra fjárfesting á Hörpureitnum Heimir Már Pétursson skrifar 20. ágúst 2015 20:19 Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík rís á Hörpureitnum innan nokkurra ára undir nýlegu merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Fjárfestingin er upp á um sextán milljarða króna og segir borgarstjóri að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. Það hefur mikið verið tekist á um lóð Landsbankans austanmegin í holunni framan við Hörpu. Hins vegar virðast flestir sáttir við fyrirhugaða hótelbyggingu vestanmegin í holunni og í dag var upplýst að þar verði reist Marriott Edition, fimm stjörnu hótel. Snemma í sumar var tilkynnt að bandaríski fjárfestirinn Carpenter and Co myndu standa að byggingu hótelsins sem aðalfjárfestir en byggingin mun kosta með öllu 120 milljónir dollara eða tæpa 16 milljarða króna. Það var því öllu flaggað til með sendiherra Bandaríkjanna í dag þegar greint var frá því að tekist hefðu samningar við Marriott keðjuna um hótelreksturinn en Marriott rekur um fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn. Sandeep Walia, aðstoðarforstjóri Marriott hótelkeðjunnar í Evrópu, segir stjórnendur hennar mjög spennta fyrir Reykjavík og byggingu hótels á þessum einstaka stað. „Við komum með vörumerki sem er tiltölulega nýtt hjá okkur hjá Marriott. Það er kallað Edition Hotels. Við höfum nú fjögur slík hótel, í Istanbul, London og höfum nýlega opnað í Miami og New York. Og það er nú þegar verið að byggja sjö og semja um nítján,“ segir Walia. Byggingin verður teiknuð af Ásgeiri Ásgeirssyni hjá Tark í samráði við bandarísku arkitektastofuna Cambridge 7. Marriott Edition hótelin hafa öll sinn sérstaka stíl en taka líka mið af því umhvefi sem þau rísa í. „Það sem er svipað er nokkuð sem verður haft í huga þegar við byggjum hér, og við höfum staðbundin sjónarmið í huga við hönnunina,“ segir Walia. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hótelið muni marka nýja vídd í ferðaþjónustuna í Reykjavík, en fjöldi áforma um nýtingu holunnar hefur farið út um þúfur á undanförnum árum. „Nú er búið að skrifa undir alla pappíra og ég vil ekki sjá fleiri pappíra nema þá teikningarnar af því sem á að rísa. Það er búið að setja því tímamörk. Það þarf að byrja hér jarðvinnu í janúar á næsta ári og ég held að allir séu sammála um að reyna að láta þetta verkefni ganga eins hratt og vel og hægt er,“ segir Dagur. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fyrsta fimm stjörnu hótelið í Reykjavík rís á Hörpureitnum innan nokkurra ára undir nýlegu merki alþjóðahótelkeðjunnar Marriott. Fjárfestingin er upp á um sextán milljarða króna og segir borgarstjóri að hótelið verði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í borginni. Það hefur mikið verið tekist á um lóð Landsbankans austanmegin í holunni framan við Hörpu. Hins vegar virðast flestir sáttir við fyrirhugaða hótelbyggingu vestanmegin í holunni og í dag var upplýst að þar verði reist Marriott Edition, fimm stjörnu hótel. Snemma í sumar var tilkynnt að bandaríski fjárfestirinn Carpenter and Co myndu standa að byggingu hótelsins sem aðalfjárfestir en byggingin mun kosta með öllu 120 milljónir dollara eða tæpa 16 milljarða króna. Það var því öllu flaggað til með sendiherra Bandaríkjanna í dag þegar greint var frá því að tekist hefðu samningar við Marriott keðjuna um hótelreksturinn en Marriott rekur um fjögur þúsund hótel víðs vegar um heiminn. Sandeep Walia, aðstoðarforstjóri Marriott hótelkeðjunnar í Evrópu, segir stjórnendur hennar mjög spennta fyrir Reykjavík og byggingu hótels á þessum einstaka stað. „Við komum með vörumerki sem er tiltölulega nýtt hjá okkur hjá Marriott. Það er kallað Edition Hotels. Við höfum nú fjögur slík hótel, í Istanbul, London og höfum nýlega opnað í Miami og New York. Og það er nú þegar verið að byggja sjö og semja um nítján,“ segir Walia. Byggingin verður teiknuð af Ásgeiri Ásgeirssyni hjá Tark í samráði við bandarísku arkitektastofuna Cambridge 7. Marriott Edition hótelin hafa öll sinn sérstaka stíl en taka líka mið af því umhvefi sem þau rísa í. „Það sem er svipað er nokkuð sem verður haft í huga þegar við byggjum hér, og við höfum staðbundin sjónarmið í huga við hönnunina,“ segir Walia. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hótelið muni marka nýja vídd í ferðaþjónustuna í Reykjavík, en fjöldi áforma um nýtingu holunnar hefur farið út um þúfur á undanförnum árum. „Nú er búið að skrifa undir alla pappíra og ég vil ekki sjá fleiri pappíra nema þá teikningarnar af því sem á að rísa. Það er búið að setja því tímamörk. Það þarf að byrja hér jarðvinnu í janúar á næsta ári og ég held að allir séu sammála um að reyna að láta þetta verkefni ganga eins hratt og vel og hægt er,“ segir Dagur.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira